Menning

Bókmenntafólk frá Svíþjóð komið í heimsókn

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
„Ég var bara eins og stjarna,“ segir Davíð um dvöl sína í Åmål í fyrra.
„Ég var bara eins og stjarna,“ segir Davíð um dvöl sína í Åmål í fyrra. Fréttablaðið/Anton Brink

Fjölmennur samráðsfundur um bókmenntir og bókmenntahátíðir verður haldinn í Gunnarshúsi við Dyngjuveg í kvöld. Davíð Stefánsson skáld hefur skipulagt fundinn.

„Þetta er í raun fagfundur,“ segir hann. „Tilefnið er það að hér á landi eru staddir góðir gestir frá Svíþjóð, þau Anita Alexanderson og Victor Estby frá sænsku sumarbókmenntahátíðinni Bokdagar i Dalsland. Þau sjá auk þess um umfangsmikla starfsemi í Västra Götaland þar sem rithöfundum er boðið til dvalar.“

Victor Estby og Anita Alexanderson ætla til dæmis að upplifa Menningarnótt.

Davíð segir Anitu hafa verið annan tveggja stofnenda bókmenntahátíðarinnar Bokdagar i Dalsland árið 2000.

„Hátíðin hefur vaxið stöðugt síðan og Victor tók við stjórnartaumunum í fyrra. Hún er hins vegar kjarnorkukona og hvergi nærri hætt, heldur starfar áfram sem alþjóðlegur tengiliður bókmenntafólks og bókmenntahátíða á Norðurlöndunum og í Evrópu allri.“

Sjálfur kveðst Davíð hafa dvalið í þrjár vikur í fyrra á vegum þessa heiðursfólks í borginni Åmål, að skrifa skáldsögu.

„Áhugi þeirra Anitu og Victors á Íslandi er mikill. Ég stakk upp á að þau kæmu hingað í heimsókn á Menningarnótt og það varð úr. Reyndar er rosalega mikill Íslandsáhugi í Svíþjóð almennt. „Ég var bara eins og stjarna og Einar Már er eins og súperstjarna þar.“ Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.