Tónlist

Föstudagsplaylisti Alexöndru Ingvarsdóttur

Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar
Alexandra á tónleikum með Dauðyflunum.
Alexandra á tónleikum með Dauðyflunum. Mónica Di Francesco

Alexandra, sem m.a. leikur með harðkjarnapönksveitinni Dauðyflunum og drungapönksveitinni Börnum, setti saman föstudagspönklagalista fyrir Vísi.

Um verslunarmannahelgina kemur Alexandra fram bæði með Börnum og Dauðyflunum á svokölluðu ættarmóti pönkara, Norðanpaunki á Laugarbakka.

Dauðyflin eru gefin út af bandarísku grasrótarharðkjarnaútgáfunni Iron Lung, sem er ansi þekkt útgáfa innan þessarar senu. Í vor gáfu þau einmitt út sjötommu samnefnda bandinu, sem er önnur útgáfa þeirra hjá Iron Lung.

Börn eru snúin aftur úr pásu eftir að hafa gert gott mót kringum árið 2014, en þá fengu þau meðal annars úthlutun úr Kraums sjóðinum fyrir eina af bestu plötum ársins.
 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.