Katrín Tanja nældi í brons á heimsleikunum Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar 5. ágúst 2018 22:30 Mögnuð. Vísir/skjáskot Katrín Tanja Davíðsdóttir gerði sér lítið fyrir og nældi sér í brons á heimsleikunum í Crossfit sem kláruðust í Madison í kvöld. Fyrir lokagreinina sem fór fram í kvöld var Katrín Tanja í þriðja sætinu en hún var sex stigum á undan Kara Saunders sem var í fjórða sætinu. Rúm 50 stig voru í annað sætið. Spennan var afar mikil og að endingu kláraði Katrín þriðja í sínum undanriðli. Það skilaði henni nægilega mörgum stigum til að tryggja henni bronsið. Hún endaði í þriðja sætinu, rúmum 130 stigum á eftir Tia-Clair Toomey sem vann annað árið í röð. Anníe Mist Þórisdóttir var í fimmta sætinu fyrir lokagreinina en hún var rúmum hundrað stigum á eftir Katrínu. Anníe kláraði sjötta í sínum undanriðli og endaði í 5. sæti á heildarlistanum. Oddrún Eik Gylfadóttir endaði í 26. sætinu eftir að hafa verið í 25. sætinu fyrir lokagreinina. Þetta var í fyrsta skipti sem Oddrún keppir í einstaklingsflokki en áður hafði hún keppt í liðakeppni. Björgvin Karl Guðmundsson var í fimmta sætinu fyrir lokagreinina í karlaflokki og átti góðan möguleika á að skjóta sér upp í verðlaunasæti með góðum árangri í síðustu greininni. Hann endaði tólfti í öllum undanriðlunum sem dugði ekki til að klifra upp töfluna. Hann endaði því í fimmta sætinu á heildarlistanum. Sigurvegarinn í karlaflokki var Mathew Fraser en hann vann með nokkrum yfirburðum. Stórkostlegur íþróttamaður. Hér fyrir neðan má lesa textalýsingu blaðamanns Vísis sem fylgdist með nýjustu vendingum á leikunum.
Katrín Tanja Davíðsdóttir gerði sér lítið fyrir og nældi sér í brons á heimsleikunum í Crossfit sem kláruðust í Madison í kvöld. Fyrir lokagreinina sem fór fram í kvöld var Katrín Tanja í þriðja sætinu en hún var sex stigum á undan Kara Saunders sem var í fjórða sætinu. Rúm 50 stig voru í annað sætið. Spennan var afar mikil og að endingu kláraði Katrín þriðja í sínum undanriðli. Það skilaði henni nægilega mörgum stigum til að tryggja henni bronsið. Hún endaði í þriðja sætinu, rúmum 130 stigum á eftir Tia-Clair Toomey sem vann annað árið í röð. Anníe Mist Þórisdóttir var í fimmta sætinu fyrir lokagreinina en hún var rúmum hundrað stigum á eftir Katrínu. Anníe kláraði sjötta í sínum undanriðli og endaði í 5. sæti á heildarlistanum. Oddrún Eik Gylfadóttir endaði í 26. sætinu eftir að hafa verið í 25. sætinu fyrir lokagreinina. Þetta var í fyrsta skipti sem Oddrún keppir í einstaklingsflokki en áður hafði hún keppt í liðakeppni. Björgvin Karl Guðmundsson var í fimmta sætinu fyrir lokagreinina í karlaflokki og átti góðan möguleika á að skjóta sér upp í verðlaunasæti með góðum árangri í síðustu greininni. Hann endaði tólfti í öllum undanriðlunum sem dugði ekki til að klifra upp töfluna. Hann endaði því í fimmta sætinu á heildarlistanum. Sigurvegarinn í karlaflokki var Mathew Fraser en hann vann með nokkrum yfirburðum. Stórkostlegur íþróttamaður. Hér fyrir neðan má lesa textalýsingu blaðamanns Vísis sem fylgdist með nýjustu vendingum á leikunum.
CrossFit Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Fleiri fréttir Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Sjá meira