Ryan Reynolds gerir Home Alone fyrir fullorðna Birgir Olgeirsson skrifar 26. júlí 2018 10:59 Myndin sem Ryan Reynolds framleiðir hefur hlotið nafnið Stoned Alone og er sögð innihalda mikinn hamagang og blóðugt ofbeldi. Vísir/EPA Leikarinn Ryan Reynolds er með mynd í pípunum sem er nokkurskonar fullorðins útgáfa af Home Alone-myndinni frægu. Í Home Alone þurfti hinn átta ára gamli Kevin McCallister að kljást einn síns liðs við innbrotsþjófa eftir að fjölskylda hans gleymdi að taka hann með í jólafrí. Myndin sem Ryan Reynolds framleiðir hefur hlotið nafnið Stoned Alone og er sögð innihalda mikinn hamagang og blóðugt ofbeldi.Ryan Reynolds er án efa þekktastur fyrir hlutverk sitt sem andhetjan Deadpool en myndunum tveimur um þann karakter hefur vegnað afar vel. Líkt og Stoned Alone innihalda Deadpool-myndirnar grófan húmor og mikið ofbeldi.Stoned Alone mun segja frá manni á þrítugsaldri sem gerir lítið annað en að haugast í gegnum lífið. Eftir að hafa misst af flugi í jólafrí reynir hann að gera það besta úr stöðunni með því að reykja kannabisefni heima hjá sér. Ofsóknaræði færist yfir hann sem veldur því að hann stendur í þeirri trú að verið sé að brjótast inn hjá honum. Honum verður það hins vegar fljótlega ljóst að innbrotsþjófar eru raunverulega að reyna að brjótast inn hjá honum og verður hann því að leita allra ráða til að verja heimili sitt. Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Leikarinn Ryan Reynolds er með mynd í pípunum sem er nokkurskonar fullorðins útgáfa af Home Alone-myndinni frægu. Í Home Alone þurfti hinn átta ára gamli Kevin McCallister að kljást einn síns liðs við innbrotsþjófa eftir að fjölskylda hans gleymdi að taka hann með í jólafrí. Myndin sem Ryan Reynolds framleiðir hefur hlotið nafnið Stoned Alone og er sögð innihalda mikinn hamagang og blóðugt ofbeldi.Ryan Reynolds er án efa þekktastur fyrir hlutverk sitt sem andhetjan Deadpool en myndunum tveimur um þann karakter hefur vegnað afar vel. Líkt og Stoned Alone innihalda Deadpool-myndirnar grófan húmor og mikið ofbeldi.Stoned Alone mun segja frá manni á þrítugsaldri sem gerir lítið annað en að haugast í gegnum lífið. Eftir að hafa misst af flugi í jólafrí reynir hann að gera það besta úr stöðunni með því að reykja kannabisefni heima hjá sér. Ofsóknaræði færist yfir hann sem veldur því að hann stendur í þeirri trú að verið sé að brjótast inn hjá honum. Honum verður það hins vegar fljótlega ljóst að innbrotsþjófar eru raunverulega að reyna að brjótast inn hjá honum og verður hann því að leita allra ráða til að verja heimili sitt.
Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira