Innlent

Fljúga aftur yfir svæðið þar sem sást til hvítabjarnar

Birgir Olgeirsson skrifar
Lögreglan vill árétta við fólk á svæðinu að ef að það verður vart við dýrið þá skal hafa samband við 112.
Lögreglan vill árétta við fólk á svæðinu að ef að það verður vart við dýrið þá skal hafa samband við 112. Vísir/Getty

Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur óskað eftir því við Landhelgisgæsluna að þyrlan gæslunnar verði kölluð út til að fljúga að nýju yfir svæðið þar sem tilkynnt var um ísbjörn á Melrakkasléttu í gær.

Er það gert í öryggisskyni en engin önnur tilkynning, en sú sem kom í gær, hefur borist lögreglu um björninn.

Lögreglan vill árétta við fólk á svæðinu að ef að það verður vart við dýrið þá skal hafa samband við 112.

Tilkynnt var um hvítabjörn á Melrakkasléttu í gær. Vísir/maps

Þrír erlendir veiðimenn á svæðinu tilkynntu um kvöldmatarleytið í gær að þeir hafi séð eitthvað sem þeir töldu örugglega vera hvítabjörn og ekki þótti ástæða til að rengja þá.

Lögreglan á Norðurlandi eystra brást þegar við og sendi menn á vettvang og kom upplýsingum á framfæri við ferðamenn og heimamenn eftir því sem tök voru á.

Að sögn lögreglunnar er engin ástæða til að rengja tilkynnendur sem fyrr segir og hafi hún þegar rætt við þá. Þeir segja að þeim hafi orðið svo brugðið að í fáti sínu hafi þeir gleymt að taka mynd af dýrinu. Þess í stað tóku þeir til fótanna og hlupu allt að af tók niður í bílinn, sem þeir voru á, en það var um þriggja kílómetra leið.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.