Ný gamanþáttaröð frá Jordan Peele Stefán Þór Hjartarson skrifar 3. júlí 2018 06:00 Grínistinn sem skrifaði handrit Óskarsverðlaunamyndarinnar Get Out gefur nú út vísindaskáldskap. Jordan Peele er með nýja þáttaröð á leiðinni og verður hún sýnd á YouTube Premium. Þáttaröðin er unnin með Charlie Sanders, en hann skrifaði Key & Peele ásamt Jordan og fleirum, og munu þessir þættir ganga undir nafninu Weird City og vera sambland af vísindaskáldskap og gríni. Þættirnir verða frumsýndir á næsta ári. Þáttaröðin gerist í borginni Weird (sem á íslensku myndi nefnast Skrítin) í náinni framtíð og er eins og klassískum vísindaskáldskap sæmir ætlað að bregða ákveðnum spegli á heim nútímans – í þessu tilfelli spéspegli. Í fréttatilkynningu um þættina sagði Peele að hann og Charlie Sanders ætluðu sér að koma með „þáttaröð keyrða áfram á gríni og brjálæðislegum vísindaskáldskap og sem gerist í heimi rosalega svipuðum okkar en samt ekki alveg“. Jordan Peele er með fleiri verkefni á leiðinni en í sumar kemur út kvikmyndin BlacKkKlansman sem hann framleiðir ásamt leikstjóranum Spike Lee. Hún kemur í bíóhús í Bandaríkjunum í ágúst. Peele framleiðir einnig gamanþáttaröðina The Last O.G. með Tracy Morgan í aðalhlutverki. Jordan sló heldur betur í gegn með myndinni Get Out árið 2017 en hún hlaut Óskarinn fyrir besta handritið auk þess sem hún var tilnefnd sem besta mynd ársins. Sú var fyrsta kvikmynd Jordans Peele í fullri lengd þannig að líklega eru ansi margir spenntir fyrir að sjá hvað kemur frá honum næst. Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Óskarinn 2018: Shape of Water og Frances McDormand stálu senunni Óskarsverðlaunin voru afhent í nítugasta sinn við hátíðlega athöfn í Los Angeles í nótt. 5. mars 2018 05:15 Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Leikjavísir Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Jordan Peele er með nýja þáttaröð á leiðinni og verður hún sýnd á YouTube Premium. Þáttaröðin er unnin með Charlie Sanders, en hann skrifaði Key & Peele ásamt Jordan og fleirum, og munu þessir þættir ganga undir nafninu Weird City og vera sambland af vísindaskáldskap og gríni. Þættirnir verða frumsýndir á næsta ári. Þáttaröðin gerist í borginni Weird (sem á íslensku myndi nefnast Skrítin) í náinni framtíð og er eins og klassískum vísindaskáldskap sæmir ætlað að bregða ákveðnum spegli á heim nútímans – í þessu tilfelli spéspegli. Í fréttatilkynningu um þættina sagði Peele að hann og Charlie Sanders ætluðu sér að koma með „þáttaröð keyrða áfram á gríni og brjálæðislegum vísindaskáldskap og sem gerist í heimi rosalega svipuðum okkar en samt ekki alveg“. Jordan Peele er með fleiri verkefni á leiðinni en í sumar kemur út kvikmyndin BlacKkKlansman sem hann framleiðir ásamt leikstjóranum Spike Lee. Hún kemur í bíóhús í Bandaríkjunum í ágúst. Peele framleiðir einnig gamanþáttaröðina The Last O.G. með Tracy Morgan í aðalhlutverki. Jordan sló heldur betur í gegn með myndinni Get Out árið 2017 en hún hlaut Óskarinn fyrir besta handritið auk þess sem hún var tilnefnd sem besta mynd ársins. Sú var fyrsta kvikmynd Jordans Peele í fullri lengd þannig að líklega eru ansi margir spenntir fyrir að sjá hvað kemur frá honum næst.
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Óskarinn 2018: Shape of Water og Frances McDormand stálu senunni Óskarsverðlaunin voru afhent í nítugasta sinn við hátíðlega athöfn í Los Angeles í nótt. 5. mars 2018 05:15 Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Leikjavísir Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Óskarinn 2018: Shape of Water og Frances McDormand stálu senunni Óskarsverðlaunin voru afhent í nítugasta sinn við hátíðlega athöfn í Los Angeles í nótt. 5. mars 2018 05:15