Ný gamanþáttaröð frá Jordan Peele Stefán Þór Hjartarson skrifar 3. júlí 2018 06:00 Grínistinn sem skrifaði handrit Óskarsverðlaunamyndarinnar Get Out gefur nú út vísindaskáldskap. Jordan Peele er með nýja þáttaröð á leiðinni og verður hún sýnd á YouTube Premium. Þáttaröðin er unnin með Charlie Sanders, en hann skrifaði Key & Peele ásamt Jordan og fleirum, og munu þessir þættir ganga undir nafninu Weird City og vera sambland af vísindaskáldskap og gríni. Þættirnir verða frumsýndir á næsta ári. Þáttaröðin gerist í borginni Weird (sem á íslensku myndi nefnast Skrítin) í náinni framtíð og er eins og klassískum vísindaskáldskap sæmir ætlað að bregða ákveðnum spegli á heim nútímans – í þessu tilfelli spéspegli. Í fréttatilkynningu um þættina sagði Peele að hann og Charlie Sanders ætluðu sér að koma með „þáttaröð keyrða áfram á gríni og brjálæðislegum vísindaskáldskap og sem gerist í heimi rosalega svipuðum okkar en samt ekki alveg“. Jordan Peele er með fleiri verkefni á leiðinni en í sumar kemur út kvikmyndin BlacKkKlansman sem hann framleiðir ásamt leikstjóranum Spike Lee. Hún kemur í bíóhús í Bandaríkjunum í ágúst. Peele framleiðir einnig gamanþáttaröðina The Last O.G. með Tracy Morgan í aðalhlutverki. Jordan sló heldur betur í gegn með myndinni Get Out árið 2017 en hún hlaut Óskarinn fyrir besta handritið auk þess sem hún var tilnefnd sem besta mynd ársins. Sú var fyrsta kvikmynd Jordans Peele í fullri lengd þannig að líklega eru ansi margir spenntir fyrir að sjá hvað kemur frá honum næst. Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Óskarinn 2018: Shape of Water og Frances McDormand stálu senunni Óskarsverðlaunin voru afhent í nítugasta sinn við hátíðlega athöfn í Los Angeles í nótt. 5. mars 2018 05:15 Mest lesið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Lífið Fleiri fréttir Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Jordan Peele er með nýja þáttaröð á leiðinni og verður hún sýnd á YouTube Premium. Þáttaröðin er unnin með Charlie Sanders, en hann skrifaði Key & Peele ásamt Jordan og fleirum, og munu þessir þættir ganga undir nafninu Weird City og vera sambland af vísindaskáldskap og gríni. Þættirnir verða frumsýndir á næsta ári. Þáttaröðin gerist í borginni Weird (sem á íslensku myndi nefnast Skrítin) í náinni framtíð og er eins og klassískum vísindaskáldskap sæmir ætlað að bregða ákveðnum spegli á heim nútímans – í þessu tilfelli spéspegli. Í fréttatilkynningu um þættina sagði Peele að hann og Charlie Sanders ætluðu sér að koma með „þáttaröð keyrða áfram á gríni og brjálæðislegum vísindaskáldskap og sem gerist í heimi rosalega svipuðum okkar en samt ekki alveg“. Jordan Peele er með fleiri verkefni á leiðinni en í sumar kemur út kvikmyndin BlacKkKlansman sem hann framleiðir ásamt leikstjóranum Spike Lee. Hún kemur í bíóhús í Bandaríkjunum í ágúst. Peele framleiðir einnig gamanþáttaröðina The Last O.G. með Tracy Morgan í aðalhlutverki. Jordan sló heldur betur í gegn með myndinni Get Out árið 2017 en hún hlaut Óskarinn fyrir besta handritið auk þess sem hún var tilnefnd sem besta mynd ársins. Sú var fyrsta kvikmynd Jordans Peele í fullri lengd þannig að líklega eru ansi margir spenntir fyrir að sjá hvað kemur frá honum næst.
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Óskarinn 2018: Shape of Water og Frances McDormand stálu senunni Óskarsverðlaunin voru afhent í nítugasta sinn við hátíðlega athöfn í Los Angeles í nótt. 5. mars 2018 05:15 Mest lesið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Lífið Fleiri fréttir Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Óskarinn 2018: Shape of Water og Frances McDormand stálu senunni Óskarsverðlaunin voru afhent í nítugasta sinn við hátíðlega athöfn í Los Angeles í nótt. 5. mars 2018 05:15