Margt um manninn við sýningaropnun KYRRÐ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 4. júlí 2018 13:30 Sýningin KYRRÐ mun standa yfir til 12. ágúst næstkomandi. Mynd/Owen Fiene Myndlistakonan Jóna Hlíf Halldórsdóttir opnaði um helgina einkasýningu sína KYRRÐ í Kjallaranum í versluninni Geysir Heima. Á opnuninni spilaði Gréta Rún Snorradóttir fyrir sýningargesti. Léttar veitingar voru í boði og eins og sést á myndunum var gleðin við völd á Skólavörðustígnum þetta kvöld. „Jóna Hlíf sýnir ný verk sem samanstanda af gólfskúlptúrum og textaverkum. Á sýningunni er unnið út frá nýrri frásögn og með nýja efniviði. Í forgrunni er leikur með konseptin "afstrakt" og "form" með hliðsjón af því hvað felst í að eitthvað sé staðbundið. Líkt og í fyrri verkum Jónu Hlífar er einnig unnið með tungumálið, orð og samspil ljóss, forms og lita,“ segir um sýninguna.Jóna Hlíf Halldórsdóttir ásamt sýningargestum.Mynd/Owen Fiene„Öll verkin tengjast endurminningum um staði á eða nálægt hálendi úr misgömlum ferðalögum. Að baki hverju verki er mynd af stað sem reynt er að lýsa í eins fáum orðum og hægt er, með því að draga fram kjarnann úr endurminningunni af upplifuninni. Það sem sameinar eru heiðríkja, tærleiki og kyrrð - að minnsta kosti í huganum.“ Sýningin mun standa yfir til 12. ágúst næstkomandi. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir sem Owen Fiene tók á opnunarkvöldinu. Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Myndlistakonan Jóna Hlíf Halldórsdóttir opnaði um helgina einkasýningu sína KYRRÐ í Kjallaranum í versluninni Geysir Heima. Á opnuninni spilaði Gréta Rún Snorradóttir fyrir sýningargesti. Léttar veitingar voru í boði og eins og sést á myndunum var gleðin við völd á Skólavörðustígnum þetta kvöld. „Jóna Hlíf sýnir ný verk sem samanstanda af gólfskúlptúrum og textaverkum. Á sýningunni er unnið út frá nýrri frásögn og með nýja efniviði. Í forgrunni er leikur með konseptin "afstrakt" og "form" með hliðsjón af því hvað felst í að eitthvað sé staðbundið. Líkt og í fyrri verkum Jónu Hlífar er einnig unnið með tungumálið, orð og samspil ljóss, forms og lita,“ segir um sýninguna.Jóna Hlíf Halldórsdóttir ásamt sýningargestum.Mynd/Owen Fiene„Öll verkin tengjast endurminningum um staði á eða nálægt hálendi úr misgömlum ferðalögum. Að baki hverju verki er mynd af stað sem reynt er að lýsa í eins fáum orðum og hægt er, með því að draga fram kjarnann úr endurminningunni af upplifuninni. Það sem sameinar eru heiðríkja, tærleiki og kyrrð - að minnsta kosti í huganum.“ Sýningin mun standa yfir til 12. ágúst næstkomandi. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir sem Owen Fiene tók á opnunarkvöldinu.
Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira