Staðir teygja sig frá Brjánslæk í Bakkadal Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 7. júlí 2018 10:00 Listakonurnar sem sýna á Stöðum í ár, Þorgerður, Hildigunnur Ýr og Gunndís. Sýningin Staðir verður opnuð á morgun. Hún teygir sig um sunnanverða Vestfirði og þar leggja þrjár listakonur verk sín í dóm. Gamanið hefst á hinum víðfræga viðkomustað ferðalanga, Flakkaranum við bryggjuna á Brjánslæk, klukkan 12 á hádegi. Þaðan verður haldið í ferðalag. Eva Ísleifs er sýningarstjóri. „Við Þorgerður Ólafsdóttir komum verkefninu Stöðum á laggirnar árið 2014 og það er tvíæringur, svo þetta er þriðja sýningin. Við höfum báðar taugar til Vestfjarða og Þorgerður er hluti af sýningarteyminu þetta árið. Útilistaverk eftir hana er í hlíðinni við prestssetrið á Brjánslæk og eftir göngu í Surtarbrandsgil fá allir myndskreytt vottorð eftir hana um að þeir hafi þreytt gönguna. Þannig verður það út sumarið.“ Gunndís Ýr er ættuð að vestan og bókverkið hennar 1,1111% fjallar um fjölskyldulandið í Bakkadal í Arnarfirði. Það er til sýnis og sölu á bensínstöðinni á Bíldudal þar sem verður staldrað við á leið út í Bakkadal þar sem Gunndís Ýr býður gestum í stutta göngu á morgun. Hildigunnur hefur unnið með leikskólabörnum í Vesturbyggð. Hún segir mér fyrst frá verki fyrir staðbundna nagla í Flakkaranum á Brjánslæk sem ferðalangar geta átt afrifu af. „En aðalsýningin er i hinum panelklædda fundarsal Vesturbyggðar þar sem listaverk barnanna hanga milli verka eftir Jón Stefánsson og fleiri kanónur í íslenskri myndlist,“ segir hún. „Enda eru krakkarnir að búa til heimsklassamyndir.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Sýningin Staðir verður opnuð á morgun. Hún teygir sig um sunnanverða Vestfirði og þar leggja þrjár listakonur verk sín í dóm. Gamanið hefst á hinum víðfræga viðkomustað ferðalanga, Flakkaranum við bryggjuna á Brjánslæk, klukkan 12 á hádegi. Þaðan verður haldið í ferðalag. Eva Ísleifs er sýningarstjóri. „Við Þorgerður Ólafsdóttir komum verkefninu Stöðum á laggirnar árið 2014 og það er tvíæringur, svo þetta er þriðja sýningin. Við höfum báðar taugar til Vestfjarða og Þorgerður er hluti af sýningarteyminu þetta árið. Útilistaverk eftir hana er í hlíðinni við prestssetrið á Brjánslæk og eftir göngu í Surtarbrandsgil fá allir myndskreytt vottorð eftir hana um að þeir hafi þreytt gönguna. Þannig verður það út sumarið.“ Gunndís Ýr er ættuð að vestan og bókverkið hennar 1,1111% fjallar um fjölskyldulandið í Bakkadal í Arnarfirði. Það er til sýnis og sölu á bensínstöðinni á Bíldudal þar sem verður staldrað við á leið út í Bakkadal þar sem Gunndís Ýr býður gestum í stutta göngu á morgun. Hildigunnur hefur unnið með leikskólabörnum í Vesturbyggð. Hún segir mér fyrst frá verki fyrir staðbundna nagla í Flakkaranum á Brjánslæk sem ferðalangar geta átt afrifu af. „En aðalsýningin er i hinum panelklædda fundarsal Vesturbyggðar þar sem listaverk barnanna hanga milli verka eftir Jón Stefánsson og fleiri kanónur í íslenskri myndlist,“ segir hún. „Enda eru krakkarnir að búa til heimsklassamyndir.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira