Veljum listamennina vel Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 30. júní 2018 07:00 Hlíf Sigurjónsdóttir stendur fyrir tónleikahaldinu í Listasafni Sigurjóns, ásamt manni sínum Geirfinni Jónssyni og móður sinni Birgittu Spur. Fréttablaðið/Valli Við höldum úti þessari tónleikaröð af hugsjón og gefum okkur ekki. Þeir eru almennt vel sóttir og það er réttlæting okkar fyrir að vera til. Við veljum listamennina vel,“ segir Hlíf Sigurjónsdóttir fiðluleikari um hina rótgrónu Sumartónleika Listasafns Sigurjóns Ólafssonar sem verða á Laugarnestanga á þriðjudögum næstu vikur, þrítugasta sumarið í röð. Að venju hefjast þeir klukkan 20.30 og standa í um klukkustund. Þar verður því hægt að upplifa sumarkvöld við sæinn með ljúfri tónlist innan um heimsklassa höggmyndalist – umvafin sögu staðarins, allt frá landnámi til nútíma. Gítarhljómur verður nokkuð áberandi í tónleikaröðinni þetta árið. Reynir Hauksson gítarleikari og tónskáld ríður á vaðið næsta þriðjudag, 3. júlí, með seiðandi tónlist frá Andalúsíu, eftir spönsk tónskáld og sjálfan sig. Fleiri gítaristar koma við sögu síðar, meðal annars félagarnir í Guitar Iclancio sem fagna 20 ára starfsafmæli með tónleikum 24. júlí. Inn á milli eru svo þrennir sönglagatónleikar og forvitnileg dagskrá fyrir flautu og píanó. Tónlistin hefur ætíð skipað sinn sess í menningarstarfi Sigurjónssafns. Heimili hjónanna Birgittu og Sigurjóns ómaði af tónlist, öll fjögur börn þeirra lærðu á hljóðfæri og þrjú þeirra lögðu tónlist fyrir sig. Ein þeirra er Hlíf sem ætlar að koma fram með danska verðlaunagítarleikaranum Søren Bødker Madsen á lokatónleikunum 14. ágúst. Kaffistofa safnsins er opin eftir tónleika og þar gefst tónleikagestum kostur á að hitta flytjendur. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Við höldum úti þessari tónleikaröð af hugsjón og gefum okkur ekki. Þeir eru almennt vel sóttir og það er réttlæting okkar fyrir að vera til. Við veljum listamennina vel,“ segir Hlíf Sigurjónsdóttir fiðluleikari um hina rótgrónu Sumartónleika Listasafns Sigurjóns Ólafssonar sem verða á Laugarnestanga á þriðjudögum næstu vikur, þrítugasta sumarið í röð. Að venju hefjast þeir klukkan 20.30 og standa í um klukkustund. Þar verður því hægt að upplifa sumarkvöld við sæinn með ljúfri tónlist innan um heimsklassa höggmyndalist – umvafin sögu staðarins, allt frá landnámi til nútíma. Gítarhljómur verður nokkuð áberandi í tónleikaröðinni þetta árið. Reynir Hauksson gítarleikari og tónskáld ríður á vaðið næsta þriðjudag, 3. júlí, með seiðandi tónlist frá Andalúsíu, eftir spönsk tónskáld og sjálfan sig. Fleiri gítaristar koma við sögu síðar, meðal annars félagarnir í Guitar Iclancio sem fagna 20 ára starfsafmæli með tónleikum 24. júlí. Inn á milli eru svo þrennir sönglagatónleikar og forvitnileg dagskrá fyrir flautu og píanó. Tónlistin hefur ætíð skipað sinn sess í menningarstarfi Sigurjónssafns. Heimili hjónanna Birgittu og Sigurjóns ómaði af tónlist, öll fjögur börn þeirra lærðu á hljóðfæri og þrjú þeirra lögðu tónlist fyrir sig. Ein þeirra er Hlíf sem ætlar að koma fram með danska verðlaunagítarleikaranum Søren Bødker Madsen á lokatónleikunum 14. ágúst. Kaffistofa safnsins er opin eftir tónleika og þar gefst tónleikagestum kostur á að hitta flytjendur.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“