Eiga von á 10.000 gestum á Landsmót Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 30. júní 2018 11:00 Alls eiga 132 hross rétt til þátttöku í fullorðinsflokkum í gæðingakeppninni í ár. Aðsent Landsmót hestamanna hefst á morgun, sunnudaginn 1.júlí, á keppnissvæði Fáks í Víðidal. Mikil eftirvænting er á meðal hestamanna og áhugafólks um íslenska hestinn. Búist er við um 10.000 gestum á mótið í á og er talið að um fjórðungur komi erlendis frá. Fjöldi erlendra gesta sækir landið sérstaklega heim til að mæta á Landsmót. Á mótinu verður gæðingakeppni þar sem bestu knapar og hestar landsins etja kappi og sýnd fremstu kynbótahross landsins. Jafnframt verður boðið upp á fjölbreytta fræðslu- og skemmtidagskrá fyrir börn og fullorðna alla daga fram að mótslokum, sunnudaginn 8. júlí. „Á Landsmóti koma saman bestu hestar landsins til keppni og sýninga, auk þess sem þar fara fram kappreiðar, töltkeppni, heiðursverðlaunasýningar kynbótahrossa og sýningar ræktunarbúa. Margir bíða eftirvæntingarfullir eftir sýningu kynbótahrossa, enda hafa þegar verið slegin tvö heimsmet á kynbótasýningum í aðdraganda mótsins,“ segir í tilkynningu um mótið. Alls eiga 132 hross rétt til þátttöku í fullorðinsflokkum í gæðingakeppninni og er það um 15 prósent aukning frá síðasta Landsmóti á Hólum sem fór fram árið 2016.Á Landsmóti verður veitingatjald og verður sýnt frá leikjum HM á risaskjá.AösentFjölskyldudagur og sveitaböll Fyrsti mótsdagurinn er sérstakur fjölskyldudagur og er frítt inn á mótið þann dag fyrir alla. Leikhópurinn Lotta lítur í heimsókn í Mathöllina í Reiðhöllinni klukkan 14. Jói Pé og Króli verða einnig á svæðinu og koma fram á balli fyrir börnin í Reiðhöllinni/Mathöll sem hefst klukkan 19. Sérstök leiksvæði með hoppuköstulum og fleiru skemmtilegu fyrir börnin eru opin alla mótsdagana. Á Landsmóti verða sveitaböll bæði föstudags- og laugardagskvöld og gítarpartý á hverju kvöldi frá þriðjudegi til laugardags. Þar troða upp Grétar og Hebbi, Stebbi Jak, Sigvaldi Helgi, Salka Sól og Magni Ásgeirsson, sem jafnframt er tónlistarstjóri mótsins. Á kántrítónleikum og dansleik í Reiðhöllinni á föstudagskvöldinu halda uppi fjörinu Axel Ó & Co, ásamt Rúnari F, Helga Björns og Reiðmönnum vindanna. Hljómsveitin Albatross spilar svo á stórdansleiknum í Reiðhöllinni á laugardagskvöld, ásamt Sverri Bermann, Magna, Sölku Sól og Röggu Gísla. Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Innlent „BRÁÐUM“ Erlent Fleiri fréttir Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Sjá meira
Landsmót hestamanna hefst á morgun, sunnudaginn 1.júlí, á keppnissvæði Fáks í Víðidal. Mikil eftirvænting er á meðal hestamanna og áhugafólks um íslenska hestinn. Búist er við um 10.000 gestum á mótið í á og er talið að um fjórðungur komi erlendis frá. Fjöldi erlendra gesta sækir landið sérstaklega heim til að mæta á Landsmót. Á mótinu verður gæðingakeppni þar sem bestu knapar og hestar landsins etja kappi og sýnd fremstu kynbótahross landsins. Jafnframt verður boðið upp á fjölbreytta fræðslu- og skemmtidagskrá fyrir börn og fullorðna alla daga fram að mótslokum, sunnudaginn 8. júlí. „Á Landsmóti koma saman bestu hestar landsins til keppni og sýninga, auk þess sem þar fara fram kappreiðar, töltkeppni, heiðursverðlaunasýningar kynbótahrossa og sýningar ræktunarbúa. Margir bíða eftirvæntingarfullir eftir sýningu kynbótahrossa, enda hafa þegar verið slegin tvö heimsmet á kynbótasýningum í aðdraganda mótsins,“ segir í tilkynningu um mótið. Alls eiga 132 hross rétt til þátttöku í fullorðinsflokkum í gæðingakeppninni og er það um 15 prósent aukning frá síðasta Landsmóti á Hólum sem fór fram árið 2016.Á Landsmóti verður veitingatjald og verður sýnt frá leikjum HM á risaskjá.AösentFjölskyldudagur og sveitaböll Fyrsti mótsdagurinn er sérstakur fjölskyldudagur og er frítt inn á mótið þann dag fyrir alla. Leikhópurinn Lotta lítur í heimsókn í Mathöllina í Reiðhöllinni klukkan 14. Jói Pé og Króli verða einnig á svæðinu og koma fram á balli fyrir börnin í Reiðhöllinni/Mathöll sem hefst klukkan 19. Sérstök leiksvæði með hoppuköstulum og fleiru skemmtilegu fyrir börnin eru opin alla mótsdagana. Á Landsmóti verða sveitaböll bæði föstudags- og laugardagskvöld og gítarpartý á hverju kvöldi frá þriðjudegi til laugardags. Þar troða upp Grétar og Hebbi, Stebbi Jak, Sigvaldi Helgi, Salka Sól og Magni Ásgeirsson, sem jafnframt er tónlistarstjóri mótsins. Á kántrítónleikum og dansleik í Reiðhöllinni á föstudagskvöldinu halda uppi fjörinu Axel Ó & Co, ásamt Rúnari F, Helga Björns og Reiðmönnum vindanna. Hljómsveitin Albatross spilar svo á stórdansleiknum í Reiðhöllinni á laugardagskvöld, ásamt Sverri Bermann, Magna, Sölku Sól og Röggu Gísla.
Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Innlent „BRÁÐUM“ Erlent Fleiri fréttir Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent