Dómar Landsréttar munu teljast bindandi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 30. júní 2018 22:45 Lektor við lagadeild Háskóla Íslands segir að allir dómar Landsréttar muni teljast bindandi þrátt fyrir að Mannréttindadómstóll Evrópu komist að þeirri niðurstöðu að dómaraskipan hafi verið andstæð lögum. Dómana þurfi að bera undir endurupptökunefnd til að þeim verði hnekkt. Líkt og fram hefur komið hefur Mannréttindadómstóll Evrópu tekið kæru Landsréttarmálsins til meðferðar og krafist skýringa frá íslenska ríkinu. Málið er fordæmalaust hjá dómstólnum og virðist í forfangi það sem einungis er um mánuður síðan kæran barst. Í málinu sem var kært var er réttmæti skipunar dómara Landsréttar dregin í efa, en þar komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að dómari taldist ekki vanhæfur, þrátt fyrir að dómurinn hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að skipan dómaranna væri ekki í samræmi við lög. Önnur spurning Mannréttindadómstólsins til íslenskra stjórnvalda snýr einmitt að þessu atriði en í hinni er spurt hvernig atkvæðagreiðslan á Alþingi samrýmist lögum. Kristín Benediktsdóttir, lektor í lögfræði við Háskóla Íslands. Fari svo að Mannréttindadómstóllinn telji skipan dómara við réttinn ólögmæta segir Kristín Benediktsdóttir, lektor í lögfræði, að niðurstaðan hafi engin sjálfkrafa áhrif. „Vegna þess að hann er ekki „automatískt“ bindandi fyrir okkur. Hann er bindandi að þjóðarrétti en hann hann hefur ekki þær afleiðingar að kerfi hrynji sjálfkrafa hérna á Íslandi.“ Niðurstaða Mannréttindadómstólsins kynni ekki að hafa áhrif á dómana sem þegar hafa fallið í Landsrétti. „Þeir eru bindandi eins og allir aðrir dómar,“ segir Kristín og segir að menn þurfi að fara fram á endurupptöku ef menn eru ósáttir við niðurstöðu dómstóla hér á Íslandi. Um skilyrði til endurupptöku mála er fjallað í lögum um meðferð einka- og sakamála og meta þarf hvert mál fyrir sig telji fólk ástæðu til að véfengja gildi dómanna. Þá myndi dómurinn ekki hafa bein áhrif á skipan dómara við Landsrétt. Kristín bendir á að dómarar á Íslandi séu æviráðnir og ekki vikið nema með lögum. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Mannréttindadómstóllinn tekur kæru vegna Landsréttarmálsins til meðferðar Ástæða þessa er sögð alvarleg réttaróvissa sem skapist hér á landi vegna málsins. 28. júní 2018 21:30 Fagnar því að MDE vilji afgreiða Landsréttarmálið skjótt Sigríður Á Andersen dómsmálaráðherra segir íslensk stjórnvöld vinna að því að svara fyrirspurnum mannréttindadómstóls Evrópu. 29. júní 2018 14:00 Dómur Arnfríðar í Landsrétti stendur Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag dóm Landsréttar í máli manns sem var dæmdur í 17 mánaða fangelsi fyrir margvísleg brot 24. maí 2018 15:14 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Lektor við lagadeild Háskóla Íslands segir að allir dómar Landsréttar muni teljast bindandi þrátt fyrir að Mannréttindadómstóll Evrópu komist að þeirri niðurstöðu að dómaraskipan hafi verið andstæð lögum. Dómana þurfi að bera undir endurupptökunefnd til að þeim verði hnekkt. Líkt og fram hefur komið hefur Mannréttindadómstóll Evrópu tekið kæru Landsréttarmálsins til meðferðar og krafist skýringa frá íslenska ríkinu. Málið er fordæmalaust hjá dómstólnum og virðist í forfangi það sem einungis er um mánuður síðan kæran barst. Í málinu sem var kært var er réttmæti skipunar dómara Landsréttar dregin í efa, en þar komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að dómari taldist ekki vanhæfur, þrátt fyrir að dómurinn hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að skipan dómaranna væri ekki í samræmi við lög. Önnur spurning Mannréttindadómstólsins til íslenskra stjórnvalda snýr einmitt að þessu atriði en í hinni er spurt hvernig atkvæðagreiðslan á Alþingi samrýmist lögum. Kristín Benediktsdóttir, lektor í lögfræði við Háskóla Íslands. Fari svo að Mannréttindadómstóllinn telji skipan dómara við réttinn ólögmæta segir Kristín Benediktsdóttir, lektor í lögfræði, að niðurstaðan hafi engin sjálfkrafa áhrif. „Vegna þess að hann er ekki „automatískt“ bindandi fyrir okkur. Hann er bindandi að þjóðarrétti en hann hann hefur ekki þær afleiðingar að kerfi hrynji sjálfkrafa hérna á Íslandi.“ Niðurstaða Mannréttindadómstólsins kynni ekki að hafa áhrif á dómana sem þegar hafa fallið í Landsrétti. „Þeir eru bindandi eins og allir aðrir dómar,“ segir Kristín og segir að menn þurfi að fara fram á endurupptöku ef menn eru ósáttir við niðurstöðu dómstóla hér á Íslandi. Um skilyrði til endurupptöku mála er fjallað í lögum um meðferð einka- og sakamála og meta þarf hvert mál fyrir sig telji fólk ástæðu til að véfengja gildi dómanna. Þá myndi dómurinn ekki hafa bein áhrif á skipan dómara við Landsrétt. Kristín bendir á að dómarar á Íslandi séu æviráðnir og ekki vikið nema með lögum.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Mannréttindadómstóllinn tekur kæru vegna Landsréttarmálsins til meðferðar Ástæða þessa er sögð alvarleg réttaróvissa sem skapist hér á landi vegna málsins. 28. júní 2018 21:30 Fagnar því að MDE vilji afgreiða Landsréttarmálið skjótt Sigríður Á Andersen dómsmálaráðherra segir íslensk stjórnvöld vinna að því að svara fyrirspurnum mannréttindadómstóls Evrópu. 29. júní 2018 14:00 Dómur Arnfríðar í Landsrétti stendur Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag dóm Landsréttar í máli manns sem var dæmdur í 17 mánaða fangelsi fyrir margvísleg brot 24. maí 2018 15:14 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Mannréttindadómstóllinn tekur kæru vegna Landsréttarmálsins til meðferðar Ástæða þessa er sögð alvarleg réttaróvissa sem skapist hér á landi vegna málsins. 28. júní 2018 21:30
Fagnar því að MDE vilji afgreiða Landsréttarmálið skjótt Sigríður Á Andersen dómsmálaráðherra segir íslensk stjórnvöld vinna að því að svara fyrirspurnum mannréttindadómstóls Evrópu. 29. júní 2018 14:00
Dómur Arnfríðar í Landsrétti stendur Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag dóm Landsréttar í máli manns sem var dæmdur í 17 mánaða fangelsi fyrir margvísleg brot 24. maí 2018 15:14