Drífa segir gott að lýðræðisbyltingin náði inn í ASÍ Heimir Már Pétursson skrifar 21. júní 2018 18:45 Drífa Snædal er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins. Fréttablaðið/Auðunn Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins sem hefur verið orðuð sem mögulegur næsti forseti Alþýðusambandsins segir tíma komin til breytinga. Það sé gott að lýðræðisbyltingin hafi náð inn í hreyfinguna sem verði að ná vopnum sínum gagnvart atvinnurekendum og ríkisvaldinu. Óróleiki sé til marks um líf innan hreyfingarinnar. Eftir að Gylfi Arnbjörnsson tilkynnti í gær að hann sæktist ekki eftir endurkjöri í embætti forseta Alþýðusambandsins hefur eðlilega verið horft til þeirra sem helst hafa gagnrýnt hann. Formenn VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Framsýnar á Húsavík hafa hins vegar öll gefið út að þau sækist ekki eftir embættinu. Sverrir Albertsson lýsti því aftur á móti yfir í fréttum okkar í gær að hann gæfi kost á sér. „Ég myndi kannski horfa á mig sem bráðabirgðaforseta á meðan við leitum að nýjum leiðtoga til framtíðar,” sagði Sverrir í gær. Hreyfingin þyrfti á því að halda að sameina kraftana eftir ólguna innan hennar að undanförnu. Undir það tekur Drífa Snædal sem margir hafa nefnt sem mögulegan næsta forseta ASÍ. „Ég er búin að lofa að hugsa málið. Ég tel að það liggi ekkert á. Það er þing í haust og ég mun taka ákvörðun í haust,” segir Drífa. Fáir efast aftur á móti um að Drífa valdi ekki starfinu og ef hún næði kjöri á 300 manna þingi ASÍ yrði hún fyrsta konan í aldarsögu hreyfingarinnar til að gera það, þótt hún segi að það yrði ekki grundvöllur fyrir hana til að bjóða sig fram. Hún segir hins vegar eðlilegt að breytingar eigi sér stað innan hreyfingarinnar.Gylfi Arnbjörnsson lætur af starfi forseta ASÍ í haust.„Það var kannski kominn tími til að það yrðu breytingar í hreyfingunni. Að þessi lýðræðisbylgja sem hefur verið í öllu samfélaginu næði inn fyrir verkalýðshreyfinguna. Ég er fegin að hún gerði það því ef hún hefði ekki náð inn hefði verkalýðshreyfingin ekki verið sérlega lifandi afl,” segir Drífa. Það verði alltaf óróleiki að einhverju marki í verkalýðshreyfingunni enda sé það lífsmark að svo sé. Alþýðusambandið verði engu að síður að ná vopnum sínum og verkalýðshreyfingin að vera samtaka í kröfum sínum gagnvart Samtökum atvinnulífsins og stjórnvöldum. Annars væri hreyfingin ekki að sinna hagsmunum vinnandi fólks í landinu. „Það er hið stóra verkefni sem liggur fyrir í haust. En það verkefni verður ekki útkljáð fyrr en á þingi Alþýðusambandsins í október. Þannig að við verðum að þola einhver yfirgangstíma núna og óróleika,” segir Drífa. Það kunni ekki góðri lukku að stýra að deilurnar að undanförnu hafi snúist allt of mikið um persónur og leikendur en ekki málefni. „Hver er forseti ASÍ hverju sinni er ekki aðalmálið. Aðalmálið er hvaða ákvarðanir eru lýðræðislega teknar í hreyfingunni,” segir Drífa Snædal. Kjaramál Tengdar fréttir Segir skynsamlegt af Gylfa að víkja fyrir nýrri forystu hjá ASÍ Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, tilkynnti á miðstjórnarfundi sambandsins í gær að hann hygðist ekki bjóða sig fram til endurkjörs á 43. þingi ASÍ í október. 21. júní 2018 06:00 Sverrir Mar vill taka við af Gylfa Sverrir Mar Albertsson, framkvæmdastjóri Afls starfsmannafélags, hyggst bjóða sig fram til forseta ASÍ á ársþingi sambandsins sem haldið verður í október. 20. júní 2018 18:03 Gylfi gefur ekki kost á sér til endurkjörs 20. júní 2018 15:31 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins sem hefur verið orðuð sem mögulegur næsti forseti Alþýðusambandsins segir tíma komin til breytinga. Það sé gott að lýðræðisbyltingin hafi náð inn í hreyfinguna sem verði að ná vopnum sínum gagnvart atvinnurekendum og ríkisvaldinu. Óróleiki sé til marks um líf innan hreyfingarinnar. Eftir að Gylfi Arnbjörnsson tilkynnti í gær að hann sæktist ekki eftir endurkjöri í embætti forseta Alþýðusambandsins hefur eðlilega verið horft til þeirra sem helst hafa gagnrýnt hann. Formenn VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Framsýnar á Húsavík hafa hins vegar öll gefið út að þau sækist ekki eftir embættinu. Sverrir Albertsson lýsti því aftur á móti yfir í fréttum okkar í gær að hann gæfi kost á sér. „Ég myndi kannski horfa á mig sem bráðabirgðaforseta á meðan við leitum að nýjum leiðtoga til framtíðar,” sagði Sverrir í gær. Hreyfingin þyrfti á því að halda að sameina kraftana eftir ólguna innan hennar að undanförnu. Undir það tekur Drífa Snædal sem margir hafa nefnt sem mögulegan næsta forseta ASÍ. „Ég er búin að lofa að hugsa málið. Ég tel að það liggi ekkert á. Það er þing í haust og ég mun taka ákvörðun í haust,” segir Drífa. Fáir efast aftur á móti um að Drífa valdi ekki starfinu og ef hún næði kjöri á 300 manna þingi ASÍ yrði hún fyrsta konan í aldarsögu hreyfingarinnar til að gera það, þótt hún segi að það yrði ekki grundvöllur fyrir hana til að bjóða sig fram. Hún segir hins vegar eðlilegt að breytingar eigi sér stað innan hreyfingarinnar.Gylfi Arnbjörnsson lætur af starfi forseta ASÍ í haust.„Það var kannski kominn tími til að það yrðu breytingar í hreyfingunni. Að þessi lýðræðisbylgja sem hefur verið í öllu samfélaginu næði inn fyrir verkalýðshreyfinguna. Ég er fegin að hún gerði það því ef hún hefði ekki náð inn hefði verkalýðshreyfingin ekki verið sérlega lifandi afl,” segir Drífa. Það verði alltaf óróleiki að einhverju marki í verkalýðshreyfingunni enda sé það lífsmark að svo sé. Alþýðusambandið verði engu að síður að ná vopnum sínum og verkalýðshreyfingin að vera samtaka í kröfum sínum gagnvart Samtökum atvinnulífsins og stjórnvöldum. Annars væri hreyfingin ekki að sinna hagsmunum vinnandi fólks í landinu. „Það er hið stóra verkefni sem liggur fyrir í haust. En það verkefni verður ekki útkljáð fyrr en á þingi Alþýðusambandsins í október. Þannig að við verðum að þola einhver yfirgangstíma núna og óróleika,” segir Drífa. Það kunni ekki góðri lukku að stýra að deilurnar að undanförnu hafi snúist allt of mikið um persónur og leikendur en ekki málefni. „Hver er forseti ASÍ hverju sinni er ekki aðalmálið. Aðalmálið er hvaða ákvarðanir eru lýðræðislega teknar í hreyfingunni,” segir Drífa Snædal.
Kjaramál Tengdar fréttir Segir skynsamlegt af Gylfa að víkja fyrir nýrri forystu hjá ASÍ Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, tilkynnti á miðstjórnarfundi sambandsins í gær að hann hygðist ekki bjóða sig fram til endurkjörs á 43. þingi ASÍ í október. 21. júní 2018 06:00 Sverrir Mar vill taka við af Gylfa Sverrir Mar Albertsson, framkvæmdastjóri Afls starfsmannafélags, hyggst bjóða sig fram til forseta ASÍ á ársþingi sambandsins sem haldið verður í október. 20. júní 2018 18:03 Gylfi gefur ekki kost á sér til endurkjörs 20. júní 2018 15:31 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
Segir skynsamlegt af Gylfa að víkja fyrir nýrri forystu hjá ASÍ Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, tilkynnti á miðstjórnarfundi sambandsins í gær að hann hygðist ekki bjóða sig fram til endurkjörs á 43. þingi ASÍ í október. 21. júní 2018 06:00
Sverrir Mar vill taka við af Gylfa Sverrir Mar Albertsson, framkvæmdastjóri Afls starfsmannafélags, hyggst bjóða sig fram til forseta ASÍ á ársþingi sambandsins sem haldið verður í október. 20. júní 2018 18:03