Tónlist

Frumsýning: Tóta og Andrea flytja Glory Box eftir Portishead

Tinni Sveinsson skrifar
Andrea Gylfadóttir og Þórunn Pálína Jónsdóttir.
Andrea Gylfadóttir og Þórunn Pálína Jónsdóttir.

Tóta og Andrea, Þórunn Pálína Jónsdóttir og Andrea Gylfadóttir, hafa sent frá sér myndband með ábreiðu lagsins Glory Box eftir Portishead, frá tíunda áratuginum. Ásgrímur Sverrisson er leikstjóri myndbandsins.

Tóta og Andrea héldu tónleika fyrir nokkru og vildu gera meira saman. Þær fóru því í stúdíó og tóku upp Glory Box. Kjartan Valdemarsson spilar á píanó og Þórður Högnason á bassa. Stefán Örn Gunnlaugsson tók upp.

„Þetta er eitt besta lag tíunda áratugsins og í miklu uppáhaldi hjá okkur,“ segir Tóta og Andrea bætir við: „Það hefur sterka skírskotun og einstakt andrúmsloft sem er mjög spennandi að glíma við.“

Myndbandið má sjá hér fyrir neðan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.