Íslendingur valinn dansari ársins í Danmörku Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar 10. júní 2018 19:15 Jón Axel í verkinu Farlige forbindelser Vísir/Jón Axel Jón Axel Fransson hlaut í gær verðlaun sem dansari ársins í Danmörku. Jón Axel dansar hjá Det Kongelige Teater í Danmörku og hefur gert frá árinu 2010 en hann er útskrifaður frá Konunglega danska ballettskólanum.,,Það er risastór heiður að fá þessi verðlaun," segir Jón spurður út í verðlaunin. Jón segir að hann hafi fljótt heillast af dansinum. ,,Systir mín var að fara í inntökupróf og mamma mín gat ekki skilið mig eftir heima því hún var ein með tvö börn. Svo hún spurði hvort að ég vildi ekki koma með og ég sagði: nei ballett er fyrir stelpur. En hún gat ekki skilið mig eftir og setti mig í inntökupróf í Arsenal og Liverpool fötum. Mér fannst bara svo gaman af þessu og á meðan að systir mín missti áhugann og komst ekki inn, en ég komst inn og hef verið þar síðan," segir Jón Axel.Jón Axel í verkinu Farlige forbindelserVísir/ Jón AxelTileinkaði afa sínum verðlaunin Jón Axel tileinkaði verðlaunin afa sínum sem vildi alltaf dansa. „Afa langaði alltaf til þess að verða atvinnudansari. En pabbi hans sagði honum að það væri ekki hægt að sjá fyrir fjölskyldunni með því. Ég er ánægður að geta lifað þennan draum sem hann hafði og að það sé atvinna núna að geta verið dansari," segir Jón Axel. Spurður út í komandi verkefni segir Jón að þau hafi verið að klára núna tímabil og undirbúningur fyrir það næsta taki við. „Núna vorum við að klára tímabil. Ég er að fara að dansa í sumarballett hérna í Danmörku og svo til Boston og dansa í viku þar og svo er ég kominn í sumarfrí,“ segir Jón Axel.Frændi Jóns Axels tók við verðlaununum fyrir hans hönd en Jón Axel komst ekki vegna þess að hann var að dansa. Mest lesið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Menning Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Sjá meira
Jón Axel Fransson hlaut í gær verðlaun sem dansari ársins í Danmörku. Jón Axel dansar hjá Det Kongelige Teater í Danmörku og hefur gert frá árinu 2010 en hann er útskrifaður frá Konunglega danska ballettskólanum.,,Það er risastór heiður að fá þessi verðlaun," segir Jón spurður út í verðlaunin. Jón segir að hann hafi fljótt heillast af dansinum. ,,Systir mín var að fara í inntökupróf og mamma mín gat ekki skilið mig eftir heima því hún var ein með tvö börn. Svo hún spurði hvort að ég vildi ekki koma með og ég sagði: nei ballett er fyrir stelpur. En hún gat ekki skilið mig eftir og setti mig í inntökupróf í Arsenal og Liverpool fötum. Mér fannst bara svo gaman af þessu og á meðan að systir mín missti áhugann og komst ekki inn, en ég komst inn og hef verið þar síðan," segir Jón Axel.Jón Axel í verkinu Farlige forbindelserVísir/ Jón AxelTileinkaði afa sínum verðlaunin Jón Axel tileinkaði verðlaunin afa sínum sem vildi alltaf dansa. „Afa langaði alltaf til þess að verða atvinnudansari. En pabbi hans sagði honum að það væri ekki hægt að sjá fyrir fjölskyldunni með því. Ég er ánægður að geta lifað þennan draum sem hann hafði og að það sé atvinna núna að geta verið dansari," segir Jón Axel. Spurður út í komandi verkefni segir Jón að þau hafi verið að klára núna tímabil og undirbúningur fyrir það næsta taki við. „Núna vorum við að klára tímabil. Ég er að fara að dansa í sumarballett hérna í Danmörku og svo til Boston og dansa í viku þar og svo er ég kominn í sumarfrí,“ segir Jón Axel.Frændi Jóns Axels tók við verðlaununum fyrir hans hönd en Jón Axel komst ekki vegna þess að hann var að dansa.
Mest lesið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Menning Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Sjá meira