Tónlist

Björk kom fram í sjónvarpi í fyrsta skipti í nokkur ár

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Björk í stúdíói BBC í gærkvöldi.
Björk í stúdíói BBC í gærkvöldi.
Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir kom fram í sjónvarpsþættinum Later... with Jools Holland á BBC Two í gærkvöldi.Var þetta í fyrsta skipti sem hún kom fram í sjónvarpi síðan árið 2011 er hún fylgdi eftir plötunni Biophiliu.Í gærkvöldi tók Björk lagið Courtship af nýjustu plötu sinni, Utopiu, sem og lagið Anchor Song af fyrstu plötu sinni, Debut.

Með Björk á sviðinu í stúdíói BBC voru íslensku flautuleikararnir sem skapa septetinn viibra, Manu Delago sá um ásláttarhljóðfærin og Bergur Þórisson um raftónlistina.

Björk byrjar tónleikaferðalag til að fylgja eftir Utopiu með tónleikum í Victoria Park í London þann 27. maí næstkomandi.Í apríl síðastliðnum hélt hún nokkurs konar generalprufur fyrir tónleikaferðalagið með tveimur tónleikum í Háskólabíói.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir

Vinur, sem er ekki hægt að skilja við

Ímynd flautuleikarans þykir mörgum rómantísk. Þær eru fljótar að afsanna mýtuna, konurnar sjö í flautu­sept­ett­in­um viibra, sem munu spila með Björk Guðmundsdóttur á Utopia-tónleikaferðalagi um Evrópu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.