Tónlist

Björk kom fram í sjónvarpi í fyrsta skipti í nokkur ár

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Björk í stúdíói BBC í gærkvöldi.
Björk í stúdíói BBC í gærkvöldi.
Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir kom fram í sjónvarpsþættinum Later... with Jools Holland á BBC Two í gærkvöldi.

Var þetta í fyrsta skipti sem hún kom fram í sjónvarpi síðan árið 2011 er hún fylgdi eftir plötunni Biophiliu.

Í gærkvöldi tók Björk lagið Courtship af nýjustu plötu sinni, Utopiu, sem og lagið Anchor Song af fyrstu plötu sinni, Debut.

Með Björk á sviðinu í stúdíói BBC voru íslensku flautuleikararnir sem skapa septetinn viibra, Manu Delago sá um ásláttarhljóðfærin og Bergur Þórisson um raftónlistina.

Björk byrjar tónleikaferðalag til að fylgja eftir Utopiu með tónleikum í Victoria Park í London þann 27. maí næstkomandi.

Í apríl síðastliðnum hélt hún nokkurs konar generalprufur fyrir tónleikaferðalagið með tveimur tónleikum í Háskólabíói.


Tengdar fréttir

Vinur, sem er ekki hægt að skilja við

Ímynd flautuleikarans þykir mörgum rómantísk. Þær eru fljótar að afsanna mýtuna, konurnar sjö í flautu­sept­ett­in­um viibra, sem munu spila með Björk Guðmundsdóttur á Utopia-tónleikaferðalagi um Evrópu.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.