Tónlist

Will Smith gefur út HM lagið á föstudaginn

Stefán Árni Pálsson skrifar
NICKY JAM og Will Smith.
NICKY JAM og Will Smith.

Bandaríski tónlistarmaðurinn og leikarinn Will Smith mun á næstunni gefa út nýja HM lagið fyrir heimsmeistaramótið í Rússlandi sem hefst í næsta mánuði.

Íslendingar verða þar í eldlínunni og mætir liðið Argentínu, Króatíu og Nígeríu í riðlakeppninni.

Samkvæmt frétt BBC kemur lagið út á föstudaginn en Smith greinir sjálfur frá þessu á Instagram-síðu sinni og birtir mynd af sér með listamanninum NICKY JAM.

Smith merkir myndina með kassamerkinu #worldcup og merkir einnig þau Diplo og Era Istrefi á myndina.

Fróðlegt verður að fylgjast með því þegar lagið verður gefið út.

 
@nickyjampr @Diplo @strefie @WillSmith - One Life to Live. Live it Up. #WorldCup
A post shared by Will Smith (@willsmith) onAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.