Föstudagsplaylisti Daða Freys Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 1. júní 2018 10:00 Daði Freyr Pétursson kemur heim 4. júní Vísir/aðsend Daði Freyr Pétursson vakti mikla athygli fyrir framlag sitt í undankeppni Eurovision 2017, en hafði áður gert ógrynni af tónlist með hljómsveitunum Retrobot og LESULA ásamt sólóefni undir eigin nafni og listamannsnafninu Mixophrygian. Daði setti saman föstudagsplaylista fyrir Vísi og segir listann blöndu af því sem hann hefur verið að hlusta á og „eldra uppáhalds.“ Það hafa ekki gefist mörg tækifæri til að grúska eftir nýrri tónlist en Daði er staddur í Víetnam ásamt Árnýju Fjólu, kærustu sinni. „Maður hefur mest verið að hlusta bara á sveitina,“ segir Daði, en þau skötuhjú vinna nú vefþætti um dvöl sína í Suðaustur-Asíu og hafa gert undanfarna mánuði. Það fer að styttast í annan endann en þau lenda á Íslandi 4. júní og Daði Freyr spilar á Húrra þann 15. júní. Sumarið hans „fer í tónleika og tónlistar- og mússíkvídjósköpun“ og stefnir hann á að gefa út stóra plötu einhvern tímann í byrjun næsta árs. Þegar þetta er ritað eiga þau þó eftir að gera 3-4 þætti fyrir heimkomu: „Núna erum við í Hanoi í Víetnam, fljúgum héðan til Hong Kong í næstu viku og þaðan heim.“ Föstudagsplaylistinn Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf María Sigrún leikur í einni dýrustu mynd allra tíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Daði Freyr Pétursson vakti mikla athygli fyrir framlag sitt í undankeppni Eurovision 2017, en hafði áður gert ógrynni af tónlist með hljómsveitunum Retrobot og LESULA ásamt sólóefni undir eigin nafni og listamannsnafninu Mixophrygian. Daði setti saman föstudagsplaylista fyrir Vísi og segir listann blöndu af því sem hann hefur verið að hlusta á og „eldra uppáhalds.“ Það hafa ekki gefist mörg tækifæri til að grúska eftir nýrri tónlist en Daði er staddur í Víetnam ásamt Árnýju Fjólu, kærustu sinni. „Maður hefur mest verið að hlusta bara á sveitina,“ segir Daði, en þau skötuhjú vinna nú vefþætti um dvöl sína í Suðaustur-Asíu og hafa gert undanfarna mánuði. Það fer að styttast í annan endann en þau lenda á Íslandi 4. júní og Daði Freyr spilar á Húrra þann 15. júní. Sumarið hans „fer í tónleika og tónlistar- og mússíkvídjósköpun“ og stefnir hann á að gefa út stóra plötu einhvern tímann í byrjun næsta árs. Þegar þetta er ritað eiga þau þó eftir að gera 3-4 þætti fyrir heimkomu: „Núna erum við í Hanoi í Víetnam, fljúgum héðan til Hong Kong í næstu viku og þaðan heim.“
Föstudagsplaylistinn Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf María Sigrún leikur í einni dýrustu mynd allra tíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira