Stefán Hilmarsson bæjarlistamaður Kópavogs Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. maí 2018 17:00 Stefán Hilmarsson er einn af þekktustu tónlistarmönnum þjóðarinnar enda hefur hann starfað við tónlist meira og minna frá tvítugsaldri. Hér sést hann á tónleikum árið 1993 með hljómsveitinni Pláhnetan. vísir/hmr Stefán Hilmarsson, tónlistarmaður, var útnefndur bæjarlistamaður Kópavogs 2018 við athöfn í Gerðasafni í dag. Stefán er landsmönnum að góðu kunnur enda hefur hann starfað við tónlist meira og minna frá tvítugsaldri og verið í þrjátíu ár í einni vinsælustu hljómsveit landsins, Sálinni hans Jóns míns. Í samtali við Vísi segist Stefán ekki vera innfæddur Kópavogsbúi en hann hefur búið í Kópavogi í ríflega 20 ár. Og kannt vel við þig? „Já, virkilega vel. Þetta kom nú ekki til af góðu að við fluttum hingað. Við hjónin vorum Reykvíkingar og fundum ekkert í Reykjavík en það var nóg framboð hér á þeim tíma, en þessi staða er að mörgu leyti svipuð í dag. Uppbyggingin hefur náttúrulega verið mjög mikil og það hefur verið gaman að fylgjast með Kópavogi stækka og styrkjast síðan við fluttum hingað,“ segir Stefán. Aðspurður hvort það komi honum á óvart að vera útnefndur bæjarlistamaður segir hann svo vera. „Já, svona kemur manni alltaf á óvart. Maður gerir nú aldrei ráð fyrir neinu svona en þetta kemur skemmtilega á óvart og maður verður að reyna að standa undir nafnbótinni. Vonandi gengur það.“ Á meðal þess sem Stefán hyggst gera í tengslum við það að vera bæjarlistamaður Kópavogs er að sinna eldri borgurum í bænum og eiga svo samstarf við æskuna. „Mig langar að sinna eldri borgurum og gera þeim glaðan dag með ókeypis tónleikum í Salnum. Svo er hugmyndin að eiga samstarf við þá yngri og eiga þá skapandi samstarf með nemendum úr Tónlistarskóla Kópavogs, jafnvel fá þá til að spila með mér á tónleikum. Ein hugmyndin er líka að standa fyrir einhvers konar sönglagakeppni og græja út eitt lag úr ranni nemenda sem ég myndi þá flytja á þessum tónleikum,“ segir Stefán. Sálin hans Jóns míns fagnar síðan 30 ára afmæli í ár. Stefán segir að í sumar verði tónleikar í tilefni afmælisins á Græna hattinum á Akureyri og síðan verða viðhafnartónleikar þann 20. október næstkomandi í Hörpu. Mest lesið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Innsýn í framtíðarheim tískunnar á Íslandi Tíska og hönnun Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Reyndi við þrjár milljónir Lífið Fleiri fréttir Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Stefán Hilmarsson, tónlistarmaður, var útnefndur bæjarlistamaður Kópavogs 2018 við athöfn í Gerðasafni í dag. Stefán er landsmönnum að góðu kunnur enda hefur hann starfað við tónlist meira og minna frá tvítugsaldri og verið í þrjátíu ár í einni vinsælustu hljómsveit landsins, Sálinni hans Jóns míns. Í samtali við Vísi segist Stefán ekki vera innfæddur Kópavogsbúi en hann hefur búið í Kópavogi í ríflega 20 ár. Og kannt vel við þig? „Já, virkilega vel. Þetta kom nú ekki til af góðu að við fluttum hingað. Við hjónin vorum Reykvíkingar og fundum ekkert í Reykjavík en það var nóg framboð hér á þeim tíma, en þessi staða er að mörgu leyti svipuð í dag. Uppbyggingin hefur náttúrulega verið mjög mikil og það hefur verið gaman að fylgjast með Kópavogi stækka og styrkjast síðan við fluttum hingað,“ segir Stefán. Aðspurður hvort það komi honum á óvart að vera útnefndur bæjarlistamaður segir hann svo vera. „Já, svona kemur manni alltaf á óvart. Maður gerir nú aldrei ráð fyrir neinu svona en þetta kemur skemmtilega á óvart og maður verður að reyna að standa undir nafnbótinni. Vonandi gengur það.“ Á meðal þess sem Stefán hyggst gera í tengslum við það að vera bæjarlistamaður Kópavogs er að sinna eldri borgurum í bænum og eiga svo samstarf við æskuna. „Mig langar að sinna eldri borgurum og gera þeim glaðan dag með ókeypis tónleikum í Salnum. Svo er hugmyndin að eiga samstarf við þá yngri og eiga þá skapandi samstarf með nemendum úr Tónlistarskóla Kópavogs, jafnvel fá þá til að spila með mér á tónleikum. Ein hugmyndin er líka að standa fyrir einhvers konar sönglagakeppni og græja út eitt lag úr ranni nemenda sem ég myndi þá flytja á þessum tónleikum,“ segir Stefán. Sálin hans Jóns míns fagnar síðan 30 ára afmæli í ár. Stefán segir að í sumar verði tónleikar í tilefni afmælisins á Græna hattinum á Akureyri og síðan verða viðhafnartónleikar þann 20. október næstkomandi í Hörpu.
Mest lesið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Innsýn í framtíðarheim tískunnar á Íslandi Tíska og hönnun Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Reyndi við þrjár milljónir Lífið Fleiri fréttir Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira