Menning

Einar Már hlýtur Prix Littérature-monde bókmenntaverðlaunin

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Einar Már Guðmundsson fór til Frakklands í dag til að taka við verðlaununum.v
Einar Már Guðmundsson fór til Frakklands í dag til að taka við verðlaununum.v Vísir/GVA

Einar Már Guðmundsson rithöfundur hlýtur Prix Littérature-monde bókmenntaverðlaunin í Frakklandi í ár. Verðlaunin eru veitt af L'Agence française de Développement og hátíðinni Étonnants Voyageurs. Einar Már hlýtur þessi verðlaun fyrir bók sína Íslenskir kóngar, sem kom út á frönsku fyrr í ár. 

Skýrt var frá verðlaunaveitingunni opinberlega í gær og flaug Einar Már til Frakklands í dag til þess að taka við verðlaununum. Samkvæmt upplýsingum frá Forlaginu verðlaunar Prix Littérature-monde tvær skáldsögur sem gefnar hafa verið út í Frakklandi á síðustu tólf mánuðum. Önnur bókin er eftir frönskumælandi höfund en hin er þýðing.

Bækurnar sem hljóta verðlaunn í ár.

Verðlaunin verða veitt á Café Littéraire Festival Saint-Malo Surprise Travelers á sunnudaginn 20. maí.  Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.