Hollywood-leikstjóri segir heimalandið „rasískara en andskotinn“ Kjartan Kjartansson skrifar 10. apríl 2018 11:32 Waititi rifjaði meðal annars upp að búðareigandi sem hann vann fyrir sem barn hafi spurt hann hvort að hann sniffaði lím, eingöngu vegna þess að hann var af maóraættum. Vísir/AFP Nýsjálenski kvikmyndaleikstjórinn Taika Waititi hefur valdið nokkru uppnámi í heimalandi sínu með ummælum í tímaritsviðtali á dögunum. Waititi, sem er af maóraættum, sagði að þrátt fyrir að Nýja-Sjáland væri besti staðurinn á jörðinni þá væri landið einnig rasískt. Waititi hefur getið sér gott orð fyrir myndir eins og vampírugamanmyndina „What We Do in the Shadows“ og síðar „Hunt for the Wilderpeople“. Í fyrra fékk hann svo fyrsta tækifærið til að stýra stórri Hollywood-mynd þegar hann gerði framhaldsmyndina „Ragnarök“ um þrumuguðinn Þór. „Það er rasískara en andskotinn. Ég meina, mér finnst Nýja-Sjáland vera besti staður á plánetunni en það er rasískur staður,“ segir Waititi í viðtali við tímaritið Dazed and Confused. Þrátt fyrir velgengnina segir Waititi að honum sé mætt heima fyrir með yfirlæti vegna upprunans. „Oh, þú hefur staðið þig svo vel, er það ekki? Miðað við hvernig þú ólst upp. Miðað við einn af þínu fólki,“ lýsir Waititi viðbrögðum fólks í Auckland við honum. Almennt segir leikstjórinn að rasismi í garð maóra og fólks af pólýnesískum uppruna sé enn grasserandi á Nýja-Sjálandi. „Fólk neitar hreinlega að bera maóranöfn rétt fram. Fólk af pólýnesískum uppruna er enn tekið sérstaklega fyrir,“ segir Waititi. Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Nýsjálenski kvikmyndaleikstjórinn Taika Waititi hefur valdið nokkru uppnámi í heimalandi sínu með ummælum í tímaritsviðtali á dögunum. Waititi, sem er af maóraættum, sagði að þrátt fyrir að Nýja-Sjáland væri besti staðurinn á jörðinni þá væri landið einnig rasískt. Waititi hefur getið sér gott orð fyrir myndir eins og vampírugamanmyndina „What We Do in the Shadows“ og síðar „Hunt for the Wilderpeople“. Í fyrra fékk hann svo fyrsta tækifærið til að stýra stórri Hollywood-mynd þegar hann gerði framhaldsmyndina „Ragnarök“ um þrumuguðinn Þór. „Það er rasískara en andskotinn. Ég meina, mér finnst Nýja-Sjáland vera besti staður á plánetunni en það er rasískur staður,“ segir Waititi í viðtali við tímaritið Dazed and Confused. Þrátt fyrir velgengnina segir Waititi að honum sé mætt heima fyrir með yfirlæti vegna upprunans. „Oh, þú hefur staðið þig svo vel, er það ekki? Miðað við hvernig þú ólst upp. Miðað við einn af þínu fólki,“ lýsir Waititi viðbrögðum fólks í Auckland við honum. Almennt segir leikstjórinn að rasismi í garð maóra og fólks af pólýnesískum uppruna sé enn grasserandi á Nýja-Sjálandi. „Fólk neitar hreinlega að bera maóranöfn rétt fram. Fólk af pólýnesískum uppruna er enn tekið sérstaklega fyrir,“ segir Waititi.
Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira