Fótbolti

Allegri: Fengum ekki tækifæri á að fara í framlengingu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Allegri spjallar við Buffon eftir að hann fékk rauða spjaldið.
Allegri spjallar við Buffon eftir að hann fékk rauða spjaldið. vísir/afp
Massimiliano Allegri, stjóri Juventus, segir að Juventus hafi ekki fengið tækifæri til þess að fara í framlengingu í síðari leik liðsins gegn Real Madrid í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Mikið gekk á í leiknum og Real fékk víti í uppbótartíma.

„Þetta er blendin tilfinning því við fengum ekki möguleika á að fara í framlengingu. Ég held að bæði lið hefðu átt það skilið,” sagði ósáttur Allegrini í leikslok.

„Litlir hlutir breyttu báðum leikjunum, því miður. Ég hafði tvær skiptingar sem ég var búinn að plana í framlengingunni og ég hafði góða tilfinningu að við gætum þetta.”

Allt það helsta úr leiknum má sjá hér en dramatíkin var rosaleg. Toni Kroos, miðjumaður Real Madrid, segir að Real hafi einfaldlega bara gleymt að skora.

„Þetta var ótrúlegt. Bæði lið spiluðu vel en við gleymdum að skora. Við áttum meira skilið en að vera 2-0 undir í fyrri hálfleiknum því við fengum nóg af tækifærum,” en fannst Kroos þetta vera víti?

„Ég held það. Hann kemur bakvið hann, snertir hann með höndinni og með öðrum fætinum. Ég sá þetta ekki frá mínu sjónarhorni í leiknum en þegar ég sá þetta í sjónvarpinu myndi ég segja já.”




Fleiri fréttir

Sjá meira


×