Enski boltinn

Gomez frá næstu vikurnar

Joe Gomez í baráttunni.
Joe Gomez í baráttunni. vísir/getty
Joe Gomez, leikmaður Liverpool, verður fjarri góðu gamni næstu vikurnar en Jurgen Klopp staðfesti það á fréttamannafundi sínum í gær.

 

Joe Gomez hefur átt nokkuð fast sæti í byrjunarliði Liverpool á tímabilinu en hann meiddist með Englandi gegn Hollandi í síðustu viku.

 

,,Þetta er nógu alvarlegt til þess að segja að hann verður ekki með allaveganna næstu tvo til þrjá leikina.”

 

,,Ég er samt viss um að við munum sjá Joe aftur á vellinum á þessu tímabili. Honum líður mikið betur heldur en í síðustu viku en við verðum auðvitað að fara varlega.”

 

Joe Gomez verður því ekki með Liverpool gegn Crystal Palace á morgun og má gera ráð fyrir því að hann verði heldur ekki með liðinu gegn Manchester City í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í næstu viku og heldur ekki í nágrannaslagnum gegn Everton næstu helgi.

 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×