Erfitt að sannreyna hvort meðhöndlun gegn fuglamítlinum beri árangur Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. mars 2018 20:00 Sníkjudýrið sem fannst í skrautfugli í gæludýraverslun í Holtagörðum var norrænn fuglamítill sem aldrei áður hefur greinst hér á landi. Málið ber að líta alvarlegum augum að sögn yfirdýralæknis sem segir afar erfitt að sannreyna hvort meðhöndlun beri árangur. Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að Matvælastofnun hafi gefið eigendum gæludýraverslunarinnar Dýraríkinu frest til 4. apríl til að senda 358 unga skrautfugla úr landi eða láta aflífa þá, vegna sníkjudýrs sem fannst á einum fuglinum. Um er að ræða norrænan fuglamítil af tegundinni ornithonyssus sylviarium. Eigandi verslunarinnar kvaðst í samtali við fréttastofu undrandi yfir ákvörðun MAST og taldi meðalhófs til að mynda ekki vera gætt með því að fara fram á aflífun fuglanna. „Þetta er mítill sem að sýgur blóð og hann hefur áhrif á dýrin, bæði heilbrigði þeirra og velferð og getur valdið verulegu fjárhagslegu tjóni ef hann fer í alifugla. Þetta er einn mesti, alvarlegasti, sjúkdómsvaldur, alvarlegasti sjúkdómsvaldur í alifuglabúðum í norður Ameríku,“ segir Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir. Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir.Í tilkynningu frá Matvælastofnun segir að um 12 þúsund mítlar og yfir 12 þúsund egg hafi greinst á fuglinum. Taldar eru verulegar líkur á að smit hafi þegar breiðst út á meðal fuglanna sem nú eru í sóttkví en mítillinn getur lifað í margar vikur í umhverfi fuglanna og mjög erfitt er að útrýma honum. „Það er mjög erfitt að finna þennan mítil. Það var ein af ástæðunum fyrir því að við treystum okkur ekki til að hleypa þessu í gegnum sóttkví,“ segir Sigurborg. „Við skulum gefa okkur það að þó það væri hægt að meðhöndla þá er mjög erfitt að finna og sannreyna að meðhöndlun hafi tekist.“ Eigendur Dýraríkisins ætla að kæra ákvörðunina til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og er lögfræðingur verslunarinnar þegar kominn í málið. „Það verður bara að skoða það, núna er málið hjá eiganda fuglanna og innflytjenda og hann verður að fá tíma til að bregðast við og við verðum svo bara að taka á því þegar þar að kemur,“ segir Sigurborg, spurð hvort til greina komi að veita lengri frest en til 4. apríl þar sem eigendur hyggjast leggja fram kæru. „Þetta er alvarlegt mál og við þurfum að taka á því sem slíku.“ Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Sjá meira
Sníkjudýrið sem fannst í skrautfugli í gæludýraverslun í Holtagörðum var norrænn fuglamítill sem aldrei áður hefur greinst hér á landi. Málið ber að líta alvarlegum augum að sögn yfirdýralæknis sem segir afar erfitt að sannreyna hvort meðhöndlun beri árangur. Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að Matvælastofnun hafi gefið eigendum gæludýraverslunarinnar Dýraríkinu frest til 4. apríl til að senda 358 unga skrautfugla úr landi eða láta aflífa þá, vegna sníkjudýrs sem fannst á einum fuglinum. Um er að ræða norrænan fuglamítil af tegundinni ornithonyssus sylviarium. Eigandi verslunarinnar kvaðst í samtali við fréttastofu undrandi yfir ákvörðun MAST og taldi meðalhófs til að mynda ekki vera gætt með því að fara fram á aflífun fuglanna. „Þetta er mítill sem að sýgur blóð og hann hefur áhrif á dýrin, bæði heilbrigði þeirra og velferð og getur valdið verulegu fjárhagslegu tjóni ef hann fer í alifugla. Þetta er einn mesti, alvarlegasti, sjúkdómsvaldur, alvarlegasti sjúkdómsvaldur í alifuglabúðum í norður Ameríku,“ segir Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir. Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir.Í tilkynningu frá Matvælastofnun segir að um 12 þúsund mítlar og yfir 12 þúsund egg hafi greinst á fuglinum. Taldar eru verulegar líkur á að smit hafi þegar breiðst út á meðal fuglanna sem nú eru í sóttkví en mítillinn getur lifað í margar vikur í umhverfi fuglanna og mjög erfitt er að útrýma honum. „Það er mjög erfitt að finna þennan mítil. Það var ein af ástæðunum fyrir því að við treystum okkur ekki til að hleypa þessu í gegnum sóttkví,“ segir Sigurborg. „Við skulum gefa okkur það að þó það væri hægt að meðhöndla þá er mjög erfitt að finna og sannreyna að meðhöndlun hafi tekist.“ Eigendur Dýraríkisins ætla að kæra ákvörðunina til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og er lögfræðingur verslunarinnar þegar kominn í málið. „Það verður bara að skoða það, núna er málið hjá eiganda fuglanna og innflytjenda og hann verður að fá tíma til að bregðast við og við verðum svo bara að taka á því þegar þar að kemur,“ segir Sigurborg, spurð hvort til greina komi að veita lengri frest en til 4. apríl þar sem eigendur hyggjast leggja fram kæru. „Þetta er alvarlegt mál og við þurfum að taka á því sem slíku.“
Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Sjá meira