Sport

Vatnslásinn Brady pakkaði Colbert saman í bjórdrykkjukeppni | Myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Brady og Colbert skála. Tveimur sekúndum síðar var Brady búinn með glasið.
Brady og Colbert skála. Tveimur sekúndum síðar var Brady búinn með glasið.

NFL-ofurstjarnan Tom Brady er þekkt fyrir afar heilbrigðan lífsstíl en það þýðir ekki að hann kunni ekki að skemmta sér og drekka bjór með stæl.

Brady var í heimsókn hjá spjallþáttastjórnandanum Stephen Colbert þar sem skorað var á hann í bjórdrykkjukeppni.Brady sagðist eiginlega ekki drekka bjór lengur en hefði þó verið nokkuð öflugur við það á árum áður.

Hann virtist ekki hafa gleymt neinu því það var engu líkara en að Brady væri með vatnslás í kokin er hann sturtaði bjórnum niður á mettíma.

NFL


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.