Tónlist

Björk með tónleika í Háskólabíó í apríl

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Björk á tónleikum í Hörpu í nóvember 2016.
Björk á tónleikum í Hörpu í nóvember 2016. vísir/getty
Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir mun halda tónleika hér á landi þann 12. apríl næstkomandi. Fara tónleikarnir fram í Háskólabíói og hefst miðasalan á tix.is klukkan 12 á morgun.

Greint er frá tónleikunum í Morgunblaðinu í dag og í samtali við blaðið segir Björk að tónleikarnir verði eins konar generalprufa fyrir tónleikaferð sem hefst síðar á árinu, en hún er að fylgja eftir nýjustu plötu sinni, Utopia, sem kom út í nóvember síðastliðnum.

Sjö íslenskir flautuleikarar koma fram með Björk á tónleikunum, þær Áshildur Haraldsdóttir, Berglind María Tómasdóttir, Björg Brjánsdóttir, Emilía Rós Sigfúsdóttir, Melkorka Ólafsdóttir, Steinunn Vala Pálsdóttir og Þuríður Jónsdóttir. Þá mun Bergur Þórisson leika á básúnu og sjá um rafhljóð auk þess sem ásláttarmeistarinn Manu Delago kemur fram.

 

Margrét Bjarnadóttir sér um kóreógrafíu og Heimir Sverrisson hannar leikmyndina en Björk segir að í lok haldi hópurinn til London þar sem ljós og myndrænt efni bætist við sem varpað verður á skjá fyrir aftan tónlistarfólkið.


Tengdar fréttir

Finnst hún þurfa að bera ábyrgð

Nýjasta plata Bjarkar Guðmundsdóttur sem kemur út í næstu viku fjallar um tímamót af ýmsu tagi. Á plötunni kemur Björk inn á þau mál sem eru henni hugleikin, svo sem umhverfismál, jafnrétti og femínisma. Hún segir að með nýju plötunnni hafi hún þá fundið tilefni til að opna sig um áreitni sem hún sjálf varð fyrir.

Björk syngur um ástina í Blissing Me

Björk gefur í dag út nýtt myndband við annað lagið sem kemur út af nýrri plötu hennar Utopia sem væntanleg er þann 24. nóvember næstkomandi.

Nýtt tónlistarmyndband frá Björk

Íslenska tónlistarkonan Björk birti í dag nýtt tónlistarmyndband við lag sitt Utopia. Lagið er af samnefndri plötu Bjarkar sem kom út í nóvember síðastliðnum.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.