Þyngdi sig um tíu kíló til að keppa í boxi | Þetta var ógeðslegt Henry Birgir Gunnarsson skrifar 1. mars 2018 20:30 Aðeins tvær konur tóku þátt á Íslandsmeistaramótinu í hnefaleikum um síðustu helgi. Önnur þeirra varð að þyngja sig um heil tíu kíló svo hún fengi keppnisrétt á mótinu. Ingibjörg Helga Arnþórsdóttir, eða Imma eins og hún er kölluð, er gríðarlega öflug hnefaleikakona en henni gengur illa að fá andstæðinga hér á landi því mögulegir andstæðingar forðast hana eins og heitan eldinn. Til þess að fá bardaga á Íslandsmótinu um síðustu helgi varð hún að fara upp um fimm þyngdarflokka en það þýddi að hún varð að bæta á sig tíu kílóum. „Ég þurfti sem sagt að vera lágmark 64 kíló. Ég er allajafna í kringum 55 kíló og vil helst keppa í 54,5 kg flokki. Hún var tíu kílóum þyngri en ég er ég steig inn í hringinn. Sama dag og ég vigtaði mig inn át ég á mig þrjú kíló. Ég át endalaust og drakk tvo lítra af vatni. Þannig náði ég þyngd,“ segir Imma létt. Þó svo andstæðingur Immu, Kristín Sif, hafi verið tíu kílóum þyngri þá vann Imma samt bardagann. Þessi undirbúningur fyrir mótið var henni samt ekki að skapi. „Þetta var ógeðslegt. Ég hef aldrei upplifað hvað það er erfitt að éta svona mikið. Samt hefur mér alltaf fundist gott að borða. Það hefur ekki verið vandamál en þarna fékk ég ógeð af mat,“ segir Imma en hvað var hún að borða? „Bara allt og ég leyfði mér allt. Það gekk illa að þyngja mig fyrst og þá byrjaði ég að háma í mig sykur. Ég hef aldrei verið fyrir neina próteindrykki en þarna fékk ég mér „gainera“ sem einhverjir kraftakallar drekka. Ég hrúgaði í mig mat rétt fyrir svefninn. Nutella og allt.“ Sjá má viðtalið við Immu hér fyrir ofan. Box Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Fleiri fréttir Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Sjá meira
Aðeins tvær konur tóku þátt á Íslandsmeistaramótinu í hnefaleikum um síðustu helgi. Önnur þeirra varð að þyngja sig um heil tíu kíló svo hún fengi keppnisrétt á mótinu. Ingibjörg Helga Arnþórsdóttir, eða Imma eins og hún er kölluð, er gríðarlega öflug hnefaleikakona en henni gengur illa að fá andstæðinga hér á landi því mögulegir andstæðingar forðast hana eins og heitan eldinn. Til þess að fá bardaga á Íslandsmótinu um síðustu helgi varð hún að fara upp um fimm þyngdarflokka en það þýddi að hún varð að bæta á sig tíu kílóum. „Ég þurfti sem sagt að vera lágmark 64 kíló. Ég er allajafna í kringum 55 kíló og vil helst keppa í 54,5 kg flokki. Hún var tíu kílóum þyngri en ég er ég steig inn í hringinn. Sama dag og ég vigtaði mig inn át ég á mig þrjú kíló. Ég át endalaust og drakk tvo lítra af vatni. Þannig náði ég þyngd,“ segir Imma létt. Þó svo andstæðingur Immu, Kristín Sif, hafi verið tíu kílóum þyngri þá vann Imma samt bardagann. Þessi undirbúningur fyrir mótið var henni samt ekki að skapi. „Þetta var ógeðslegt. Ég hef aldrei upplifað hvað það er erfitt að éta svona mikið. Samt hefur mér alltaf fundist gott að borða. Það hefur ekki verið vandamál en þarna fékk ég ógeð af mat,“ segir Imma en hvað var hún að borða? „Bara allt og ég leyfði mér allt. Það gekk illa að þyngja mig fyrst og þá byrjaði ég að háma í mig sykur. Ég hef aldrei verið fyrir neina próteindrykki en þarna fékk ég mér „gainera“ sem einhverjir kraftakallar drekka. Ég hrúgaði í mig mat rétt fyrir svefninn. Nutella og allt.“ Sjá má viðtalið við Immu hér fyrir ofan.
Box Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Fleiri fréttir Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Sjá meira