Biskup og fagráð eru harðlega gagnrýnd af úrskurðarnefnd Sveinn Arnarsson skrifar 2. mars 2018 07:00 Biskup sætir harðri gagnrýni úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar. Hún er nú stödd erlendis. Vísir/ANton Úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar gagnrýnir bæði biskupsembættið og fagráð þjóðkirkjunnar um meðferð kynferðisbrota harðlega fyrir þá málsmeðferð sem fagráðið viðhafði í málum gegn Ólafi Jóhannssyni, sóknarpresti í Grensáskirkju. Telur úrskurðarnefndin að ekki hafi verið farið eftir skýrum reglum um farveg slíkra mála. Úrskurðarnefndin kemst að þeirri niðurstöðu að málsmeðferð biskups hafi í einu málinu verið í veigamiklum þáttum ábótavant og ekki í samræmi við meginreglur stjórnsýslulaga. Þar sem sú málsmeðferð er utan verksviðs nefndarinnar í þessu máli verður þó ekki frekar um það fjallað hér. Einar Gautur Steingrímsson, lögmaður séra Ólafs, segir þessa málsmeðferð hafa haft áhrif á umbjóðanda sinn. „Þetta hefur haft mikil og slæm áhrif á umbjóðanda minn og alla sem standa honum nærri og ég hef margoft gagnrýnt framgöngu biskups og meðferðina á málinu. Samkvæmt lögum á að hlúa að öllum aðilum máls.“Óskiljanlegt að fylgja ekki skýrum starfsreglum Í starfsreglum um meðferð kynferðisbrota innan þjóðkirkjunnar eru fyrirmæli um það í hvaða farveg eigi að beina kvörtunum sem berist fagráði. Þar segir að ef einstaklingur telji sig brotaþola skuli hann fá aðstoð fagráðs. Fagráð aðstoði við að kæra mál til lögreglu eða leggja fyrir úrskurðarnefnd. Hins vegar hefur það tíðkast að biskupi sé skýrt frá málinu en hvergi er gert ráð fyrir þessari málsmeðferð. „Úrskurðarnefnd telur það óskiljanlegt að skýrum starfsreglum um meðferð kynferðisbrota hafi ekki verið fylgt frá því að þær voru settar árið 1998 heldur hafi fagráðið búið til málsmeðferðarfarveg til biskups, sem hvergi er gert ráð fyrir,“ segir í einum úrskurðanna. Þessi málsmeðferð fagráðs er ekki úrskurðarnefndinni að skapi. En nefndin gagnrýnir einnig harðlega verklag biskups. „Þá telur úrskurðarnefndin það umhugsunarefni af hverju biskup taldi sér skylt að taka við máli málshefjanda frá fagráðinu. Ljóst mátt vera að starfsreglur gera ekki ráð fyrir að biskup taki mál sem berast til fagráðsins beint til meðferðar.“ „Fagráð vinnur að málum í samvinnu við brotaþola. Fagráð hlustar á sögu brotaþola, bendir á leiðir sem hægt er að fara og aðstoðar brotaþola. Það var beiðni málshefjanda að fara með málið til biskups og því er það í okkar verkahring að aðstoða brotaþola með það. Sagan er brotaþola og það er hans að ákveða í hvaða farveg málið fer,“ segir Elína Hrund Kristjánsdóttir, formaður fagráðs um meðferð kynferðisbrota innan íslensku þjóðkirkjunnar. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Brotaþolar segja líkar sögur af sóknarpresti Séra Ólafur Jóhannsson, sóknarprestur í Grensáskirkju, hefur gerst sekur um siðferðisbrot að mati úrskurðarnefndar kirkjunnar. Lýsingar fimm kvenna á háttalagi mannsins óhugnanlegar og keimlíkar í aðalatriðum og ná aftur til 2002. 1. mars 2018 06:00 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Sjá meira
Úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar gagnrýnir bæði biskupsembættið og fagráð þjóðkirkjunnar um meðferð kynferðisbrota harðlega fyrir þá málsmeðferð sem fagráðið viðhafði í málum gegn Ólafi Jóhannssyni, sóknarpresti í Grensáskirkju. Telur úrskurðarnefndin að ekki hafi verið farið eftir skýrum reglum um farveg slíkra mála. Úrskurðarnefndin kemst að þeirri niðurstöðu að málsmeðferð biskups hafi í einu málinu verið í veigamiklum þáttum ábótavant og ekki í samræmi við meginreglur stjórnsýslulaga. Þar sem sú málsmeðferð er utan verksviðs nefndarinnar í þessu máli verður þó ekki frekar um það fjallað hér. Einar Gautur Steingrímsson, lögmaður séra Ólafs, segir þessa málsmeðferð hafa haft áhrif á umbjóðanda sinn. „Þetta hefur haft mikil og slæm áhrif á umbjóðanda minn og alla sem standa honum nærri og ég hef margoft gagnrýnt framgöngu biskups og meðferðina á málinu. Samkvæmt lögum á að hlúa að öllum aðilum máls.“Óskiljanlegt að fylgja ekki skýrum starfsreglum Í starfsreglum um meðferð kynferðisbrota innan þjóðkirkjunnar eru fyrirmæli um það í hvaða farveg eigi að beina kvörtunum sem berist fagráði. Þar segir að ef einstaklingur telji sig brotaþola skuli hann fá aðstoð fagráðs. Fagráð aðstoði við að kæra mál til lögreglu eða leggja fyrir úrskurðarnefnd. Hins vegar hefur það tíðkast að biskupi sé skýrt frá málinu en hvergi er gert ráð fyrir þessari málsmeðferð. „Úrskurðarnefnd telur það óskiljanlegt að skýrum starfsreglum um meðferð kynferðisbrota hafi ekki verið fylgt frá því að þær voru settar árið 1998 heldur hafi fagráðið búið til málsmeðferðarfarveg til biskups, sem hvergi er gert ráð fyrir,“ segir í einum úrskurðanna. Þessi málsmeðferð fagráðs er ekki úrskurðarnefndinni að skapi. En nefndin gagnrýnir einnig harðlega verklag biskups. „Þá telur úrskurðarnefndin það umhugsunarefni af hverju biskup taldi sér skylt að taka við máli málshefjanda frá fagráðinu. Ljóst mátt vera að starfsreglur gera ekki ráð fyrir að biskup taki mál sem berast til fagráðsins beint til meðferðar.“ „Fagráð vinnur að málum í samvinnu við brotaþola. Fagráð hlustar á sögu brotaþola, bendir á leiðir sem hægt er að fara og aðstoðar brotaþola. Það var beiðni málshefjanda að fara með málið til biskups og því er það í okkar verkahring að aðstoða brotaþola með það. Sagan er brotaþola og það er hans að ákveða í hvaða farveg málið fer,“ segir Elína Hrund Kristjánsdóttir, formaður fagráðs um meðferð kynferðisbrota innan íslensku þjóðkirkjunnar.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Brotaþolar segja líkar sögur af sóknarpresti Séra Ólafur Jóhannsson, sóknarprestur í Grensáskirkju, hefur gerst sekur um siðferðisbrot að mati úrskurðarnefndar kirkjunnar. Lýsingar fimm kvenna á háttalagi mannsins óhugnanlegar og keimlíkar í aðalatriðum og ná aftur til 2002. 1. mars 2018 06:00 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Sjá meira
Brotaþolar segja líkar sögur af sóknarpresti Séra Ólafur Jóhannsson, sóknarprestur í Grensáskirkju, hefur gerst sekur um siðferðisbrot að mati úrskurðarnefndar kirkjunnar. Lýsingar fimm kvenna á háttalagi mannsins óhugnanlegar og keimlíkar í aðalatriðum og ná aftur til 2002. 1. mars 2018 06:00