Sport

Knapar laumast til að spegla sig

Telma Tómasson skrifar

Form hestsins og yfirlína skiptir miklu máli þegar kemur að einkunnagjöf í hestaíþróttum.

Knapar hafa alla jafna tilfinningu fyrir því hvernig hesturinn ber sig, en til að vera vissir stelast þeir oft til að skoða skuggamynd sína á sólríkum dögum í keppni utandyra eða líta örsnöggt í spegil, sé keppnin haldin innanhúss í einhverri reiðhöllinni. 

Í Samskipahöllinni í Kópavogi þar sem Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum hefur farið fram er mjög „mikilvægur” gluggi sem knapar laumast til að skoða sig í, eins og sjá má á þessu þrælfyndna myndskeiði. Knaparnir vita fyrir víst að keppnisparið þarf að líta vel út.


Tengdar fréttir

„Þetta er alger snillingur“

Afreksknapinn Jakob Svavar Sigurðsson er á mikill siglingu í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum, virðist ósigrandi en hann vann keppni í fimmgangi í Samskipahöllinni í gærkvöldi á Skýr frá Skálakoti.

„Sáttur við þetta“

Þórarinn Ragnarsson gerði gott mót í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum í Samskipahöllinni í gærkvöldi og hreppti silfur í keppni í fimmgangi á Hildingi frá Bergi.

Bronsið til Sylvíu

Sylvía Sigurbjörnsdóttir sýndi glæsilegan Héðin Skúla frá Oddhóli í keppni í fimmgangi í Meistaradeild Cintamani í Samskipahöllinni í gærkvöldi og kom sér á pall fyrir frammistöðuna.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.