Sport

„Þetta er alger snillingur“

Telma Tómasson skrifar
Jakob Svavar Sigurðsson.
Jakob Svavar Sigurðsson. Vísir

Afreksknapinn Jakob Svavar Sigurðsson er á mikill siglingu í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum, virðist ósigrandi en hann vann keppni í fimmgangi í Samskipahöllinni í gærkvöldi á Skýr frá Skálakoti. Lokaskor var 7.55 en Jakob Svavar hefur nú tekið gullið þrisvar í röð og var að vonum kampakátur þegar sannfærandi sigurinn var í höfn.

„Ég var mjög beittur og hafði mikla trú á hestinum. Þetta er alger snillingur og ótrúlegur hestur. Það væri hægt að keppa á honum í næstum hvaða grein sem er."

Sjá má sýningu Jakobs Svavars í forkeppninni í meðfylgjandi myndskeiði, en bein útsending var frá mótinu á Stöð 2 sport.

Niðurstöður A-úrslita voru eftirfarandi:
1. Jakob Svavar Sigurðsson, Skýr frá Skálakoti - 7,55
2. Sylvía Sigurbjörnsdóttir, Héðinn Skúli frá Oddhóli - 7,12
3. Þórarinn Ragnarsson, Hildingur frá Bergi - 7,12
4. Teitur Árnason Sjóður, frá Kirkjubæ  - 7,10
5. Viðar Ingólfsson, Óskahringur frá Miðási - 6,95
6. Guðmundur Friðrik Björgvinsson, Þór frá Votumýri 2 - 6,69

Jakob Svavar hefur tekið afgerandi forystu í einstaklingskeppninni, kominn með 36 stig, er 17 stigum ofar en næsti knapi. Hér má sjá fimm efstu eins og staðan er nú.

Einstaklingskeppni
Jakob Svavar Sigurðsson 36 stig
Viðar Ingólfsson 19
Teitur Árnason 15
Árni Björn Pálsson 14,5
Elin Holst 14,5Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.