Sport

Bronsið til Sylvíu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sylvía Sigurbjörnsdóttir.
Sylvía Sigurbjörnsdóttir. Vísir

Sylvía Sigurbjörnsdóttir sýndi glæsilegan Héðin Skúla frá Oddhóli í keppni í fimmgangi í Meistaradeild Cintamani í Samskipahöllinni í gærkvöldi og kom sér á pall fyrir frammistöðuna. Hún var jafn Þórarni Ragnarssyni með einkunnina 7,12 en fékk þriðja sætið og bronsið eftir að hlutkesti hafði verið varpað.

„Þessi hestur er alltaf í uppáhaldi,“ sagði Sylvía um Héðinn Skúla eftir forkeppnina, en þau stóðu efst fyrir úrslitin með 7,13 í einkunn.

Sjá má sýningu Sylvíu í forkeppninni í meðfylgjandi myndskeiði, en bein útsending var frá mótinu á Stöð 2 sport.

Niðurstöður A-úrslita voru eftirfarandi:
1. Jakob Svavar Sigurðsson, Skýr frá Skálakoti - 7,55 stig
2. Sylvía Sigurbjörnsdóttir, Héðinn Skúli frá Oddhóli - 7,12
3. Þórarinn Ragnarsson, Hildingur frá Bergi - 7,12
4. Teitur Árnason Sjóður, frá Kirkjubæ - 7,10
5. Viðar Ingólfsson, Óskahringur frá Miðási - 6,95
6. Guðmundur Friðrik Björgvinsson, Þór frá Votumýri 2 - 6,69

Sylvía náði sér í mikilvæg stig fyrir liðið sitt, Auðsholtshjáleigu, sem nú stendur efst í liðakeppninni með 132,5 stig.

Staðan í liðakeppninni er eftirfarandi:
Auðsholtshjáleiga 132,5 stig
Gangmyllan 126,5
Top Reiter 125,5
Hrímnir/Export hestar 125,5
Lífland 122,5
Árbakki/Hestvit/Sumarliðabær 103
Ganghestar/Margrétarhof/Equitec 98,5
Oddhóll/Þjóðólfshagi/Efsta-Sel 66


Tengdar fréttir

„Þetta er alger snillingur“

Afreksknapinn Jakob Svavar Sigurðsson er á mikill siglingu í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum, virðist ósigrandi en hann vann keppni í fimmgangi í Samskipahöllinni í gærkvöldi á Skýr frá Skálakoti.

„Sáttur við þetta“

Þórarinn Ragnarsson gerði gott mót í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum í Samskipahöllinni í gærkvöldi og hreppti silfur í keppni í fimmgangi á Hildingi frá Bergi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.