Auður Ava og Sigurður Pálsson fulltrúar Íslands Jakob Bjarnar skrifar 23. febrúar 2018 10:08 Auður og Sigurður. Til nokkurs er að vinna en verðlaunaféð eru tæpar sex milljónir króna. Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2018 liggja fyrir en fulltrúar Íslands að þessu sinni eru þau Auður Ava Ólafsdóttir og Sigurður Pálsson. Þetta þarf ekki að koma á óvart. Sigurður Pálsson lést í september á síðasta ári eftir baráttu við krabbamein og er syrgður mjög af bókmenntaunnendum. Sigurður er eitt fremsta ljóðskáld landsins en Ljóð muna rödd var tilnefnd til hinna Íslensku bókmenntaverðlauna árið 2017, sem tekur þá til bóka sem gefnar eru út 2016. Auður Ava hlaut svo þessi sömu verðlaun fyrir skáldsögu sína Ör. Gagnrýnandi Fréttablaðsins, Magnús Guðmundsson, mátti vart vatni halda svo hrifinn var hann af bókinni og gaf henni fullt hús – fimm stjörnur: „Heildstæð, sterk og mannleg skáldsaga sem á brýnt erindi inn í nútíma samfélag,“ segir í niðurstöðu bókadóms hans.Í viðtali við Fréttablaðið, meðal annars í tilefni af útkomu bókar hans sem nú er tilnefnd, sagði Sigurður: „Náttúran er þar með undirliggjandi sem heild. Eldur, jörð, loft og vatn. Í strúktúrnum eru þessi frum-element og síðan er það einhver líkamlegasti hlutur sem til er: Röddin. Röddin er mjög ljóðræn og þú veist og finnur hvað hún er þegar þú heyrir Amy Winehouse eða Edith Piaf syngja. Það er eitthvað sem er gjörsamlega óskiljanlegt, þessi styrkur og fegurð sem röddin getur haft. Hún er gjörvallur tilfinningaskalinn. Kjarni líkamans og samt er hún einhvern veginn bara í loftinu. Hún er ljóð líkamans. Í þessari bók er því tilfinning fyrir rödd sem er vitnisburður um líf.“ Aðrir tilnefndir eru Caroline Albertine Minor og Vita Andersen af hálfu Dana, Susanne Ringell og Olli-Pekka Tennilä fyrir Finnland, Jóanes Nielsen fyrir Færeyjar, Magnus Larsen fyrir Grænland, Roskva Koritzinsky og Carl Frode eru sænsku höfundarnir sem tilnefndir eru, Gunnar D Hansson og Agneta Pleijel eru fulltrúar Noregs og að endingu Carina Karlsson fyrir Álandseyjar. Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs hafa verið veitt frá árinu 1962 og er til nokkurs að vinna fyrir utan heiðurinn. Verðlaunaféð er 350 þúsund krónur danskar sem slagar hátt upp í 6 milljónir íslenskra króna. Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2018 liggja fyrir en fulltrúar Íslands að þessu sinni eru þau Auður Ava Ólafsdóttir og Sigurður Pálsson. Þetta þarf ekki að koma á óvart. Sigurður Pálsson lést í september á síðasta ári eftir baráttu við krabbamein og er syrgður mjög af bókmenntaunnendum. Sigurður er eitt fremsta ljóðskáld landsins en Ljóð muna rödd var tilnefnd til hinna Íslensku bókmenntaverðlauna árið 2017, sem tekur þá til bóka sem gefnar eru út 2016. Auður Ava hlaut svo þessi sömu verðlaun fyrir skáldsögu sína Ör. Gagnrýnandi Fréttablaðsins, Magnús Guðmundsson, mátti vart vatni halda svo hrifinn var hann af bókinni og gaf henni fullt hús – fimm stjörnur: „Heildstæð, sterk og mannleg skáldsaga sem á brýnt erindi inn í nútíma samfélag,“ segir í niðurstöðu bókadóms hans.Í viðtali við Fréttablaðið, meðal annars í tilefni af útkomu bókar hans sem nú er tilnefnd, sagði Sigurður: „Náttúran er þar með undirliggjandi sem heild. Eldur, jörð, loft og vatn. Í strúktúrnum eru þessi frum-element og síðan er það einhver líkamlegasti hlutur sem til er: Röddin. Röddin er mjög ljóðræn og þú veist og finnur hvað hún er þegar þú heyrir Amy Winehouse eða Edith Piaf syngja. Það er eitthvað sem er gjörsamlega óskiljanlegt, þessi styrkur og fegurð sem röddin getur haft. Hún er gjörvallur tilfinningaskalinn. Kjarni líkamans og samt er hún einhvern veginn bara í loftinu. Hún er ljóð líkamans. Í þessari bók er því tilfinning fyrir rödd sem er vitnisburður um líf.“ Aðrir tilnefndir eru Caroline Albertine Minor og Vita Andersen af hálfu Dana, Susanne Ringell og Olli-Pekka Tennilä fyrir Finnland, Jóanes Nielsen fyrir Færeyjar, Magnus Larsen fyrir Grænland, Roskva Koritzinsky og Carl Frode eru sænsku höfundarnir sem tilnefndir eru, Gunnar D Hansson og Agneta Pleijel eru fulltrúar Noregs og að endingu Carina Karlsson fyrir Álandseyjar. Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs hafa verið veitt frá árinu 1962 og er til nokkurs að vinna fyrir utan heiðurinn. Verðlaunaféð er 350 þúsund krónur danskar sem slagar hátt upp í 6 milljónir íslenskra króna.
Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira