Það hlýtur bara að vera eitthvað í vatninu hérna Magnús Guðmundsson skrifar 17. febrúar 2018 11:00 Celia Harrison og Sesselja Hlín Jónasardóttir, skipuleggjendur Listar í ljósi. List í ljósi er listahátíð sem er haldin á Seyðisfirði og stendur nú sem hæst. Hátíðin er haldin nánast alfarið utandyra og dreifist víðsvegar um miðbæ Seyðisfjarðar. Sesselja Hlín Jónasardóttir, önnur af forsvarskonum hátíðarinnar ásamt Celiu Harrisson, segir að mikið sé lagt í það af hálfu bæjarbúa að vel takist til við hátíðina. „Við slökkvum öll ljós og íbúarnir slökkva heima hjá sér þannig að bærinn er fyrst í algjöru myrkri en svo lýsum við hann upp með listaverkum. Þannig að þetta er alveg sérstaklega falleg hátíð sem er haldin til þess að fagna komu sólarinnar eftir fjóra mánuði án hennar,“ segir Sesselja. Þetta er þriðja árið sem hátíðin er haldin og Sesselja segir að það hafi allt frá upphafi gengið mjög vel og að listamennirnir komi víða að.Verk eftir Ómar Bogason á List í ljósi á síðasta ári.„Við erum með listamenn frá Nýja-Sjálandi, Bandaríkjunum, Bretlandi, Danmörku, Þýskalandi og þannig mætti áfram telja ásamt þeim íslensku listamönnum sem koma til þess að taka þátt. Fyrir árið fengum við um 200 umsóknir og við erum alveg ótrúlega glöð yfir þessum mikla áhuga listamanna á því að taka þátt í hátíðinni en það þarf kannski ekki að koma á óvart að það sé eftirsóknarvert að koma til Seyðisfjarðar enda óvíða viðlíka fallegt og gott að vera. Þessi hátíð á þessum stað er sannarlega falin perla fyrir listamenn því þegar það er búið að slökkva ljósin í bænum þá fá verkin að njóta sín í svo algjöru myrkri án allrar ljósmengunar sem væri einfaldlega ekki hægt að losna við í stærri bæ. Þannig að fyrir bæði listamenn og gesti hátíðarinnar er þetta frábær upplifun. Alveg frá upphafi hefur ljós og hreyfing legið til grundvallar í öllum verkum og það skapar mikla sérstöðu fyrir hátíðina og gerir hana mjög svo eftirsóknarverða,“ segir Sesselja. Hún bætir við að það sé þeim mikilvægt hvað bæjarbúar hafa allt frá upphafi verið duglegir við að bæði njóta hátíðarinnar og taka virkan þátt. „Það væri einfaldlega ekki hægt að halda þessari hátíð úti án þessa samfélags, án þessa dásamlega fólks sem er að koma með kökur til okkar til þess að setja smá sykur í kroppinn og halda okkur gangandi. Það er líka talað um þessa hátíð allt árið og við finnum vel hvað fólk hlakkar mikið til. Við finnum að bæjarbúum finnst að þeir eigi þessa hátíð og það er alveg dásamlegt, nákvæmlega það sem stefnt var að. Þessi stuðningur bæjarins og íbúanna er okkur ómetanlegur.“En hvað veldur þessum mikla krafti í lista- og menningarlífinu á Seyðisfirði? „Ég veit það ekki, það hlýtur bara að vera eitthvað í vatninu hérna. Hér er allt iðandi í menningu og það er hvergi skemmtilegra að búa en á Seyðisfirði.“ Mest lesið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Fleiri fréttir Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
List í ljósi er listahátíð sem er haldin á Seyðisfirði og stendur nú sem hæst. Hátíðin er haldin nánast alfarið utandyra og dreifist víðsvegar um miðbæ Seyðisfjarðar. Sesselja Hlín Jónasardóttir, önnur af forsvarskonum hátíðarinnar ásamt Celiu Harrisson, segir að mikið sé lagt í það af hálfu bæjarbúa að vel takist til við hátíðina. „Við slökkvum öll ljós og íbúarnir slökkva heima hjá sér þannig að bærinn er fyrst í algjöru myrkri en svo lýsum við hann upp með listaverkum. Þannig að þetta er alveg sérstaklega falleg hátíð sem er haldin til þess að fagna komu sólarinnar eftir fjóra mánuði án hennar,“ segir Sesselja. Þetta er þriðja árið sem hátíðin er haldin og Sesselja segir að það hafi allt frá upphafi gengið mjög vel og að listamennirnir komi víða að.Verk eftir Ómar Bogason á List í ljósi á síðasta ári.„Við erum með listamenn frá Nýja-Sjálandi, Bandaríkjunum, Bretlandi, Danmörku, Þýskalandi og þannig mætti áfram telja ásamt þeim íslensku listamönnum sem koma til þess að taka þátt. Fyrir árið fengum við um 200 umsóknir og við erum alveg ótrúlega glöð yfir þessum mikla áhuga listamanna á því að taka þátt í hátíðinni en það þarf kannski ekki að koma á óvart að það sé eftirsóknarvert að koma til Seyðisfjarðar enda óvíða viðlíka fallegt og gott að vera. Þessi hátíð á þessum stað er sannarlega falin perla fyrir listamenn því þegar það er búið að slökkva ljósin í bænum þá fá verkin að njóta sín í svo algjöru myrkri án allrar ljósmengunar sem væri einfaldlega ekki hægt að losna við í stærri bæ. Þannig að fyrir bæði listamenn og gesti hátíðarinnar er þetta frábær upplifun. Alveg frá upphafi hefur ljós og hreyfing legið til grundvallar í öllum verkum og það skapar mikla sérstöðu fyrir hátíðina og gerir hana mjög svo eftirsóknarverða,“ segir Sesselja. Hún bætir við að það sé þeim mikilvægt hvað bæjarbúar hafa allt frá upphafi verið duglegir við að bæði njóta hátíðarinnar og taka virkan þátt. „Það væri einfaldlega ekki hægt að halda þessari hátíð úti án þessa samfélags, án þessa dásamlega fólks sem er að koma með kökur til okkar til þess að setja smá sykur í kroppinn og halda okkur gangandi. Það er líka talað um þessa hátíð allt árið og við finnum vel hvað fólk hlakkar mikið til. Við finnum að bæjarbúum finnst að þeir eigi þessa hátíð og það er alveg dásamlegt, nákvæmlega það sem stefnt var að. Þessi stuðningur bæjarins og íbúanna er okkur ómetanlegur.“En hvað veldur þessum mikla krafti í lista- og menningarlífinu á Seyðisfirði? „Ég veit það ekki, það hlýtur bara að vera eitthvað í vatninu hérna. Hér er allt iðandi í menningu og það er hvergi skemmtilegra að búa en á Seyðisfirði.“
Mest lesið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Fleiri fréttir Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira