„Ansi margir að missa vinnuna sína“ Guðný Hrönn skrifar 17. febrúar 2018 13:00 Hjónin Bjarney Jóhannsdóttir og Logi Sigurjónsson standa á tímamótum. Hjónin Bjarney Jóhannsdóttir og Logi Sigurjónsson hafa undanfarin fjögur ár verið með umboðið fyrir Tupperware á Íslandi en þau standa nú á tímamótum því Tupperware hefur ákveðið að hætta að selja vöruna hér á landi og sagði nýverið upp samningunum við Frostís heildverslun sem þau hjónin eiga. „Það sem er að gerast núna er að það var tekin ákvörðun um þessa skipulagsbreytingu á Evrópumarkaði. Í þessari skipulagsbreytingu fannst þeim þeir þurfa að loka markaðnum á Íslandi, þó að Tupperware sé eftirsótt hér. Við höfum til dæmis verið að ná unga fólkinu inn og erum núna að selja til þriggja kynslóða. Ráðgjafar okkar eru á öllum aldri og það ríkir góður andi í hópnum,“ útskýrir Bjarney sem er að vonum ósátt við þessa ákvörðun.„Ég vil meira að segja meina að áhuginn sé upp á við og það er metnaður hjá ráðgjöfum að þjónusta vel sína viðskipavini.“ Bjarney og Logi eru með 113 ráðgjafa á skrá hjá sér sem selja Tupperware áfram til viðskiptavina. „Af þeim 113 eru svona 30-70 virkir, eftir vikum, þannig að það eru ansi margir að missa vinnuna sína.“ Bjarney hafði samband við Tupperware í Ameríku til að kanna hvort hægt væri að fá vörurnar frá Ameríkumarkaði en hún fékk þau svör að það væri ekki hægt að svo stöddu. „Já, fólk er mjög svekkt. Ég hef fengið fullt af viðbrögðum. Fólk er ekki sátt við að missa vöruna af markaðinum hjá okkur.“Bjarney og Logi eru eigendur heildverslunarinnar Frostís.Markmiðið að komast inn á öll íslensk heimili Tupperware hefur verið á markaði á Íslandi frá árinu 1989 og segir Bjarney að á þeim tíma hafi merkið náð mikilli fótfestu hér á landi. „Það er breiður neytendahópur sem kaupir Tupperware enda hefur það verið okkar markmið að komast „inn“ á öll heimili á landinu.“ Hver er galdurinn á bak við vinsældirnar? „Þessar heimakynningar eru sérstaða Tupperware. Þessi persónulegu viðskipti og ráðgjöf sem við veitum. Við viljum t.d. ekki selja fólki eitthvað sem það notar ekki. Svo er það ábyrgðin en Tupperware hefur ávallt bætt verksmiðju- og efnisgallaðar vörur en nú bíðum við eftir svörum frá þeim um hvað verður hér eftir. Þeir leggja línuna upp núna að bæta þannig galla á vörum sem eru yngri en tveggja ára.“ Spurð út í hvaða Tupperware-vöru hún haldi að fólk muni sakna mest segir Bjarney: „Það er erfitt að svara. Hnoðskálin er til dæmis eitthvað sem flestir þekkja, sú skál er til á mjög mörgum heimilum. En í dag tölum við mikið um saxarana okkar sem spara okkur tíma við eldamennskuna. Svo eru það grænmetisílátin og örbylgjuvörurnar. Það er erfitt að nefna eitt því línan er svo breið.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið „Fólk hló og grét til skiptis“ Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Fleiri fréttir Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjá meira
Hjónin Bjarney Jóhannsdóttir og Logi Sigurjónsson hafa undanfarin fjögur ár verið með umboðið fyrir Tupperware á Íslandi en þau standa nú á tímamótum því Tupperware hefur ákveðið að hætta að selja vöruna hér á landi og sagði nýverið upp samningunum við Frostís heildverslun sem þau hjónin eiga. „Það sem er að gerast núna er að það var tekin ákvörðun um þessa skipulagsbreytingu á Evrópumarkaði. Í þessari skipulagsbreytingu fannst þeim þeir þurfa að loka markaðnum á Íslandi, þó að Tupperware sé eftirsótt hér. Við höfum til dæmis verið að ná unga fólkinu inn og erum núna að selja til þriggja kynslóða. Ráðgjafar okkar eru á öllum aldri og það ríkir góður andi í hópnum,“ útskýrir Bjarney sem er að vonum ósátt við þessa ákvörðun.„Ég vil meira að segja meina að áhuginn sé upp á við og það er metnaður hjá ráðgjöfum að þjónusta vel sína viðskipavini.“ Bjarney og Logi eru með 113 ráðgjafa á skrá hjá sér sem selja Tupperware áfram til viðskiptavina. „Af þeim 113 eru svona 30-70 virkir, eftir vikum, þannig að það eru ansi margir að missa vinnuna sína.“ Bjarney hafði samband við Tupperware í Ameríku til að kanna hvort hægt væri að fá vörurnar frá Ameríkumarkaði en hún fékk þau svör að það væri ekki hægt að svo stöddu. „Já, fólk er mjög svekkt. Ég hef fengið fullt af viðbrögðum. Fólk er ekki sátt við að missa vöruna af markaðinum hjá okkur.“Bjarney og Logi eru eigendur heildverslunarinnar Frostís.Markmiðið að komast inn á öll íslensk heimili Tupperware hefur verið á markaði á Íslandi frá árinu 1989 og segir Bjarney að á þeim tíma hafi merkið náð mikilli fótfestu hér á landi. „Það er breiður neytendahópur sem kaupir Tupperware enda hefur það verið okkar markmið að komast „inn“ á öll heimili á landinu.“ Hver er galdurinn á bak við vinsældirnar? „Þessar heimakynningar eru sérstaða Tupperware. Þessi persónulegu viðskipti og ráðgjöf sem við veitum. Við viljum t.d. ekki selja fólki eitthvað sem það notar ekki. Svo er það ábyrgðin en Tupperware hefur ávallt bætt verksmiðju- og efnisgallaðar vörur en nú bíðum við eftir svörum frá þeim um hvað verður hér eftir. Þeir leggja línuna upp núna að bæta þannig galla á vörum sem eru yngri en tveggja ára.“ Spurð út í hvaða Tupperware-vöru hún haldi að fólk muni sakna mest segir Bjarney: „Það er erfitt að svara. Hnoðskálin er til dæmis eitthvað sem flestir þekkja, sú skál er til á mjög mörgum heimilum. En í dag tölum við mikið um saxarana okkar sem spara okkur tíma við eldamennskuna. Svo eru það grænmetisílátin og örbylgjuvörurnar. Það er erfitt að nefna eitt því línan er svo breið.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið „Fólk hló og grét til skiptis“ Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Fleiri fréttir Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjá meira