Pabbinn sem reyndi að ráðast á Nassar: Ég sjálfur hafði farið með dæturnar mínar til djöfulsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. febrúar 2018 15:00 Kyle Stephens er ein af fórnarlömbum Nassar sem sýndi mikið hugrekki með því að standa fyrir framan hann og segja frá. Vísir/Getty Randall Margraves vakti mikla athygli fyrir helgi þegar hann reyndi að ráðast á bandaríska lækninn Larry Nassar í réttarsalnum þar sem dóttir hans var á sama tíma að segja frá hryllilegri misnotkun Nassar á sér. Larry Nassar misnotaði næstum því þrjú hundruð stelpur í skjóli starfs síns sem læknir ríkisháskólans í Michigan sem og sem læknir bandaríska fimleikasambandsins. Nassar hefur þegar verið dæmdur í 40 til 175 ára fangelsisvistar. Margir líta á Margraves sem hetju en um 25 þúsund dollarar söfnuðust í hans nafni til að borga fyrir hann allan lögfræðikostnað vegna atviksins. Lögreglumenn í réttarsalnum náðu að stoppa Margraves áður en hann komst að Larry Nassar og pabbinn var ekki kærður. Upphæðin, tvær og hálf milljón íslenskra króna, mun verða notuð til að styrkja fórnarlömb kynferðislegs ofbeldis. Margraves veitt CBS News viðtal þar sem hann sagði sína ástæður fyrir árásinni en skömmu áður hafði hann beðið dómarann um að gefa sér tíma með Nassar einn á einn. Dómarinn gat ekki leyft það og þá missti Randall Margraves algjörlega stjórn á sér. Viðtalið og atvikið í réttarsalnum má sjá hér fyrir neðan.Randall Margraves, a father of three daughters abused by Larry Nassar, speaks to CBS News after lunging at the disgraced doctor in sentencing hearing: "I am no hero. My daughters are the heroes -- and all the other victims." pic.twitter.com/lCo8CsOMjn — CBS News (@CBSNews) February 2, 2018 „Án þess að vita það þá hafði ég sjálfur farið með dæturnar mínar þrjár til djöfulsins sem var með sitt eigið sjúka plan í gangi. Ég mun aldrei gleyma þessum manni,“ sagði Randall Margraves. Hann segist hafa séð rautt þegar Nassar hristi hausinn eins og hann væri að halda því fram að dætur hans væru að ljúga. „Ég er engin hetja. Dætur mínar eru hetjurnar sem og öll hin fórnarlömbin. Ég var ekki að hugsa um að drepa hann en ég vildi bara að hann þyrfti líka að finna sársauka,“ sagði Margraves. Dætur hans Madison Rae Margraves og Lauren Margraves voru í réttarsalnum þegar faðir þeirra missti stjórn á sér. Fimleikar Kynferðisbrot Larry Nassar MeToo Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Fleiri fréttir FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Sjá meira
Randall Margraves vakti mikla athygli fyrir helgi þegar hann reyndi að ráðast á bandaríska lækninn Larry Nassar í réttarsalnum þar sem dóttir hans var á sama tíma að segja frá hryllilegri misnotkun Nassar á sér. Larry Nassar misnotaði næstum því þrjú hundruð stelpur í skjóli starfs síns sem læknir ríkisháskólans í Michigan sem og sem læknir bandaríska fimleikasambandsins. Nassar hefur þegar verið dæmdur í 40 til 175 ára fangelsisvistar. Margir líta á Margraves sem hetju en um 25 þúsund dollarar söfnuðust í hans nafni til að borga fyrir hann allan lögfræðikostnað vegna atviksins. Lögreglumenn í réttarsalnum náðu að stoppa Margraves áður en hann komst að Larry Nassar og pabbinn var ekki kærður. Upphæðin, tvær og hálf milljón íslenskra króna, mun verða notuð til að styrkja fórnarlömb kynferðislegs ofbeldis. Margraves veitt CBS News viðtal þar sem hann sagði sína ástæður fyrir árásinni en skömmu áður hafði hann beðið dómarann um að gefa sér tíma með Nassar einn á einn. Dómarinn gat ekki leyft það og þá missti Randall Margraves algjörlega stjórn á sér. Viðtalið og atvikið í réttarsalnum má sjá hér fyrir neðan.Randall Margraves, a father of three daughters abused by Larry Nassar, speaks to CBS News after lunging at the disgraced doctor in sentencing hearing: "I am no hero. My daughters are the heroes -- and all the other victims." pic.twitter.com/lCo8CsOMjn — CBS News (@CBSNews) February 2, 2018 „Án þess að vita það þá hafði ég sjálfur farið með dæturnar mínar þrjár til djöfulsins sem var með sitt eigið sjúka plan í gangi. Ég mun aldrei gleyma þessum manni,“ sagði Randall Margraves. Hann segist hafa séð rautt þegar Nassar hristi hausinn eins og hann væri að halda því fram að dætur hans væru að ljúga. „Ég er engin hetja. Dætur mínar eru hetjurnar sem og öll hin fórnarlömbin. Ég var ekki að hugsa um að drepa hann en ég vildi bara að hann þyrfti líka að finna sársauka,“ sagði Margraves. Dætur hans Madison Rae Margraves og Lauren Margraves voru í réttarsalnum þegar faðir þeirra missti stjórn á sér.
Fimleikar Kynferðisbrot Larry Nassar MeToo Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Fleiri fréttir FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Sjá meira