Líkist stundum nútíma þrælahaldi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. febrúar 2018 19:30 Erlendir sjálfboðaliðar óska reglulega eftir hjálp verkalýðsfélaga til að koma sér úr slæmu vinnuumhverfi hér á landi. Að sögn sérfræðings hjá ASÍ er fólkið jafnan fengið til Íslands á fölskum forsendum. ASÍ opnaði á dögunum heimasíðuna volunteering.is þar vakin er athygli á því að sjálfboðaliðastörf í hagnaðarskyni fyrir atvinnurekendur eru óheimil á Íslandi. Venja er hins vegar fyrir sjálfboðaliðastörfum í þágu góðgerðar- menningar eða mannúðarmála. Aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ segir ólaunaðar stöður á Íslandi auglýstar á mörgum síðum. „Við skoðuðum einn svona vef og þar voru 215 tilboð um sjálfboðaliðastörf og í sumum tilfellum var verið að auglýsa eftir fleiri en einum og fleiri en tveimur starfsmönnum," segir Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ. Sérfræðingur hjá ASÍ segir þetta sérstaklega algengt í ferðaþjónustu og á bóndabýlum. Hún tekur sem dæmi hestaleigu á Snæfellsnesi sem þurfti ítrekað að á skoða á síðasta ári. „Í þessu tilfelli þá fengum við hjálparbeiðni og fólk þurfti að komast í burtu og það var bara fulltrúi frá stéttarfélaginu sem þurfti að sækja viðkomandi og koma honum í burtu," segir María Lóa Friðjónsdóttir, sérfræðingur í vinnustaðaeftirliti. Reglulega er óskað eftir aðstoð og er fólkið þá aðstoðað við að komast aftur heim eða í aðra vinnu. Nýlega hafði María Lóa einnig afskipti af lista- og menningarfyrirtæki á Vesturlandi sem hafði lengt vinnutíma sjálfboðaliða verulega. „Hann var búinn að vera vinna þarna allan veturinn 24/7. Sá algjörlega um staðinn, allar bókanir og allt annað. Hann var að fá 100 þúsund krónur á mánuði og þurfti svo að borga fyrir húsnæði," segir María Lóa. Fólkið er oft fengið til landsins á fölskum forsendum um litla vinnu sem veiti viðkomandi kost á því að skoða landið. „Við rákumst á allt of mörg dæmi um þetta. Að hlutirnir voru nánast það sem við köllum nútíma þrælahald," segir hún. Þau telja vöntun á frekari úrræðum til þess að stöðva síbrotamenn. „Það væri hægt að fá að loka viðkomandi ferðaþjónustu eða atvinnustað. Það væri hægt að beita sektarákvæðum. Ég held að þessi tvö ráð séu svona þau öflugustu," segir María Lóa. Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Erlendir sjálfboðaliðar óska reglulega eftir hjálp verkalýðsfélaga til að koma sér úr slæmu vinnuumhverfi hér á landi. Að sögn sérfræðings hjá ASÍ er fólkið jafnan fengið til Íslands á fölskum forsendum. ASÍ opnaði á dögunum heimasíðuna volunteering.is þar vakin er athygli á því að sjálfboðaliðastörf í hagnaðarskyni fyrir atvinnurekendur eru óheimil á Íslandi. Venja er hins vegar fyrir sjálfboðaliðastörfum í þágu góðgerðar- menningar eða mannúðarmála. Aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ segir ólaunaðar stöður á Íslandi auglýstar á mörgum síðum. „Við skoðuðum einn svona vef og þar voru 215 tilboð um sjálfboðaliðastörf og í sumum tilfellum var verið að auglýsa eftir fleiri en einum og fleiri en tveimur starfsmönnum," segir Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ. Sérfræðingur hjá ASÍ segir þetta sérstaklega algengt í ferðaþjónustu og á bóndabýlum. Hún tekur sem dæmi hestaleigu á Snæfellsnesi sem þurfti ítrekað að á skoða á síðasta ári. „Í þessu tilfelli þá fengum við hjálparbeiðni og fólk þurfti að komast í burtu og það var bara fulltrúi frá stéttarfélaginu sem þurfti að sækja viðkomandi og koma honum í burtu," segir María Lóa Friðjónsdóttir, sérfræðingur í vinnustaðaeftirliti. Reglulega er óskað eftir aðstoð og er fólkið þá aðstoðað við að komast aftur heim eða í aðra vinnu. Nýlega hafði María Lóa einnig afskipti af lista- og menningarfyrirtæki á Vesturlandi sem hafði lengt vinnutíma sjálfboðaliða verulega. „Hann var búinn að vera vinna þarna allan veturinn 24/7. Sá algjörlega um staðinn, allar bókanir og allt annað. Hann var að fá 100 þúsund krónur á mánuði og þurfti svo að borga fyrir húsnæði," segir María Lóa. Fólkið er oft fengið til landsins á fölskum forsendum um litla vinnu sem veiti viðkomandi kost á því að skoða landið. „Við rákumst á allt of mörg dæmi um þetta. Að hlutirnir voru nánast það sem við köllum nútíma þrælahald," segir hún. Þau telja vöntun á frekari úrræðum til þess að stöðva síbrotamenn. „Það væri hægt að fá að loka viðkomandi ferðaþjónustu eða atvinnustað. Það væri hægt að beita sektarákvæðum. Ég held að þessi tvö ráð séu svona þau öflugustu," segir María Lóa.
Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira