Vegagerðin lokar ekki vegum að ástæðulausu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 9. febrúar 2018 19:00 Ferðaþjónustuaðilar hafa gagnrýnt tíðar lokanir Vegagerðarinnar á helstu vegum út fyrir höfuðborgarsvæðisins síðustu daga og vikur. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir að verklag stofnunarinnar hafa margsannað sig þegar veður eru válynd. Íbúar í Hveragerði og Selfossi og ferðaþjónustuaðilar kvörtuðu í gær undan tíðum lokunum Vegagerðarinnar á vegunum um Hellisheiði og Þrengsli undanfarna daga og vikur vegna veðurs. Síðast í dag var veginum um Öxnadalsheiði, Holtavörðuheiði og Bröttubrekku lokað. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni hefur Hellisheiði verið lokað 10 sinnum það sem af er ári samanborið við 4 skipti á síðasta ári. Árið 2016 var Hellisheiði lokað 8 sinnum en árið 2015 lokaðist heiðin 21 sinni. Veginum um Þrengslin hefur verið lokað 9 sinnum það sem af er ári á móti 4 lokunum á síðasta ári. Árið 2016 var veginum lokað 5 sinnum á meðan lokanir voru þrisvar sinnum fleiri árið 2015. Veginum um Mosfellsheiði hefur verið lokað 11 sinnum það sem af er ári samanborið við 7 skipti á síðasta ári. árið 2016 var veginum lokað 13 sinnum og 15 sinnum árið 2015. Þess ber að geta að lokanir hverju sinni voru mislangar en annars vegar er um að ræða fyrirbyggjandi aðgerðir þegar veðurspá var slæm og hins vegar þegar komið var í óefni vegna veðurs. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir lokanirnar ekki að ástæðulausu en tekur þó fram að þær hafi verið óvenju tíðar að undanförnu. Hann segir vefmyndavélar stundum blekkja augað því ófærð geti verið á öðrum stöðum. „Það getur verið að eitthvað annað sé að gerast á leiðinni. Snjóruðningstæki eru kannski að hreinsa veginn, þannig að það geta verið ýmsar ástæður fyrir því að lokunin sé í gildi,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Ákvarðanir um lokun vega hafa verið með svipuðu móti frá árinu 2014 þegar Vegagerðin tók upp nýtt verklag meðal annars í ljósi fjölgunar ferðamanna sem ekki hafa þekkingu á aðstæðum sem hér geti skapast. „Ég held þetta hafi sýnt sig og sannað mjög vel því að um daginn þá lentum við í því að fullt af fólki fór framhjá lokunum og það þýddi að þeir festu sig bara upp á Sandskeiði og voru ekki einu sinni komnir upp á Hellisheiði og það leiddi til þess að það tók miklu lengri tíma að opna aftur,“ segir Pétur. Pétur á von á miklu annríki hjá starfsmönnum Vegagerðarinnar um helgina. „Það er viðbúið að það verði fullt að gera,“ segir Pétur. Tengdar fréttir Víðtækar samgöngutruflanir á landinu á morgun Óhætt er að fullyrða að vonskuveður sé í kortunum. 9. febrúar 2018 06:32 Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Sjá meira
Ferðaþjónustuaðilar hafa gagnrýnt tíðar lokanir Vegagerðarinnar á helstu vegum út fyrir höfuðborgarsvæðisins síðustu daga og vikur. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir að verklag stofnunarinnar hafa margsannað sig þegar veður eru válynd. Íbúar í Hveragerði og Selfossi og ferðaþjónustuaðilar kvörtuðu í gær undan tíðum lokunum Vegagerðarinnar á vegunum um Hellisheiði og Þrengsli undanfarna daga og vikur vegna veðurs. Síðast í dag var veginum um Öxnadalsheiði, Holtavörðuheiði og Bröttubrekku lokað. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni hefur Hellisheiði verið lokað 10 sinnum það sem af er ári samanborið við 4 skipti á síðasta ári. Árið 2016 var Hellisheiði lokað 8 sinnum en árið 2015 lokaðist heiðin 21 sinni. Veginum um Þrengslin hefur verið lokað 9 sinnum það sem af er ári á móti 4 lokunum á síðasta ári. Árið 2016 var veginum lokað 5 sinnum á meðan lokanir voru þrisvar sinnum fleiri árið 2015. Veginum um Mosfellsheiði hefur verið lokað 11 sinnum það sem af er ári samanborið við 7 skipti á síðasta ári. árið 2016 var veginum lokað 13 sinnum og 15 sinnum árið 2015. Þess ber að geta að lokanir hverju sinni voru mislangar en annars vegar er um að ræða fyrirbyggjandi aðgerðir þegar veðurspá var slæm og hins vegar þegar komið var í óefni vegna veðurs. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir lokanirnar ekki að ástæðulausu en tekur þó fram að þær hafi verið óvenju tíðar að undanförnu. Hann segir vefmyndavélar stundum blekkja augað því ófærð geti verið á öðrum stöðum. „Það getur verið að eitthvað annað sé að gerast á leiðinni. Snjóruðningstæki eru kannski að hreinsa veginn, þannig að það geta verið ýmsar ástæður fyrir því að lokunin sé í gildi,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Ákvarðanir um lokun vega hafa verið með svipuðu móti frá árinu 2014 þegar Vegagerðin tók upp nýtt verklag meðal annars í ljósi fjölgunar ferðamanna sem ekki hafa þekkingu á aðstæðum sem hér geti skapast. „Ég held þetta hafi sýnt sig og sannað mjög vel því að um daginn þá lentum við í því að fullt af fólki fór framhjá lokunum og það þýddi að þeir festu sig bara upp á Sandskeiði og voru ekki einu sinni komnir upp á Hellisheiði og það leiddi til þess að það tók miklu lengri tíma að opna aftur,“ segir Pétur. Pétur á von á miklu annríki hjá starfsmönnum Vegagerðarinnar um helgina. „Það er viðbúið að það verði fullt að gera,“ segir Pétur.
Tengdar fréttir Víðtækar samgöngutruflanir á landinu á morgun Óhætt er að fullyrða að vonskuveður sé í kortunum. 9. febrúar 2018 06:32 Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Sjá meira
Víðtækar samgöngutruflanir á landinu á morgun Óhætt er að fullyrða að vonskuveður sé í kortunum. 9. febrúar 2018 06:32