Veðbankar spá fyrir um hver muni vinna Game of Thrones Samúel Karl Ólason skrifar 23. janúar 2018 14:45 Næturkonungurinn þykir leiðinlega líklegur til að bera sigur úr býtum. Vísir/HBO Veðbankar eru farnir að spá fyrir um það hver muni sitja í hásætinu beitta þegar Game of Thrones klárast á næsta ári. Aðdáendur þáttanna hafa verið að spyrja sig að þessu undanfarin ár og lesendur bókanna mun lengur en það. Hins vegar fer að líða að þessu og hafa veðbankar sett saman lista yfir hver sé líklegastur til að vinna krúnuleikana svokölluðu. Samkvæmt Winter Is Coming tók veðmangarinn breski, William Hill, stuðlana saman um daginn og bjó til lista. Af öllum þeim persónum sem enn lifa er Jon Snow (Aegon Targaryen) sagður líklegastur til að drottna yfir Westeros. Enda er hann réttmætur erfingi Targaryenættarinnar, eins og í ljós kom í síðustu þáttaröð. Þá er Næturkonungurinn sjálfur í fjórða sæti. Það er svo sannarlega raunhæfur möguleiki að hann vinni og drottni yfir líkum íbúa Westeros og jafnvel alls heimsins.Listinn: Jon Snow 9/4 Daenerys Targaryen 4/1 Cersei Lannister 7/1 Næturkonungurinn 8/1 Tyrion Lannister 10/1 Bran Stark 12/1 Gendry 12/1 Samwell Tarly 12/1 Sansa Stark 12/1 Arya Stark 14/1 Euron Greyjoy 20/1 Jaime Lannister 25/1 Varys 50/1 Theon Greyjoy 66/1 Davos Seaworth 80/1 Yara Greyjoy 80/1 Brienne frá Tarth 100/1 Jaqen H'gar 100/1 Melisandre 100/1 Gilly 250/1 Ef enginn vinnur, sem er einnig raunhæfur möguleiki, verða öll veðmál ógild. Augljóslega eru margir þarna líklegri en aðrir en svo má ekki gleyma því að pör gætu drottnað saman yfir Westeros. Hvað finnst ykkur? Game of Thrones Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Veðbankar eru farnir að spá fyrir um það hver muni sitja í hásætinu beitta þegar Game of Thrones klárast á næsta ári. Aðdáendur þáttanna hafa verið að spyrja sig að þessu undanfarin ár og lesendur bókanna mun lengur en það. Hins vegar fer að líða að þessu og hafa veðbankar sett saman lista yfir hver sé líklegastur til að vinna krúnuleikana svokölluðu. Samkvæmt Winter Is Coming tók veðmangarinn breski, William Hill, stuðlana saman um daginn og bjó til lista. Af öllum þeim persónum sem enn lifa er Jon Snow (Aegon Targaryen) sagður líklegastur til að drottna yfir Westeros. Enda er hann réttmætur erfingi Targaryenættarinnar, eins og í ljós kom í síðustu þáttaröð. Þá er Næturkonungurinn sjálfur í fjórða sæti. Það er svo sannarlega raunhæfur möguleiki að hann vinni og drottni yfir líkum íbúa Westeros og jafnvel alls heimsins.Listinn: Jon Snow 9/4 Daenerys Targaryen 4/1 Cersei Lannister 7/1 Næturkonungurinn 8/1 Tyrion Lannister 10/1 Bran Stark 12/1 Gendry 12/1 Samwell Tarly 12/1 Sansa Stark 12/1 Arya Stark 14/1 Euron Greyjoy 20/1 Jaime Lannister 25/1 Varys 50/1 Theon Greyjoy 66/1 Davos Seaworth 80/1 Yara Greyjoy 80/1 Brienne frá Tarth 100/1 Jaqen H'gar 100/1 Melisandre 100/1 Gilly 250/1 Ef enginn vinnur, sem er einnig raunhæfur möguleiki, verða öll veðmál ógild. Augljóslega eru margir þarna líklegri en aðrir en svo má ekki gleyma því að pör gætu drottnað saman yfir Westeros. Hvað finnst ykkur?
Game of Thrones Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira