Dæmi um að eftirlitsmönnum Vinnueftirlitsins sé hótað lífláti Jóhann K. Jóhannsson skrifar 17. janúar 2018 19:00 Dæmi eru um að eftirlitsmönnum Vinnueftirlitsins sé hótað lífláti Vísir/Sigurjón Dæmi eru um að eftirlitsmönnum Vinnueftirlitsins hafi verið hótað lífláti við störf sín og að þeir hafi þurft á vernd að halda í vettvangsferðum. Forstjóri Vinnueftirlitsins segir að auðvelda þurfi stofnunum að kæra mál sem koma upp, svo starfsmenn þurfi ekki að standa í því persónulega. Fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að eldvarnareftirlitsmanni hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins hafi verið hótað við störf sín í máli sem tengdist ólöglegri búsetu í iðnaðarhúsnæði. Það mál var ekki kært til lögreglu en hefur fréttastofan upplýsingar um að starfsmenn opinberra stofnanna veigri sér við að kæra mál sem þessi þar sem starfsmennirnir sjálfir þurfi að gefa upp persónuupplýsingar sem svo séu aðgengilegar þeim sem staðið hafa í hótunum. Eftirlitsmönnum Vinnueftirlitsins hefur verið hótað við störf sín, jafnvel lífláti og verið ógnað í vettvangsferðum. Hlutverk þeirra er að tryggja öryggi starfsmanna á vinnustað og þurfa í sumum tilfellum að taka erfiðar ákvarðanir. „Við getum komið að aðstæðum á vinnustað sem kalla á aðgerðir. Til dæmist að vinna sé stöðvuð og menn hafa brugðist illa við því og verið með sterkar hótanir þannig að við höfum þurft að kalla til lögreglu til að geta klárað okkar vinnu,“ segir Eyjólfur Sæmundsson, forstjóri Vinnueftirlitsins. Eyjólfur segir að í raun séu þessi mál bara lítið brot af öllum þeim heimsóknum sem eftirlitsmenn fara í á hverju ári en hvert mál sé alltaf alvarlegt komi það upp. „Við erum til dæmis með eitt mál núna þar sem að við höfum stöðvað starfsemi og eigandi í fyrirtækinu er með heilmiklar hótanir í garð starfsmanna hérna hjá okkur, bæði mín og annarra,“ segir Eyjólfur. Eyjólfur segir að gera þurfi opinberum stofnunum auðveldara að kæra hótanir fyrir hönd starfsmanna sinna en ekki hafa öll mál sem komið hafi upp hjá Vinnueftirlitinu verið kærð til lögreglu. „Það þarf að vera þannig að stofnunin geti gert það en einstaklingurinn sjálfur, starfsmaðurinn sem vinnur hjá okkur, að hann þurfi ekki að vera að standa í því beint, persónulega. Við erum með eitt mál núna þar sem um er að ræða alvarlega hótanir og ég reikna með því að við munum kæra það til lögreglunnar og reyna koma því inn í dómskerfið,“ segir Eyjólfur. Og þá eru dæmi að eftirlitsmenn hafi þurft vernd lögreglu í eftirlitsheimsóknum. „Við höfum þurft að kalla til lögreglu til að aðstoða við að klára eftirlitsheimsókn og ég man sérstaklega eftir einu tilviki að starfsmanni okkar var hótað lífláti,“ segir Eyjólfur. Tengdar fréttir „Lít svo á að ef opinberum starfsmönnum er hótað þá beri að kæra það til lögreglu“ Formaður Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna furðar sig á því af hverju eigandi iðnaðarhúsnæðis hafi komist upp með að hafa haft í hótunum við slökkviliðsmann vegna brunaúttektar 16. janúar 2018 20:00 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Fleiri fréttir Sigfús, Baldur og Hlynur leiða hjá Okkar borg Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Sjá meira
Dæmi eru um að eftirlitsmönnum Vinnueftirlitsins hafi verið hótað lífláti við störf sín og að þeir hafi þurft á vernd að halda í vettvangsferðum. Forstjóri Vinnueftirlitsins segir að auðvelda þurfi stofnunum að kæra mál sem koma upp, svo starfsmenn þurfi ekki að standa í því persónulega. Fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að eldvarnareftirlitsmanni hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins hafi verið hótað við störf sín í máli sem tengdist ólöglegri búsetu í iðnaðarhúsnæði. Það mál var ekki kært til lögreglu en hefur fréttastofan upplýsingar um að starfsmenn opinberra stofnanna veigri sér við að kæra mál sem þessi þar sem starfsmennirnir sjálfir þurfi að gefa upp persónuupplýsingar sem svo séu aðgengilegar þeim sem staðið hafa í hótunum. Eftirlitsmönnum Vinnueftirlitsins hefur verið hótað við störf sín, jafnvel lífláti og verið ógnað í vettvangsferðum. Hlutverk þeirra er að tryggja öryggi starfsmanna á vinnustað og þurfa í sumum tilfellum að taka erfiðar ákvarðanir. „Við getum komið að aðstæðum á vinnustað sem kalla á aðgerðir. Til dæmist að vinna sé stöðvuð og menn hafa brugðist illa við því og verið með sterkar hótanir þannig að við höfum þurft að kalla til lögreglu til að geta klárað okkar vinnu,“ segir Eyjólfur Sæmundsson, forstjóri Vinnueftirlitsins. Eyjólfur segir að í raun séu þessi mál bara lítið brot af öllum þeim heimsóknum sem eftirlitsmenn fara í á hverju ári en hvert mál sé alltaf alvarlegt komi það upp. „Við erum til dæmis með eitt mál núna þar sem að við höfum stöðvað starfsemi og eigandi í fyrirtækinu er með heilmiklar hótanir í garð starfsmanna hérna hjá okkur, bæði mín og annarra,“ segir Eyjólfur. Eyjólfur segir að gera þurfi opinberum stofnunum auðveldara að kæra hótanir fyrir hönd starfsmanna sinna en ekki hafa öll mál sem komið hafi upp hjá Vinnueftirlitinu verið kærð til lögreglu. „Það þarf að vera þannig að stofnunin geti gert það en einstaklingurinn sjálfur, starfsmaðurinn sem vinnur hjá okkur, að hann þurfi ekki að vera að standa í því beint, persónulega. Við erum með eitt mál núna þar sem um er að ræða alvarlega hótanir og ég reikna með því að við munum kæra það til lögreglunnar og reyna koma því inn í dómskerfið,“ segir Eyjólfur. Og þá eru dæmi að eftirlitsmenn hafi þurft vernd lögreglu í eftirlitsheimsóknum. „Við höfum þurft að kalla til lögreglu til að aðstoða við að klára eftirlitsheimsókn og ég man sérstaklega eftir einu tilviki að starfsmanni okkar var hótað lífláti,“ segir Eyjólfur.
Tengdar fréttir „Lít svo á að ef opinberum starfsmönnum er hótað þá beri að kæra það til lögreglu“ Formaður Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna furðar sig á því af hverju eigandi iðnaðarhúsnæðis hafi komist upp með að hafa haft í hótunum við slökkviliðsmann vegna brunaúttektar 16. janúar 2018 20:00 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Fleiri fréttir Sigfús, Baldur og Hlynur leiða hjá Okkar borg Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Sjá meira
„Lít svo á að ef opinberum starfsmönnum er hótað þá beri að kæra það til lögreglu“ Formaður Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna furðar sig á því af hverju eigandi iðnaðarhúsnæðis hafi komist upp með að hafa haft í hótunum við slökkviliðsmann vegna brunaúttektar 16. janúar 2018 20:00