Segir að keyptar vinsældir muni heyra sögunni til Guðný Hrönn skrifar 6. janúar 2018 12:45 Andri starfar hjá Ghostlamp sem er fyrirtæki sem tengir saman íslensk fyrirtæki og svokallaða áhrifavalda í markaðsskyni. vísir/stefán Í vikunni voru fréttir um samfélagsmiðlastjörnur, eða fólk sem dreymir um að verða slíkar stjörnur, sem kaupa sér vinsældir á miðlum á borð við Instagram áberandi. Vinsældirnar eru í formi fylgjenda, „like-a“ og athugasemda á samfélagsmiðlum. Keyptir fylgjendur á samfélagsmiðlum eru tiltölulega nýtt fyrirbæri og margir sem vissu ekki að hægt væri að kaupa slíkt. En Andri Birgisson, þróunarstjóri Ghostlamp, segir að æ fleira fólk sé að verða meðvitað um að þetta sé hægt. Hann spáir því að innan skamms muni fólk hætta að kaupa sér fylgjendur. „Við hjá Ghostlamp höfum lagt mikið upp úr því að greina hvort fylgjendur áhrifavalda séu alvöru eða ekki,“ segir Andri. Þegar hann er spurður út í hvort hann haldi að gervifylgjendur muni á einhverjum tímapunkti heyra sögunni til segir hann: „Já, og þetta hefur skánað mikið eftir að samfélagsmiðlarnir fóru að taka á þessu og eyða þessum gervifylgjendum. Þjónustum sem bjóða upp á gervifylgi hefur fækkað mikið í kjölfarið,“ útskýrir Andri sem er viss um að fólk sem notar samfélagsmiðla að staðaldri sjái í gegnum þá „áhrifavalda“ sem kaupa fylgjendur. „Ég held að ungt fólk sem notar samfélagsmiðla sé frekar meðvitað um að þetta sé hægt. Samkvæmt okkar gögnum er frekar auðvelt að greina þetta.“En af hverju kaupir fólk sér fylgjendur á samfélagsmiðlum, fólk sem er kannski nú þegar með stóran hóp fylgjenda? Andri segir hærri fylgjendatölu gjarnan þýða meiri tekjumöguleika. Þannig að sá sem er með t.d. 20.000 fylgjendur fær meira greitt fyrir að birta auglýsingu heldur en sá sem er með 5.000 fylgjendur svo dæmi sé tekið.„Í okkar reikniaðferð hefur fylgjendafjöldi áhrif á virði, en aðrir þættir hafa meira vægi eins og viðbrögð (e. „engagement“) við birtu efni.“ Til viðbótar við fylgjendafjölda og „engagement“ segir hnattræn staðsetning fylgjenda mikið. „Innan eðlilegra marka er ef stór samfélagsmiðlastjarna er með um 20% erlent fylgi. Í sumum flokkum getur þetta þó verið meira, þá sérstaklega hjá íþróttafólki. En ef staðsetning fylgjenda er mjög dreifð þá bendir það til þess að fylgi hafi verið keypt,“ segir Andri en þau hjá Ghostlamp nota sérstakan hugbúnað til að greina þessi atriði. Andri segir líka upplýsandi að fara inn á síður hjá gervifylgjendum, þá kemur yfirleitt strax í ljós hvað um ræðir. „Týpísk hegðun hjá gervinotanda er fylgja óeðlilega mörgum, hafa enga prófílmynd eða setja ekkert efni á sína síðu.“ Mest lesið Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið „Fólk hló og grét til skiptis“ Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Fleiri fréttir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Sjá meira
Í vikunni voru fréttir um samfélagsmiðlastjörnur, eða fólk sem dreymir um að verða slíkar stjörnur, sem kaupa sér vinsældir á miðlum á borð við Instagram áberandi. Vinsældirnar eru í formi fylgjenda, „like-a“ og athugasemda á samfélagsmiðlum. Keyptir fylgjendur á samfélagsmiðlum eru tiltölulega nýtt fyrirbæri og margir sem vissu ekki að hægt væri að kaupa slíkt. En Andri Birgisson, þróunarstjóri Ghostlamp, segir að æ fleira fólk sé að verða meðvitað um að þetta sé hægt. Hann spáir því að innan skamms muni fólk hætta að kaupa sér fylgjendur. „Við hjá Ghostlamp höfum lagt mikið upp úr því að greina hvort fylgjendur áhrifavalda séu alvöru eða ekki,“ segir Andri. Þegar hann er spurður út í hvort hann haldi að gervifylgjendur muni á einhverjum tímapunkti heyra sögunni til segir hann: „Já, og þetta hefur skánað mikið eftir að samfélagsmiðlarnir fóru að taka á þessu og eyða þessum gervifylgjendum. Þjónustum sem bjóða upp á gervifylgi hefur fækkað mikið í kjölfarið,“ útskýrir Andri sem er viss um að fólk sem notar samfélagsmiðla að staðaldri sjái í gegnum þá „áhrifavalda“ sem kaupa fylgjendur. „Ég held að ungt fólk sem notar samfélagsmiðla sé frekar meðvitað um að þetta sé hægt. Samkvæmt okkar gögnum er frekar auðvelt að greina þetta.“En af hverju kaupir fólk sér fylgjendur á samfélagsmiðlum, fólk sem er kannski nú þegar með stóran hóp fylgjenda? Andri segir hærri fylgjendatölu gjarnan þýða meiri tekjumöguleika. Þannig að sá sem er með t.d. 20.000 fylgjendur fær meira greitt fyrir að birta auglýsingu heldur en sá sem er með 5.000 fylgjendur svo dæmi sé tekið.„Í okkar reikniaðferð hefur fylgjendafjöldi áhrif á virði, en aðrir þættir hafa meira vægi eins og viðbrögð (e. „engagement“) við birtu efni.“ Til viðbótar við fylgjendafjölda og „engagement“ segir hnattræn staðsetning fylgjenda mikið. „Innan eðlilegra marka er ef stór samfélagsmiðlastjarna er með um 20% erlent fylgi. Í sumum flokkum getur þetta þó verið meira, þá sérstaklega hjá íþróttafólki. En ef staðsetning fylgjenda er mjög dreifð þá bendir það til þess að fylgi hafi verið keypt,“ segir Andri en þau hjá Ghostlamp nota sérstakan hugbúnað til að greina þessi atriði. Andri segir líka upplýsandi að fara inn á síður hjá gervifylgjendum, þá kemur yfirleitt strax í ljós hvað um ræðir. „Týpísk hegðun hjá gervinotanda er fylgja óeðlilega mörgum, hafa enga prófílmynd eða setja ekkert efni á sína síðu.“
Mest lesið Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið „Fólk hló og grét til skiptis“ Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Fleiri fréttir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Sjá meira