Vilja banna sölu á límgildrum sem ekki má nota Sunna Sæmundsdóttir skrifar 8. janúar 2018 20:00 Dýralæknir hjá Matvælastofnun telur þörf á endurskoðun laga til að koma megi í veg fyrir sölu á límgildrum fyrir mýs. Notkun þeirra er talin andstæð dýravelferðarlögum en sala og dreifing á þeim er heimil. Límgildrur fyrir mýs fást víða á Íslandi og njóta töluverðra vinsælda þar sem þær þykja skilvirkar í veiðum. Samkæmt lögum um dýravelferð skal hins vegar ávallt staðið að veiðum þannig að það valdi dýrunum sem minnstum sársauka og á aflífun að taka sem skemmstan tíma. Í frumvarpi til laganna er beinlínis minnst á límgildrur í þessu samhengi og þær sagðar ómannúðlegar þar sem dauðastríð dýra sem í þeim festast getur varað í langan tíma. Notkun þeirra er samkvæmt þessu óheimil en dýralæknir hjá Matvælastofnun segir hins vegar ekki hægt að stöðva sölu þeirra og dreifingu. „Í þessum lögum kemur einnig fram að sala og dreifing á tækjum og tólum sem eru ætluð til að meiða sé bönnuð á dýrum í haldi manna. Þar sem að fæstir halda mýs og önnur meindýr náum við ekki að nýta þessa lagaheimild til þess að gera þessi tæki og tól upptæk eða banna sölu og dreifingu," segir Þóra J. Jónasdóttir. Notkun á gildrunum er bönnuð á öllum Norðurlöndum en einungis í Svíþjóð hefur einnig verið tekið fyrir sölu og dreifingu. Þóra telur misræmið bagalegt. „Ég held það væri skýrar fyrir alla ef það væri sett reglugerð sem tæki á þessum atriðum því augljóslega finnst fólki mjög undarlegt að eitthvað sé leyft í sölu og dreifingu sem svo ekki má nota," segir Þóra. Ekki náðist í landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra sem fer með málaflokkinn við vinnslu fréttarinnar en Þóra segir lögin gera ráð fyrir reglugerð um þetta efni og hefur MAST óskað eftir henni. „Þeir tóku jákvætt í erindi okkar en við höfum svo ekki heyrt meir. Það er mögulega í vinnslu þar eða mér er ekki alveg kunnugt um hvar það mál er statt hjá ráðuneytinu," segir Þóra. Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Sjá meira
Dýralæknir hjá Matvælastofnun telur þörf á endurskoðun laga til að koma megi í veg fyrir sölu á límgildrum fyrir mýs. Notkun þeirra er talin andstæð dýravelferðarlögum en sala og dreifing á þeim er heimil. Límgildrur fyrir mýs fást víða á Íslandi og njóta töluverðra vinsælda þar sem þær þykja skilvirkar í veiðum. Samkæmt lögum um dýravelferð skal hins vegar ávallt staðið að veiðum þannig að það valdi dýrunum sem minnstum sársauka og á aflífun að taka sem skemmstan tíma. Í frumvarpi til laganna er beinlínis minnst á límgildrur í þessu samhengi og þær sagðar ómannúðlegar þar sem dauðastríð dýra sem í þeim festast getur varað í langan tíma. Notkun þeirra er samkvæmt þessu óheimil en dýralæknir hjá Matvælastofnun segir hins vegar ekki hægt að stöðva sölu þeirra og dreifingu. „Í þessum lögum kemur einnig fram að sala og dreifing á tækjum og tólum sem eru ætluð til að meiða sé bönnuð á dýrum í haldi manna. Þar sem að fæstir halda mýs og önnur meindýr náum við ekki að nýta þessa lagaheimild til þess að gera þessi tæki og tól upptæk eða banna sölu og dreifingu," segir Þóra J. Jónasdóttir. Notkun á gildrunum er bönnuð á öllum Norðurlöndum en einungis í Svíþjóð hefur einnig verið tekið fyrir sölu og dreifingu. Þóra telur misræmið bagalegt. „Ég held það væri skýrar fyrir alla ef það væri sett reglugerð sem tæki á þessum atriðum því augljóslega finnst fólki mjög undarlegt að eitthvað sé leyft í sölu og dreifingu sem svo ekki má nota," segir Þóra. Ekki náðist í landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra sem fer með málaflokkinn við vinnslu fréttarinnar en Þóra segir lögin gera ráð fyrir reglugerð um þetta efni og hefur MAST óskað eftir henni. „Þeir tóku jákvætt í erindi okkar en við höfum svo ekki heyrt meir. Það er mögulega í vinnslu þar eða mér er ekki alveg kunnugt um hvar það mál er statt hjá ráðuneytinu," segir Þóra.
Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Sjá meira