Fyrsti samkynhneigði Ólympíufari Bandaríkjanna gagnrýnir komu Mike Pence á ÓL Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. janúar 2018 15:30 Adam Rippon. Vísir/Getty Vetrarólympíuleikarnir fara fram í Pyeochang í Suður-Kóreu í næsta mánuði og þar mun Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, mæta fyrir hönd bandaríska stjórnvalda. Það eru ekki allir sáttir við það. Listskautahlauparinn Adam Rippon vann sér sæti í bandaríska Ólympíuliðinu á dögunum og verður því með í Pyeochang. Hann verður þar með fyrsti opinberi samkynhneigði Bandaríkjamaðurinn til að keppa Vetrarólympíuleikum samkvæmt frétt USA Today. Mike Pence hefur barist á móti því að auka réttindi samkynhneigðra og er á móti hjónabandi milli fólks af sama kyni. Adam Rippon og fleiri eru skiljanlega allt annað en ánægð með skoðanir Pence í þessum málaflokki. Þeim þykir því ekki við hæfi að Mike Pence mæti á svæðið fyrir hönd bandaríska stjórnvalda. „Þú ert að tala um sama Mike Pence og stofnaði meðferðina sem átti að lækna samkynhneigða. Ég er ekki að kaupa það,“ sagði Adam Rippon í viðtali við USA Today.Gay Olympian Adam Rippon blasts the selection of Mike Pence to lead the U.S. delegation at the Pyeongchang Olympics: https://t.co/Ql2bjg366Mpic.twitter.com/CUCwIrNRix — USA TODAY Sports (@usatodaysports) January 17, 2018 „Ef þetta væri fyrir mína grein þá myndi ég pottþétt ekki fórna neinu af mínum undirbúningi til þess að hitta einhvern sem er ekki aðeins óvinur samkynhneigðra heldur telur að samkynhneigðir séu veikir,“ sagði Adam Rippon. Adam Rippon dró aðeins í landa seinna í viðtalinu og sagði að hann væri opnari fyrir því að hitta varaforsetann ef hann væri búinn að keppa á leikunum. Adam Rippon er 28 ára gamall og varð bandarískur meisari árið 2016. Hann endaði í fjórða sæti á úrtökumótinu fyrir þessa Ólympíuleika. Adam Rippon er ekki hrifinn af Donaldo Trump heldur og hefur gefið það út að hann muni ekki mæta í Hvíta húsið fari svo að hann vinni til verðlauna á leikunum í Pyeochang. Rippon segist hinsvegar vera fulltrúi bandarísku þjóðarinnar á ÓL og hann muni virða það. Ólympíuleikarnir séu því enginn vettvangur til að mótmæla. Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Erlangen staðfestir komu Andra Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Gæti fengið átta milljarða króna Yamal tekur óhræddur við tíunni Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Bradley Beal til Clippers Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Sjá meira
Vetrarólympíuleikarnir fara fram í Pyeochang í Suður-Kóreu í næsta mánuði og þar mun Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, mæta fyrir hönd bandaríska stjórnvalda. Það eru ekki allir sáttir við það. Listskautahlauparinn Adam Rippon vann sér sæti í bandaríska Ólympíuliðinu á dögunum og verður því með í Pyeochang. Hann verður þar með fyrsti opinberi samkynhneigði Bandaríkjamaðurinn til að keppa Vetrarólympíuleikum samkvæmt frétt USA Today. Mike Pence hefur barist á móti því að auka réttindi samkynhneigðra og er á móti hjónabandi milli fólks af sama kyni. Adam Rippon og fleiri eru skiljanlega allt annað en ánægð með skoðanir Pence í þessum málaflokki. Þeim þykir því ekki við hæfi að Mike Pence mæti á svæðið fyrir hönd bandaríska stjórnvalda. „Þú ert að tala um sama Mike Pence og stofnaði meðferðina sem átti að lækna samkynhneigða. Ég er ekki að kaupa það,“ sagði Adam Rippon í viðtali við USA Today.Gay Olympian Adam Rippon blasts the selection of Mike Pence to lead the U.S. delegation at the Pyeongchang Olympics: https://t.co/Ql2bjg366Mpic.twitter.com/CUCwIrNRix — USA TODAY Sports (@usatodaysports) January 17, 2018 „Ef þetta væri fyrir mína grein þá myndi ég pottþétt ekki fórna neinu af mínum undirbúningi til þess að hitta einhvern sem er ekki aðeins óvinur samkynhneigðra heldur telur að samkynhneigðir séu veikir,“ sagði Adam Rippon. Adam Rippon dró aðeins í landa seinna í viðtalinu og sagði að hann væri opnari fyrir því að hitta varaforsetann ef hann væri búinn að keppa á leikunum. Adam Rippon er 28 ára gamall og varð bandarískur meisari árið 2016. Hann endaði í fjórða sæti á úrtökumótinu fyrir þessa Ólympíuleika. Adam Rippon er ekki hrifinn af Donaldo Trump heldur og hefur gefið það út að hann muni ekki mæta í Hvíta húsið fari svo að hann vinni til verðlauna á leikunum í Pyeochang. Rippon segist hinsvegar vera fulltrúi bandarísku þjóðarinnar á ÓL og hann muni virða það. Ólympíuleikarnir séu því enginn vettvangur til að mótmæla.
Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Erlangen staðfestir komu Andra Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Gæti fengið átta milljarða króna Yamal tekur óhræddur við tíunni Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Bradley Beal til Clippers Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Sjá meira