Tók vitlausa beygju og missti af verðlaunum á Ólympíuleikunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. febrúar 2018 13:00 Teresa Stadlober er hér á undan Marit Björgen. Vísir/Getty Austurríska skíðagöngukonan Teresa Stadlober var í fínni stöðu í 30 kílómetra göngunni á Ólympíuleikunum í Pyeongchang í Suður-Kóreu en þetta var síðasta grein leikanna. Gangan byrjaði mjög vel hjá Teresu og hún hélt í við hina mögnuðu norsku skíðagöngukonu Marit Björgen í upphafi. Stadlober var í öðru sæti í göngunni en varð þá á þau mistök að taka vitlausa beygju. Hún þurfti að ganga lengra en keppinautarnir og endaði að lokum níunda.Blackout kostet #Stadlober Medaille – 30-km-Gold an #Björgen! #Olympics#PyeongChang2018https://t.co/1KlcQxIMcr — Sky Sport Austria (@SkySportAustria) February 25, 2018 Það má segja að þessi vitlausa beygja hafi kostað hana verðlaunasæti en verðlaunin tóku Marit Björgen frá Noregi (gull), Krista Pärmäkoski frá Finnlandi (silfur) og Stina Nilsson frá Svíþjóð (brons). „Ég veit ekki hvernig ég fór að þessu. Ég tók vitlausa beyju og fór hluta leiðarinnar tvisvar. Í seinna skiptið var ég orðin alveg rugluð. Ég sá bara svart,“ sagði Teresa Stadlober vandræðaleg í viðtali við Associated Press. Teresa Stadlober hafði þegar klárað 23 kílómetra af kílómetrunum 30 þegar hún fór útaf brautinni og silfurverðlaunin voru því í sjónmáli.Co-Kommentator sein, wenn die Tochter eine #Olympia-Medaille vergeigt... Genau das widerfährt bei ORF Alois #Stadlober. #srfpyeongchanghttps://t.co/QCpTRJSau1pic.twitter.com/5fceqFuyW7 — SRF Sport (@srfsport) February 25, 2018 „Ég er bara mjög leið og vonsvikin að þetta hafi gerst því ég fann mig mjög vel. Formið mitt var gott og ég vissi að ég ætti fína möguleika. Ég hélt alltaf að ég væri að fara að berjast um verðlaun,“ sagði Teresa Stadlober en faðir hennar gat lítið annað en faðmað hana þegar hún kom í mark. „Ég bara grét. Hann sagði bara: Þetta var ekki þinn dagur en þú verður að þekkja keppnisbrautina ef þú ætlar að vinna verðlaun,“ sagði Stadlober.Ein og yfirgefin.Vísir/Getty Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ótrúlegur skákáhugi í Noregi en ná samt ekki íslensku prósentunni Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Sjá meira
Austurríska skíðagöngukonan Teresa Stadlober var í fínni stöðu í 30 kílómetra göngunni á Ólympíuleikunum í Pyeongchang í Suður-Kóreu en þetta var síðasta grein leikanna. Gangan byrjaði mjög vel hjá Teresu og hún hélt í við hina mögnuðu norsku skíðagöngukonu Marit Björgen í upphafi. Stadlober var í öðru sæti í göngunni en varð þá á þau mistök að taka vitlausa beygju. Hún þurfti að ganga lengra en keppinautarnir og endaði að lokum níunda.Blackout kostet #Stadlober Medaille – 30-km-Gold an #Björgen! #Olympics#PyeongChang2018https://t.co/1KlcQxIMcr — Sky Sport Austria (@SkySportAustria) February 25, 2018 Það má segja að þessi vitlausa beygja hafi kostað hana verðlaunasæti en verðlaunin tóku Marit Björgen frá Noregi (gull), Krista Pärmäkoski frá Finnlandi (silfur) og Stina Nilsson frá Svíþjóð (brons). „Ég veit ekki hvernig ég fór að þessu. Ég tók vitlausa beyju og fór hluta leiðarinnar tvisvar. Í seinna skiptið var ég orðin alveg rugluð. Ég sá bara svart,“ sagði Teresa Stadlober vandræðaleg í viðtali við Associated Press. Teresa Stadlober hafði þegar klárað 23 kílómetra af kílómetrunum 30 þegar hún fór útaf brautinni og silfurverðlaunin voru því í sjónmáli.Co-Kommentator sein, wenn die Tochter eine #Olympia-Medaille vergeigt... Genau das widerfährt bei ORF Alois #Stadlober. #srfpyeongchanghttps://t.co/QCpTRJSau1pic.twitter.com/5fceqFuyW7 — SRF Sport (@srfsport) February 25, 2018 „Ég er bara mjög leið og vonsvikin að þetta hafi gerst því ég fann mig mjög vel. Formið mitt var gott og ég vissi að ég ætti fína möguleika. Ég hélt alltaf að ég væri að fara að berjast um verðlaun,“ sagði Teresa Stadlober en faðir hennar gat lítið annað en faðmað hana þegar hún kom í mark. „Ég bara grét. Hann sagði bara: Þetta var ekki þinn dagur en þú verður að þekkja keppnisbrautina ef þú ætlar að vinna verðlaun,“ sagði Stadlober.Ein og yfirgefin.Vísir/Getty
Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ótrúlegur skákáhugi í Noregi en ná samt ekki íslensku prósentunni Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Sjá meira