„Viðbjóðsleg, tilgerðarleg, kvalafull og aumkunarverð“ kvikmynd von Trier gekk fram af áhorfendum í Cannes Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. maí 2018 21:30 Lars von Trier sést hér á frumsýningu The House That Jack Built í Cannes í Frakklandi í gær. Aðalleikari myndarinnar, Matt Dillon, er hægra megin við Trier á myndinni. Vísir/AFP Fjölmargir áhorfendur gengu út af sýningu á nýjustu kvikmynd danska leikstjórans Lars von Trier en myndin var frumsýnd á Cannes-kvikmyndahátíðinni í gær. Gagnrýnendur hafa sagt kvikmyndina, sem ber titilinn The House That Jack Built, „ógeðslega“ og „aumkunarverða“. Bandaríski leikarinn Matt Dillon fer með aðalhlutverk í myndinni en hann leikur raðmorðingja sem myrðir bæði konur og börn á hryllilegan máta. Uma Thurman fer einnig með hlutverk í myndinni, sem var sýnd á Cannes-kvikmyndahátíðinni í gær. Myndin þykir svo óhugnanleg að yfir hundrað manns eru sagðir hafa gengið út úr salnum áður en hún kláraðist, að því er BBC hefur eftir fréttamanni Variety. Þá hafa gagnrýnendur almennt lýst yfir óánægju sinni með þetta nýjasta sköpunarverk Lars von Trier. Einn sagði hana „viðbjóðslega, tilgerðarlega, tilefni til uppkasta, kvalafulla og aumkunarverða.“ Annar sagði að aldrei hefði átt að framleiða kvikmyndina og að leikararnir væru „meðsekir“. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Von Trier sjokkerar á Cannes-kvikmyndahátíðinni. Honum var bannað að mæta á hátíðina í sjö ár eftir ummæli sem höfð voru eftir honum á blaðamannafundi fyrir kvikmynd hans, Melancholia. Þar grínaðist Von Trier með að hann væri nasisti, sem fór mjög fyrir brjóstið á skipuleggjendum í Cannes.Hér að neðan má sjá stiklu fyrir The House That Jack Built. Rétt er að vara lesendur við efni stiklunnar. Cannes Menning Tengdar fréttir Björk stígur fram og segir frá kynferðislegri áreitni Lars von Trier Björk Guðmundsdóttir sakar danska leikstjórann Lars Von Trier um kynferðislega áreitni í stöðuuppfærslu sem hún birti á Facebook-síðu sinni í dag. Þau unnu saman að gerð kvikmyndarinnar Dancer in the Dark sem kom út árið 2000. 15. október 2017 14:12 Segir Lars von Trier hafa borið upp kynferðisleg boð á meðan konan hans stóð við hliðina á þeim Björk segir kynferðislega áreitni Lars von Trier yfir allan vafa hafinn 17. október 2017 11:30 Fimm tíma klám á Cannes Lars Von Trier mun mæta til leiks á kvikmyndahátíðina næsta vor með frumsýningu á nýjustu mynd sinni, Nymphomaniac. Myndin hefur vakið athygli fyrir grófar kynlíssenur. 20. september 2013 14:54 Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Leikjavísir Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Fjölmargir áhorfendur gengu út af sýningu á nýjustu kvikmynd danska leikstjórans Lars von Trier en myndin var frumsýnd á Cannes-kvikmyndahátíðinni í gær. Gagnrýnendur hafa sagt kvikmyndina, sem ber titilinn The House That Jack Built, „ógeðslega“ og „aumkunarverða“. Bandaríski leikarinn Matt Dillon fer með aðalhlutverk í myndinni en hann leikur raðmorðingja sem myrðir bæði konur og börn á hryllilegan máta. Uma Thurman fer einnig með hlutverk í myndinni, sem var sýnd á Cannes-kvikmyndahátíðinni í gær. Myndin þykir svo óhugnanleg að yfir hundrað manns eru sagðir hafa gengið út úr salnum áður en hún kláraðist, að því er BBC hefur eftir fréttamanni Variety. Þá hafa gagnrýnendur almennt lýst yfir óánægju sinni með þetta nýjasta sköpunarverk Lars von Trier. Einn sagði hana „viðbjóðslega, tilgerðarlega, tilefni til uppkasta, kvalafulla og aumkunarverða.“ Annar sagði að aldrei hefði átt að framleiða kvikmyndina og að leikararnir væru „meðsekir“. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Von Trier sjokkerar á Cannes-kvikmyndahátíðinni. Honum var bannað að mæta á hátíðina í sjö ár eftir ummæli sem höfð voru eftir honum á blaðamannafundi fyrir kvikmynd hans, Melancholia. Þar grínaðist Von Trier með að hann væri nasisti, sem fór mjög fyrir brjóstið á skipuleggjendum í Cannes.Hér að neðan má sjá stiklu fyrir The House That Jack Built. Rétt er að vara lesendur við efni stiklunnar.
Cannes Menning Tengdar fréttir Björk stígur fram og segir frá kynferðislegri áreitni Lars von Trier Björk Guðmundsdóttir sakar danska leikstjórann Lars Von Trier um kynferðislega áreitni í stöðuuppfærslu sem hún birti á Facebook-síðu sinni í dag. Þau unnu saman að gerð kvikmyndarinnar Dancer in the Dark sem kom út árið 2000. 15. október 2017 14:12 Segir Lars von Trier hafa borið upp kynferðisleg boð á meðan konan hans stóð við hliðina á þeim Björk segir kynferðislega áreitni Lars von Trier yfir allan vafa hafinn 17. október 2017 11:30 Fimm tíma klám á Cannes Lars Von Trier mun mæta til leiks á kvikmyndahátíðina næsta vor með frumsýningu á nýjustu mynd sinni, Nymphomaniac. Myndin hefur vakið athygli fyrir grófar kynlíssenur. 20. september 2013 14:54 Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Leikjavísir Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Björk stígur fram og segir frá kynferðislegri áreitni Lars von Trier Björk Guðmundsdóttir sakar danska leikstjórann Lars Von Trier um kynferðislega áreitni í stöðuuppfærslu sem hún birti á Facebook-síðu sinni í dag. Þau unnu saman að gerð kvikmyndarinnar Dancer in the Dark sem kom út árið 2000. 15. október 2017 14:12
Segir Lars von Trier hafa borið upp kynferðisleg boð á meðan konan hans stóð við hliðina á þeim Björk segir kynferðislega áreitni Lars von Trier yfir allan vafa hafinn 17. október 2017 11:30
Fimm tíma klám á Cannes Lars Von Trier mun mæta til leiks á kvikmyndahátíðina næsta vor með frumsýningu á nýjustu mynd sinni, Nymphomaniac. Myndin hefur vakið athygli fyrir grófar kynlíssenur. 20. september 2013 14:54