Íslenska landsliðið til Volgograd í dag með nóg af skordýrafælu í för Kristinn Páll Teitsson skrifar 20. júní 2018 06:00 Strákarnir láta ekki nokkrar flugur, ekki frekar en Messi, stoppa sig. VÍSIR/VILHELM Íslenska landsliðið er á faraldsfæti í dag en það flýgur til hinnar sögufrægu borgar Volgograd í dag þar sem það mætir Nígeríu í öðrum leik liðsins í D-riðli heimsmeistaramótsins á föstudaginn. Líkt og fyrir leikinn gegn Argentínu í Moskvu á dögunum mun landsliðið taka æfingu á æfingasvæði liðsins í Kabardinka fyrr um daginn og síðan munu Hannes Halldórsson og Alfreð Finnbogason sitja fyrir svörum á blaðamannafundi. Áætlað er að landsliðið fari í loftið klukkan 17.00 að staðartíma, um 14.00 að íslenskum tíma, en flugið er ekki langt og á vélin að lenda um klukkustund síðar í Volgograd. Það er von á miklum hita í borginni, við lendingu er spáð 32 gráðu hita en á meðan strákarnir okkar dvelja í borginni er spáð um þrjátíu stiga hita. Aðeins á næturnar mun hitinn fara nær tuttugu gráðunum. Munu þeir taka æfingu á keppnisvellinum, Volgograd Arena, sem rúmar 45.000 manns, í hádeginu á morgun, áður en Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson mæta á blaðamannafund. Fyrsti leikur mótsins á Volgograd-vellinum fór fram í fyrrakvöld þegar England vann 2-1 sigur á Túnis en það var annað en úrslit leiksins sem vakti mikla athygli. Þar sem Volgograd-völlurinn stendur á bakka Volgu voru skordýr að trufla liðin við undirbúning og á meðan á leik stóð. Sást til leikmanna, stuðningsmanna og starfsmanna slá frá sér moskítóflugur á meðan leikurinn stóð yfir þrátt fyrir að þeir hefðu borið á sig skordýrafælu. Harry Kane, fyrirliði Englands, sagði að það hefði litlu skilað er hann ræddi við blaðamenn eftir leik. „Þetta var mun verra en við bjuggumst við, við settum á okkur fælu fyrir leik og í hálfleik en samt fékk ég flugur í augun, nefið og upp í mig á meðan leikurinn stóð yfir.“ Starfsteymi KSÍ var búið að huga að þessu og tók nóg af fælu með sér til Rússlands en það er spurning hvort það bjargi íslenska landsliðinu þegar á hólminn er komið. Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Moskítóflugufaraldur bíður íslensku strákanna í næsta leik Íslensku fótboltastrákarnir þurfa að hafa áhyggjur af fleiru en hitanum í Volgograd á föstudaginn. Það lítur úr fyrir að það sé moskítóflugufaraldur í borginni. 18. júní 2018 12:00 Vanur mýflugunum á Þingvallavatni Á morgun færa strákarnir okkar sig yfir til Volgograd þar sem þeir mæta Nígeríu. Í þeirri borg taka á móti þeim erfiðar aðstæður. Mikill hiti og móskítófaraldur. 19. júní 2018 19:30 Flugufaraldurinn hafði truflandi áhrif á leikmenn Englands Leikmenn enska landsliðsins kvörtuðu sáran yfir moskítóflugum eftir leik liðsins gegn Túnis. 19. júní 2018 07:00 Flugnasprey ágætt vopn viðkvæmra Íslendinga á vellinum í Volgograd Gríðarmikill flugnasveimur vakti athygli áhorfenda sem fylgdust með leik Englands og Túnis á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í gær. Ísland spilar næsta leik sinn á mótinu gegn Nígeríu á sama velli, leikvanginum í rússnesku borginni Volgograd við bakka árinnar Volgu. 19. júní 2018 11:00 Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fleiri fréttir Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Ólympíumeistarinn hitti ekki dýnuna og missir af HM Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fóru af hjörunum eftir að ljósmyndari fór inn á „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Sjá meira
Íslenska landsliðið er á faraldsfæti í dag en það flýgur til hinnar sögufrægu borgar Volgograd í dag þar sem það mætir Nígeríu í öðrum leik liðsins í D-riðli heimsmeistaramótsins á föstudaginn. Líkt og fyrir leikinn gegn Argentínu í Moskvu á dögunum mun landsliðið taka æfingu á æfingasvæði liðsins í Kabardinka fyrr um daginn og síðan munu Hannes Halldórsson og Alfreð Finnbogason sitja fyrir svörum á blaðamannafundi. Áætlað er að landsliðið fari í loftið klukkan 17.00 að staðartíma, um 14.00 að íslenskum tíma, en flugið er ekki langt og á vélin að lenda um klukkustund síðar í Volgograd. Það er von á miklum hita í borginni, við lendingu er spáð 32 gráðu hita en á meðan strákarnir okkar dvelja í borginni er spáð um þrjátíu stiga hita. Aðeins á næturnar mun hitinn fara nær tuttugu gráðunum. Munu þeir taka æfingu á keppnisvellinum, Volgograd Arena, sem rúmar 45.000 manns, í hádeginu á morgun, áður en Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson mæta á blaðamannafund. Fyrsti leikur mótsins á Volgograd-vellinum fór fram í fyrrakvöld þegar England vann 2-1 sigur á Túnis en það var annað en úrslit leiksins sem vakti mikla athygli. Þar sem Volgograd-völlurinn stendur á bakka Volgu voru skordýr að trufla liðin við undirbúning og á meðan á leik stóð. Sást til leikmanna, stuðningsmanna og starfsmanna slá frá sér moskítóflugur á meðan leikurinn stóð yfir þrátt fyrir að þeir hefðu borið á sig skordýrafælu. Harry Kane, fyrirliði Englands, sagði að það hefði litlu skilað er hann ræddi við blaðamenn eftir leik. „Þetta var mun verra en við bjuggumst við, við settum á okkur fælu fyrir leik og í hálfleik en samt fékk ég flugur í augun, nefið og upp í mig á meðan leikurinn stóð yfir.“ Starfsteymi KSÍ var búið að huga að þessu og tók nóg af fælu með sér til Rússlands en það er spurning hvort það bjargi íslenska landsliðinu þegar á hólminn er komið.
Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Moskítóflugufaraldur bíður íslensku strákanna í næsta leik Íslensku fótboltastrákarnir þurfa að hafa áhyggjur af fleiru en hitanum í Volgograd á föstudaginn. Það lítur úr fyrir að það sé moskítóflugufaraldur í borginni. 18. júní 2018 12:00 Vanur mýflugunum á Þingvallavatni Á morgun færa strákarnir okkar sig yfir til Volgograd þar sem þeir mæta Nígeríu. Í þeirri borg taka á móti þeim erfiðar aðstæður. Mikill hiti og móskítófaraldur. 19. júní 2018 19:30 Flugufaraldurinn hafði truflandi áhrif á leikmenn Englands Leikmenn enska landsliðsins kvörtuðu sáran yfir moskítóflugum eftir leik liðsins gegn Túnis. 19. júní 2018 07:00 Flugnasprey ágætt vopn viðkvæmra Íslendinga á vellinum í Volgograd Gríðarmikill flugnasveimur vakti athygli áhorfenda sem fylgdust með leik Englands og Túnis á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í gær. Ísland spilar næsta leik sinn á mótinu gegn Nígeríu á sama velli, leikvanginum í rússnesku borginni Volgograd við bakka árinnar Volgu. 19. júní 2018 11:00 Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fleiri fréttir Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Ólympíumeistarinn hitti ekki dýnuna og missir af HM Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fóru af hjörunum eftir að ljósmyndari fór inn á „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Sjá meira
Moskítóflugufaraldur bíður íslensku strákanna í næsta leik Íslensku fótboltastrákarnir þurfa að hafa áhyggjur af fleiru en hitanum í Volgograd á föstudaginn. Það lítur úr fyrir að það sé moskítóflugufaraldur í borginni. 18. júní 2018 12:00
Vanur mýflugunum á Þingvallavatni Á morgun færa strákarnir okkar sig yfir til Volgograd þar sem þeir mæta Nígeríu. Í þeirri borg taka á móti þeim erfiðar aðstæður. Mikill hiti og móskítófaraldur. 19. júní 2018 19:30
Flugufaraldurinn hafði truflandi áhrif á leikmenn Englands Leikmenn enska landsliðsins kvörtuðu sáran yfir moskítóflugum eftir leik liðsins gegn Túnis. 19. júní 2018 07:00
Flugnasprey ágætt vopn viðkvæmra Íslendinga á vellinum í Volgograd Gríðarmikill flugnasveimur vakti athygli áhorfenda sem fylgdust með leik Englands og Túnis á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í gær. Ísland spilar næsta leik sinn á mótinu gegn Nígeríu á sama velli, leikvanginum í rússnesku borginni Volgograd við bakka árinnar Volgu. 19. júní 2018 11:00