Sjónvarpsútsendingin veglegri en áætlað var Sighvatur Arnmundsson skrifar 18. júlí 2018 06:00 Kostnaður við fundinn fór umtalsvert fram úr áætlun vegna veglegri sjónvarpsútsendingar en gert hafði verið ráð fyrir. EINAR Á.E. SÆMUNDSEN Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir aukinn kostnað við hátíðarþingfund Alþingis á Þingvöllum fyrst og fremst skýrast af mun veglegri sjónvarpsútsendingu en gert var ráð fyrir í upphafi. Eins og Fréttablaðið sagði frá í gær er áætlaður kostnaður við fundinn nú talinn 70 til 80 milljónir króna en upphafleg áætlun hafði gert ráð fyrir 45 milljóna króna kostnaði. Hann segir að upphafleg áætlun hafi verið með fyrirvörum um nánari útfærslu. „Við reynum samt að hafa alla umgjörð eins einfalda og hægt er. Stærsta frávikið er í gæðum útsendingar. Kröfur tímans kalla á aukin gæði sem auka kostnaðinn. Öll þjóðin á að geta fylgst með hvar sem hún er á landinu.“ Steingrímur segir ástæðu til að leggja áherslu á að allir séu velkomnir á fundinn á Þingvöllum en hann hefst klukkan 14 í dag. „Það var tekin ákvörðun um það á sínum tíma að halda veglega upp á fullveldisafmælið og ákveðið að setja fjármuni í það. Þessi hátíðarfundur á Þingvöllum er liður í því en ég minni á að allt árið er undir með fjölda annarra viðburða,“ segir Steingrímur.Sjá einnig: 80 milljónir í Þingvallafund Alþingis Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sendi Steingrími fyrirspurn í vor um kostnað við hátíðarfundinn. Hann segist hissa á þessum mikla aukakostnaði. „Þetta er eitthvað sem ég hefði haldið að væri ekki ófyrirsjáanlegt, ætti að vera frekar augljóst,“ segir Björn Leví. „Það er ekkert að því að halda svona hátíð og um að gera að fagna þessu 100 ára afmæli fullveldisins. Við gætum samt gert þetta aðeins betur. Ég veit til dæmis ekki hvort þessi þingfundur er rétt athöfn. Mér finnst óþægilegt að sitja á einhverjum palli. Ég hefði persónulega frekar viljað vera áhorfandi.“ Hann segir það einkennandi fyrir Alþingi að við þetta tækifæri eigi að afgreiða mál með hraði. Það sé til að mynda sérstakt að nú sé ákveðið að veita 3,5 milljörðum í nýtt hafrannsóknaskip. Hann hafi áður spurt ráðherra sérstaklega að því í þinginu hvort nýtt hafrannsóknaskip rúmaðist innan ramma fjármálaáætlunar og fengið þau svör að svo væri ekki. Hann viti því ekki hvaðan þessir peningar komi. Þá gagnrýndu átta bókaútgefendur þingsályktunartillögu sem til stendur til að samþykkja á Þingvöllum í dag og snýr að útgáfu ritverka um Þingvelli í íslenskri myndlist og sögu íslenskra bókmennta frá landnámi til 21. aldar. Samkvæmt tillögunni mun Alþingi ganga til samstarfs við Hið íslenska bókmenntafélag um útgáfu umræddra verka. Segja útgefendurnir í aðsendri grein í Morgunblaðinu að þingið verði að tryggja jafnræði hvað varðar aðkomu útgefenda. Þessi vinnubrögð séu afturhvarf til fortíðar. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir 80 milljónir í Þingvallafund Alþingis Áætlaður kostnaður við hátíðarþingfund Alþingis á Þingvöllum og hátíðarkvöldverð þingforseta er 70 til 80 milljónir króna. Allt að 78 prósent meira en kostnaðaráætlun hafði gert ráð fyrir. 17. júlí 2018 07:00 Tvö mál afgreidd á Alþingi í tilefni fullveldisafmælisins Tvö mál verða afgreidd á Alþingi þann 17. og 18. júlí. 13. júlí 2018 11:38 Alþingi fagnar því að 100 ár eru liðin frá samningi þess við Dani um fullveldi Íslands Forseti Alþingis segir eðlilegt að þingið minnist fullveldis Íslands með hátíðarfundi á Þingvöllum á morgun, enda hafi Alþingi haft veg og vanda að fullveldissamningunum við danska þingið á sínum tíma. 17. júlí 2018 12:30 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir aukinn kostnað við hátíðarþingfund Alþingis á Þingvöllum fyrst og fremst skýrast af mun veglegri sjónvarpsútsendingu en gert var ráð fyrir í upphafi. Eins og Fréttablaðið sagði frá í gær er áætlaður kostnaður við fundinn nú talinn 70 til 80 milljónir króna en upphafleg áætlun hafði gert ráð fyrir 45 milljóna króna kostnaði. Hann segir að upphafleg áætlun hafi verið með fyrirvörum um nánari útfærslu. „Við reynum samt að hafa alla umgjörð eins einfalda og hægt er. Stærsta frávikið er í gæðum útsendingar. Kröfur tímans kalla á aukin gæði sem auka kostnaðinn. Öll þjóðin á að geta fylgst með hvar sem hún er á landinu.“ Steingrímur segir ástæðu til að leggja áherslu á að allir séu velkomnir á fundinn á Þingvöllum en hann hefst klukkan 14 í dag. „Það var tekin ákvörðun um það á sínum tíma að halda veglega upp á fullveldisafmælið og ákveðið að setja fjármuni í það. Þessi hátíðarfundur á Þingvöllum er liður í því en ég minni á að allt árið er undir með fjölda annarra viðburða,“ segir Steingrímur.Sjá einnig: 80 milljónir í Þingvallafund Alþingis Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sendi Steingrími fyrirspurn í vor um kostnað við hátíðarfundinn. Hann segist hissa á þessum mikla aukakostnaði. „Þetta er eitthvað sem ég hefði haldið að væri ekki ófyrirsjáanlegt, ætti að vera frekar augljóst,“ segir Björn Leví. „Það er ekkert að því að halda svona hátíð og um að gera að fagna þessu 100 ára afmæli fullveldisins. Við gætum samt gert þetta aðeins betur. Ég veit til dæmis ekki hvort þessi þingfundur er rétt athöfn. Mér finnst óþægilegt að sitja á einhverjum palli. Ég hefði persónulega frekar viljað vera áhorfandi.“ Hann segir það einkennandi fyrir Alþingi að við þetta tækifæri eigi að afgreiða mál með hraði. Það sé til að mynda sérstakt að nú sé ákveðið að veita 3,5 milljörðum í nýtt hafrannsóknaskip. Hann hafi áður spurt ráðherra sérstaklega að því í þinginu hvort nýtt hafrannsóknaskip rúmaðist innan ramma fjármálaáætlunar og fengið þau svör að svo væri ekki. Hann viti því ekki hvaðan þessir peningar komi. Þá gagnrýndu átta bókaútgefendur þingsályktunartillögu sem til stendur til að samþykkja á Þingvöllum í dag og snýr að útgáfu ritverka um Þingvelli í íslenskri myndlist og sögu íslenskra bókmennta frá landnámi til 21. aldar. Samkvæmt tillögunni mun Alþingi ganga til samstarfs við Hið íslenska bókmenntafélag um útgáfu umræddra verka. Segja útgefendurnir í aðsendri grein í Morgunblaðinu að þingið verði að tryggja jafnræði hvað varðar aðkomu útgefenda. Þessi vinnubrögð séu afturhvarf til fortíðar.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir 80 milljónir í Þingvallafund Alþingis Áætlaður kostnaður við hátíðarþingfund Alþingis á Þingvöllum og hátíðarkvöldverð þingforseta er 70 til 80 milljónir króna. Allt að 78 prósent meira en kostnaðaráætlun hafði gert ráð fyrir. 17. júlí 2018 07:00 Tvö mál afgreidd á Alþingi í tilefni fullveldisafmælisins Tvö mál verða afgreidd á Alþingi þann 17. og 18. júlí. 13. júlí 2018 11:38 Alþingi fagnar því að 100 ár eru liðin frá samningi þess við Dani um fullveldi Íslands Forseti Alþingis segir eðlilegt að þingið minnist fullveldis Íslands með hátíðarfundi á Þingvöllum á morgun, enda hafi Alþingi haft veg og vanda að fullveldissamningunum við danska þingið á sínum tíma. 17. júlí 2018 12:30 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Sjá meira
80 milljónir í Þingvallafund Alþingis Áætlaður kostnaður við hátíðarþingfund Alþingis á Þingvöllum og hátíðarkvöldverð þingforseta er 70 til 80 milljónir króna. Allt að 78 prósent meira en kostnaðaráætlun hafði gert ráð fyrir. 17. júlí 2018 07:00
Tvö mál afgreidd á Alþingi í tilefni fullveldisafmælisins Tvö mál verða afgreidd á Alþingi þann 17. og 18. júlí. 13. júlí 2018 11:38
Alþingi fagnar því að 100 ár eru liðin frá samningi þess við Dani um fullveldi Íslands Forseti Alþingis segir eðlilegt að þingið minnist fullveldis Íslands með hátíðarfundi á Þingvöllum á morgun, enda hafi Alþingi haft veg og vanda að fullveldissamningunum við danska þingið á sínum tíma. 17. júlí 2018 12:30