Tulipop með nýja seríu í bígerð Stefán Þór Hjartarson skrifar 18. júlí 2018 06:00 Helga Árnadóttir og Signý Kolbeinsdóttir, eigendur Tulipop, stofnuðu fyrirtækið árið 2010. SARA SIG Tulipop vinnur nú að framleiðslu stórrar sjónvarpsþáttaraðar byggðar á ævintýraheimi fyrirtækisins og persónum. Með þeim í verkefninu er stórfyrirtækið Zodiak Kids en það mun framleiða seríuna í samstarfi við Tulipop og sjá um alþjóðlega sölu og dreifingu. „Vinnan við þróun þessarar sjónvarpsseríu hófst fyrir 18 mánuðum en þá fengum við til liðs við okkur sterkan hóp reynslubolta í teiknimyndabransanum til að þróa handrit og búa til stuttmynd sem sýnir útlitið sem við viljum hafa á seríunni. Við kynntum verkefnið á Cartoon Forum í Toulouse í Frakklandi í september í fyrra og á MIP Junior í Cannes í október sem það fékk frábærar viðtökur og í kjölfarið hófust viðræður við aðila sem lýstu yfir áhuga á samstarfi. Eftir að hafa rætt við marga mögulega meðframleiðendur þá leist okkur best á Zodiak. Fyrirtækið deilir okkar sýn á hvernig sjónvarpsserían á að vera auk þess sem það er traust og stórt fyrirtæki sem hefur burði til búa til hágæðasjónvarpsseríu og koma henni í sýningu um allan heim. Zodiak er mjög virt fyrirtæki í þessum geira og af því fer gott orð sem skiptir miklu máli,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Tulipop. Zodiak Kids er krakkaarmur franska fyrirtækisins Zodiak Media sem hefur framleitt efni og dreift um allan heim um árabil. Í seríunni sem Zodiak Kids framleiðir með Tulipop verða 52 þættir og verður hver þáttur ellefu mínútur. Framleiðslan mun kosta um 700 milljónir króna. Helga segir að Tulipop njóti dýrmæts stuðnings frá Kvikmyndasjóði við verkefnið. Seríunni verði dreift víða um heiminn og á fjölda tungumála. „Hér er um að ræða lengri teiknimyndaþætti en við höfum áður framleitt og það verður mjög mikið lagt í þessa seríu. Nú fer af stað lokahnykkurinn í þróunarvinnu á þáttunum og vinna með handritshöfundum. Formleg sala mun hefjast á MIP-hátíðinni í Cannes í október og ef allt gengur að óskum fer svo framleiðsla af stað fyrir lok næsta árs og serían í sýningar fyrir lok árs 2020. Zodiak mun sjá um alþjóðlega sölu og dreifingu á seríunni, en Norðurlöndin eru undanskilin og gert er ráð fyrir að Tulipop selji beint til þeirra landa,“ segir Helga. Tulipop hefur framleitt örstutta þætti, tveggja og hálfrar mínútu langa, sem nú eru sýndir á RÚV en líka á ensku á YouTube þar sem þeir hafa notið mikilla vinsælda og eru með hátt í tvær milljónir áhorfa. „Við erum að undirbúa að setja þættina í loftið á þýsku og spænsku á næstu vikum á YouTube og erum með seríu tvö í framleiðslu sem fer í loftið á RÚV í haust. Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Björg ráðin til Tulipop Björg Arnardóttir hefur verið ráðin til Tulipop sem sérfræðingur í nytjaleyfum. 19. desember 2017 12:56 66°Norður og Tulipop i samstarf á HönnunarMars Um er að ræða hina klassísku húfukollu 66°Norður sem fyrirtækið hefur framleitt í áratugi og hefur Tulipop nú sett svip sinn á þær með ævintýraheimi sínum. 14. mars 2018 10:15 Ævintýrapersónur Tulipop á forsíðu Kidscreen, tímarits um afþreyingu krakka 17. ágúst 2017 16:00 Mest lesið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Ný stikla úr GTA VI Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Fleiri fréttir Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Sjá meira
Tulipop vinnur nú að framleiðslu stórrar sjónvarpsþáttaraðar byggðar á ævintýraheimi fyrirtækisins og persónum. Með þeim í verkefninu er stórfyrirtækið Zodiak Kids en það mun framleiða seríuna í samstarfi við Tulipop og sjá um alþjóðlega sölu og dreifingu. „Vinnan við þróun þessarar sjónvarpsseríu hófst fyrir 18 mánuðum en þá fengum við til liðs við okkur sterkan hóp reynslubolta í teiknimyndabransanum til að þróa handrit og búa til stuttmynd sem sýnir útlitið sem við viljum hafa á seríunni. Við kynntum verkefnið á Cartoon Forum í Toulouse í Frakklandi í september í fyrra og á MIP Junior í Cannes í október sem það fékk frábærar viðtökur og í kjölfarið hófust viðræður við aðila sem lýstu yfir áhuga á samstarfi. Eftir að hafa rætt við marga mögulega meðframleiðendur þá leist okkur best á Zodiak. Fyrirtækið deilir okkar sýn á hvernig sjónvarpsserían á að vera auk þess sem það er traust og stórt fyrirtæki sem hefur burði til búa til hágæðasjónvarpsseríu og koma henni í sýningu um allan heim. Zodiak er mjög virt fyrirtæki í þessum geira og af því fer gott orð sem skiptir miklu máli,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Tulipop. Zodiak Kids er krakkaarmur franska fyrirtækisins Zodiak Media sem hefur framleitt efni og dreift um allan heim um árabil. Í seríunni sem Zodiak Kids framleiðir með Tulipop verða 52 þættir og verður hver þáttur ellefu mínútur. Framleiðslan mun kosta um 700 milljónir króna. Helga segir að Tulipop njóti dýrmæts stuðnings frá Kvikmyndasjóði við verkefnið. Seríunni verði dreift víða um heiminn og á fjölda tungumála. „Hér er um að ræða lengri teiknimyndaþætti en við höfum áður framleitt og það verður mjög mikið lagt í þessa seríu. Nú fer af stað lokahnykkurinn í þróunarvinnu á þáttunum og vinna með handritshöfundum. Formleg sala mun hefjast á MIP-hátíðinni í Cannes í október og ef allt gengur að óskum fer svo framleiðsla af stað fyrir lok næsta árs og serían í sýningar fyrir lok árs 2020. Zodiak mun sjá um alþjóðlega sölu og dreifingu á seríunni, en Norðurlöndin eru undanskilin og gert er ráð fyrir að Tulipop selji beint til þeirra landa,“ segir Helga. Tulipop hefur framleitt örstutta þætti, tveggja og hálfrar mínútu langa, sem nú eru sýndir á RÚV en líka á ensku á YouTube þar sem þeir hafa notið mikilla vinsælda og eru með hátt í tvær milljónir áhorfa. „Við erum að undirbúa að setja þættina í loftið á þýsku og spænsku á næstu vikum á YouTube og erum með seríu tvö í framleiðslu sem fer í loftið á RÚV í haust.
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Björg ráðin til Tulipop Björg Arnardóttir hefur verið ráðin til Tulipop sem sérfræðingur í nytjaleyfum. 19. desember 2017 12:56 66°Norður og Tulipop i samstarf á HönnunarMars Um er að ræða hina klassísku húfukollu 66°Norður sem fyrirtækið hefur framleitt í áratugi og hefur Tulipop nú sett svip sinn á þær með ævintýraheimi sínum. 14. mars 2018 10:15 Ævintýrapersónur Tulipop á forsíðu Kidscreen, tímarits um afþreyingu krakka 17. ágúst 2017 16:00 Mest lesið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Ný stikla úr GTA VI Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Fleiri fréttir Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Sjá meira
Björg ráðin til Tulipop Björg Arnardóttir hefur verið ráðin til Tulipop sem sérfræðingur í nytjaleyfum. 19. desember 2017 12:56
66°Norður og Tulipop i samstarf á HönnunarMars Um er að ræða hina klassísku húfukollu 66°Norður sem fyrirtækið hefur framleitt í áratugi og hefur Tulipop nú sett svip sinn á þær með ævintýraheimi sínum. 14. mars 2018 10:15