Viðskipti innlent

66°Norður og Tulipop i samstarf á HönnunarMars

Samúel Karl Ólason skrifar
66°Norður og Tulipop munu kynna samstarf sitt á HönnunarMars. Um er að ræða hina klassísku húfukollu 66°Norður sem fyrirtækið hefur framleitt í áratugi og hefur Tulipop nú sett svip sinn á þær með ævintýraheimi sínum. Útfærsla af húfukollu 66°Norður í tengslum við HönnunarMars er svo gott sem orðin hefð en áður hefur 66°Norður unnið að útfærslum á henni með Þórunni Árnadóttur vöruhönnuði, hönnunarteyminu Or Type, Hildi Yeoman svo einhverjir séu nefndir.Í samstarfinu við Tulipop má einnig finna léttar peysur og boli á yngstu kynslóðina. Persónur og ævintýraheimur Tulipop spila lykilhlutverk í línunni og eru litrík mynstur og teikningar af persónunum áberandi á flíkunum.Þetta kemur fram í tilkynningu.Þar segir að Tulipop hafi getið sér gott orð undanfarin ár fyrir ævintýraheiminn sem þau hafa skapað þar sem skrítnar og skemmtilegar furðuverur búa. Vörulína fyrirtækisins er sífellt að vaxa og nú í fyrsta skipti fær Tulipop heimurinn að líta dagsins ljós á fatnaði í samstarfi við 66°Norður. Flíkurnar verða fáanlegar í takmörkuðu upplagi og fara í sölu í verslunum 66°Norður á HönnunarMars.„Þetta er í fyrsta skipti sem Tulipop fatnaður kemur á markað á Íslandi og það var frábært að vinna vörulínuna með fólki sem eru sérfræðingar á því sviði og með mikinn metnað til að búa til skemmtilega og litríka línu sem sameinar það besta úr bæði Tulipop og 66°Norður. Vörulínan inniheldur vörur fyrir allt frá nýfæddum börnum upp í unglinga,“ segir Signý Kolbeinsdóttir, yfirhönnuður Tulipop og skapari Tulipop heimsins.Nýja vörulínan verður kynnt á sérstökum fjölskylduviðburði í verslun 66°Norður í Kringlunni nk. laugardag, 17. mars, milli kl. 14 og 16. Salka Sól mætir og tekur lagið, en hún talar fyrir Tulipop persónuna Gloomy, í íslensku útgáfu Tulipop teiknimyndanna.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
LEQ
1,88
0
0
ORIGO
0,67
4
46.689
REITIR
0,64
15
259.408
REGINN
0
8
40.923
ICEAIR
0
0
0

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SKEL
-2,5
3
40.970
HAGA
-2,29
13
229.314
FESTI
-2,05
10
182.389
VIS
-1,89
8
176.627
MAREL
-1,69
22
239.495
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.