Versti árangur Bandaríkjanna á ÓL í 20 ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. febrúar 2018 17:30 Lindsey Vonn var ein af þeim sem ætlaði sér meira. Vísir/EPA Bandaríkjamenn urðu aðeins í fjórða sæti á verðlaunalista vetrarólympíuleikanna í Pyeongchang og horfa nú til Norðmanna til að bæta sig fyrir næstu leika í Peking 2022. Bandaríkjamenn náðu ekki nema 62 prósent af verðlaunapeninga markmiðum sínum á Ólympíuleikunum í Pyeongchang sem lauk í gær. Árangurinn er því mikil vonbrigði fyrir bandaríska Ólympíusambandið.#TeamUSA! pic.twitter.com/RX25F1eG99 — U.S. Olympic Team (@TeamUSA) February 26, 2018 Bandaríska íþróttafólkið vann alls 23 verðlaun á leikunum en stefnan hafði verið sett á 37 verðlaun. Þetta er versti árangur Bandaríkjanamma í tuttugu ár eða síðan að þeir unnu „bara“ þrettán verðlaun á leikunum í Nagano 1998. Bandaríkjamenn urðu í fjórða sæti á verðlaunalistanum á eftir Noregi, Þýskalandi og Kanada. Bandaríkjamenn unnu alls níu gullverðlaun í Pyeongchang en Norðmenn og Þjóðverjar unnu fjórtán hvor þjóð.Here are the final medal table standings at the #PyeongChang2018 Winter Olympics. Both Germany and Norway finished with 14 golds each, but Norway's total haul of 39 medals -- a record for a single Winter Games -- sees them overhaul the Germans at the top. https://t.co/ozjMES9eqFpic.twitter.com/BiCIlvG4bs — CNN (@CNN) February 25, 2018 Árangur Norðmanna hefur vakið mikla athygli en norsku Ólympíufararnir stóðu sig stórkostlega á leikunum. Það fór ekki framhjá bandarísku Ólympíunefndinni. „Við munum horfa til annarra landa og komast að því hvað þau eru að gera. Eitt af því sem ég er mest forvitinn um er að fá að vita meira um er þessi framistaða Norðmanna. Þeir stóðu sig frábærlega og hafa alltaf staðið sig vel í því að undirbúa sitt íþróttafólk. Ég dáist af þeim fyrir það,“ sagði Alan Ashley, yfirmaður Ólympíuliðs Bandaríkjanna í Pyeongchang. „Ég dáist líka að íþróttafólki Norðmanna. Ég vil komast því hvað þau hafa verið að gera,“ sagði Alan Ashley. „Ég hef samt mikla trú á okkar fólki. Fólk getur vissulega talað um að við höfum ekki getað náð verðlaunafjöldanum sem við stefndum að en sjáið bara breiddina í okkar liði. Sjáið allt íþróttafólkið okkar sem var í fjórða til sjötta sæti í sínum greinum. Við vorum með 35 sem voru í þessum sæti og grátlega nálægt því að komast á verðlaunapallinn,“ sagði Ashley. Norðmenn kláruðu hinsvegar dæmið, komust 39 sinnum á pall og settu nýtt met á vetrarólympíuleikum..Congratulations to Team Norway for winning the most number of medals by a single team in the history of the Games at the PyeongChang 2018 Winter Olympics. #MondayMotivation#PyeongChang2018#Norway#breakingrecordspic.twitter.com/MSGIV7q1zv — Sahara Group (@iamsaharagroup) February 26, 2018 To put the winter #olympics#medalcount into perspective, #TeamUSA had the most medals in 1932. Whereas, #Norway had the most medals in 1924, 1928, 1936, 1948, 1952, 1968, 2002, and 2018. pic.twitter.com/0KE4urIu1R — David Wargin (@dnwargin) February 25, 2018 Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Bjarki kallaður inn í landsliðið Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sólveig Lára hætt með ÍR Staðfestir brottför frá Liverpool Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Sendu Houston enn á ný í háttinn Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Sjá meira
Bandaríkjamenn urðu aðeins í fjórða sæti á verðlaunalista vetrarólympíuleikanna í Pyeongchang og horfa nú til Norðmanna til að bæta sig fyrir næstu leika í Peking 2022. Bandaríkjamenn náðu ekki nema 62 prósent af verðlaunapeninga markmiðum sínum á Ólympíuleikunum í Pyeongchang sem lauk í gær. Árangurinn er því mikil vonbrigði fyrir bandaríska Ólympíusambandið.#TeamUSA! pic.twitter.com/RX25F1eG99 — U.S. Olympic Team (@TeamUSA) February 26, 2018 Bandaríska íþróttafólkið vann alls 23 verðlaun á leikunum en stefnan hafði verið sett á 37 verðlaun. Þetta er versti árangur Bandaríkjanamma í tuttugu ár eða síðan að þeir unnu „bara“ þrettán verðlaun á leikunum í Nagano 1998. Bandaríkjamenn urðu í fjórða sæti á verðlaunalistanum á eftir Noregi, Þýskalandi og Kanada. Bandaríkjamenn unnu alls níu gullverðlaun í Pyeongchang en Norðmenn og Þjóðverjar unnu fjórtán hvor þjóð.Here are the final medal table standings at the #PyeongChang2018 Winter Olympics. Both Germany and Norway finished with 14 golds each, but Norway's total haul of 39 medals -- a record for a single Winter Games -- sees them overhaul the Germans at the top. https://t.co/ozjMES9eqFpic.twitter.com/BiCIlvG4bs — CNN (@CNN) February 25, 2018 Árangur Norðmanna hefur vakið mikla athygli en norsku Ólympíufararnir stóðu sig stórkostlega á leikunum. Það fór ekki framhjá bandarísku Ólympíunefndinni. „Við munum horfa til annarra landa og komast að því hvað þau eru að gera. Eitt af því sem ég er mest forvitinn um er að fá að vita meira um er þessi framistaða Norðmanna. Þeir stóðu sig frábærlega og hafa alltaf staðið sig vel í því að undirbúa sitt íþróttafólk. Ég dáist af þeim fyrir það,“ sagði Alan Ashley, yfirmaður Ólympíuliðs Bandaríkjanna í Pyeongchang. „Ég dáist líka að íþróttafólki Norðmanna. Ég vil komast því hvað þau hafa verið að gera,“ sagði Alan Ashley. „Ég hef samt mikla trú á okkar fólki. Fólk getur vissulega talað um að við höfum ekki getað náð verðlaunafjöldanum sem við stefndum að en sjáið bara breiddina í okkar liði. Sjáið allt íþróttafólkið okkar sem var í fjórða til sjötta sæti í sínum greinum. Við vorum með 35 sem voru í þessum sæti og grátlega nálægt því að komast á verðlaunapallinn,“ sagði Ashley. Norðmenn kláruðu hinsvegar dæmið, komust 39 sinnum á pall og settu nýtt met á vetrarólympíuleikum..Congratulations to Team Norway for winning the most number of medals by a single team in the history of the Games at the PyeongChang 2018 Winter Olympics. #MondayMotivation#PyeongChang2018#Norway#breakingrecordspic.twitter.com/MSGIV7q1zv — Sahara Group (@iamsaharagroup) February 26, 2018 To put the winter #olympics#medalcount into perspective, #TeamUSA had the most medals in 1932. Whereas, #Norway had the most medals in 1924, 1928, 1936, 1948, 1952, 1968, 2002, and 2018. pic.twitter.com/0KE4urIu1R — David Wargin (@dnwargin) February 25, 2018
Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Bjarki kallaður inn í landsliðið Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sólveig Lára hætt með ÍR Staðfestir brottför frá Liverpool Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Sendu Houston enn á ný í háttinn Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Sjá meira