Lífið

Bjóða miða á Sónar 2019 á tíu þúsund kall

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Tónleikagestir virtust skemmta sér vel á Sónar um helgina.
Tónleikagestir virtust skemmta sér vel á Sónar um helgina. Stefán Páls/Sónar Reykjavík
Tónlistarhátíðin Sónar fór fram um helgina í Hörpu og strax í dag hófst miðasala á Sónar 2019. Hátíðin mun fara fram nær sumri að ári eða helgina 25. til 27. apríl. Hátíðin fer sem fyrr fram í Hörpu og formleg miðasala fer fram síðar á árinu.

Skipuleggjendur hafa þó ákveðið að bjóða takmarkaðan fjölda miða á sölu í dag fyrir hátíðina að ári og kosta miðarnir 9.990 krónur. VIP miðar eru til sölu á 14.990 krónur. Í evrum kosta miðarnir 82 og 122 evrur.

Miða má nálgast hér. 


Tengdar fréttir

Biggi á Sónar: Af greifynjum, lávörðum, Kristum, Gus og Gus

Enn og aftur Sónar í Reykjavík. Þegar ég geng frá heimili mínu í Vesturbæ á leiðinni niður í Hörpu er ómögulegt að taka ekki eftir því hversu miklum stakkaskiptum bærinn hefur tekið frá því í fyrra. Að labba niður Geirsgötu í þetta skiptið er eins og að vera í annarri borg en ég ólst upp í.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.