„Ég týndi móður minni í þessu sjálfsvígi“ Stefán Árni Pálsson skrifar 19. desember 2018 10:30 Dagný hefur gefið út bók um sögu móður sinnar. vísir/egill Umræðan um geðheilbrigðismál hefur aukist mikið á undanförnum árum og ekki að ástæðulausu. Staðreyndin er sú að sjálfsvígum fer fjölgandi á Íslandi og eru úrræðin fyrir fólk of fá. Dagný Maggýjar þekkir þessi mál vel en móðir hennar svipti sig lífi eftir erfið veikindi og hefur hún gefið út bók þar sem sagan er sögð frá a-ö. „Ég átti bara yndislega mömmu og ólst upp í flottum systkinahópi suður í Keflavík og allt var í góðu standi að ég hélt en svo uppgötvaði ég það þegar móðir mín veikist að það var kannski ekki allt í lagi,“ segir Dagný. Dagný var lengst af grunlaus um að móðir hennar hafi átt erfiða æsku, æsku sem hún talaði aldrei um. En eitthvað gerðist þegar móðir hennar fer í mjög einfalda lýtaaðgerð þegar hún var að nálgast sextugt. „Hún svona vildi bara líta vel út og það gerist eitthvað í þessari aðgerð. Þetta var svuntuaðgerð en strax daginn eftir þegar ég kem til hennar er hún byrjuð að breytast. Hún segir við mig að ef hún hefði vitað að þetta væri svona hefði hún aldrei farið í þessa aðgerð.“ Dagný segir að í kjölfarið hafi fjölskyldan hægt og rólega misst móður sína. Strax eftir aðgerðina fór móðir Dagnýjar að tala um æskuna og kom þá í ljós að faðir hennar hefði beitt hana ofbeldi alla æskuna.Móðir hennar ásamt eiginmanni sínum.„Þetta var mest kannski andlegt ofbeldi en eftir að hún varð unglingur var það líka líkamlegt. Það hjálpaði kannski ekki að hún var rosalega viðkvæm og hefur líklega tekið þetta enn meira nærri sér en önnur systkini.“ Hún segir að móðir hennar hafi strax orðið mjög veik eftir aðgerðina.Alltaf mjög hrædd um sjálfa sig „Hún segir í fyrsta kastinu að hún sé svo hrædd um að gera sér eitthvað. Hún var alltaf mjög hrædd um sjálfan sig og þetta var rosalega sterk hvöt hjá henni. Það líða fjórtán mánuðir frá því að hún fer í þessa aðgerð þar til við erum búin að missa hana,“ segir Dagný en móðir hennar hafði áður reynt að svipta sig lífi og tókst það í þriðju tilraun. „Ég týndi móður minni í þessu sjálfsvígi, hún bara hvarf og ég átti rosalega erfitt með að ræða þetta og hélt þessu svolítið nálægt mér. Það er ekki gott og það er kannski hluti af þessari skömm. Sjálfsvíg eru ekki skömm og það eru geðsjúkdómar ekki heldur.“ Hún segir að það hafi verið mikil áskorun fyrir hana að koma málefninu út og ræða það. „Það er gríðarlega mikilvægt að börn og unglingar sem ganga í gegnum erfiðleika fái þann stuðning sem þeir þurfa. Það verður að vera hægt að tala um málin og leysa þau svo fólk þurfi ekki að burðast með erfiðleikana fram á fullorðinsár. Þá getur jafnvel verið of seint að bregðast við.“ Þetta segir Dagný Maggýjar en móðir hennar faldi vandamál sín alla tíð, skammaðist sín og enginn hafði hugmynd um að eitthvað væri að fyrr en það var orðið of seint. Dagný hefur nú skrifað bók um sögu móður sinnar og sagði frá henni í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Lífið Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Leikjavísir Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lífið Taylor Swift trúlofuð Lífið Fleiri fréttir Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Sjá meira
Umræðan um geðheilbrigðismál hefur aukist mikið á undanförnum árum og ekki að ástæðulausu. Staðreyndin er sú að sjálfsvígum fer fjölgandi á Íslandi og eru úrræðin fyrir fólk of fá. Dagný Maggýjar þekkir þessi mál vel en móðir hennar svipti sig lífi eftir erfið veikindi og hefur hún gefið út bók þar sem sagan er sögð frá a-ö. „Ég átti bara yndislega mömmu og ólst upp í flottum systkinahópi suður í Keflavík og allt var í góðu standi að ég hélt en svo uppgötvaði ég það þegar móðir mín veikist að það var kannski ekki allt í lagi,“ segir Dagný. Dagný var lengst af grunlaus um að móðir hennar hafi átt erfiða æsku, æsku sem hún talaði aldrei um. En eitthvað gerðist þegar móðir hennar fer í mjög einfalda lýtaaðgerð þegar hún var að nálgast sextugt. „Hún svona vildi bara líta vel út og það gerist eitthvað í þessari aðgerð. Þetta var svuntuaðgerð en strax daginn eftir þegar ég kem til hennar er hún byrjuð að breytast. Hún segir við mig að ef hún hefði vitað að þetta væri svona hefði hún aldrei farið í þessa aðgerð.“ Dagný segir að í kjölfarið hafi fjölskyldan hægt og rólega misst móður sína. Strax eftir aðgerðina fór móðir Dagnýjar að tala um æskuna og kom þá í ljós að faðir hennar hefði beitt hana ofbeldi alla æskuna.Móðir hennar ásamt eiginmanni sínum.„Þetta var mest kannski andlegt ofbeldi en eftir að hún varð unglingur var það líka líkamlegt. Það hjálpaði kannski ekki að hún var rosalega viðkvæm og hefur líklega tekið þetta enn meira nærri sér en önnur systkini.“ Hún segir að móðir hennar hafi strax orðið mjög veik eftir aðgerðina.Alltaf mjög hrædd um sjálfa sig „Hún segir í fyrsta kastinu að hún sé svo hrædd um að gera sér eitthvað. Hún var alltaf mjög hrædd um sjálfan sig og þetta var rosalega sterk hvöt hjá henni. Það líða fjórtán mánuðir frá því að hún fer í þessa aðgerð þar til við erum búin að missa hana,“ segir Dagný en móðir hennar hafði áður reynt að svipta sig lífi og tókst það í þriðju tilraun. „Ég týndi móður minni í þessu sjálfsvígi, hún bara hvarf og ég átti rosalega erfitt með að ræða þetta og hélt þessu svolítið nálægt mér. Það er ekki gott og það er kannski hluti af þessari skömm. Sjálfsvíg eru ekki skömm og það eru geðsjúkdómar ekki heldur.“ Hún segir að það hafi verið mikil áskorun fyrir hana að koma málefninu út og ræða það. „Það er gríðarlega mikilvægt að börn og unglingar sem ganga í gegnum erfiðleika fái þann stuðning sem þeir þurfa. Það verður að vera hægt að tala um málin og leysa þau svo fólk þurfi ekki að burðast með erfiðleikana fram á fullorðinsár. Þá getur jafnvel verið of seint að bregðast við.“ Þetta segir Dagný Maggýjar en móðir hennar faldi vandamál sín alla tíð, skammaðist sín og enginn hafði hugmynd um að eitthvað væri að fyrr en það var orðið of seint. Dagný hefur nú skrifað bók um sögu móður sinnar og sagði frá henni í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í gærkvöldi.
Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Lífið Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Leikjavísir Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lífið Taylor Swift trúlofuð Lífið Fleiri fréttir Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Sjá meira